Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1965, Blaðsíða 8

Ísfirðingur - 15.12.1965, Blaðsíða 8
8 ÍSFIRÐÍNGUR Það, sem úrslitum ræður. í 25. kapítula Mattheusar- guðspjalls er frá því sagt eftir eftir hverju það fari hvort manna bíður sæla eða kvalir. Þar eru þessi frægu orð: „Komið, þér hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var fyrirhugað frá grundvöllun heims, því að hungnaður var ég og þér gáfuð mér að eta“ o.s.frv. „Sannlega segi ég yður, svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það“. Þetta er líka í samræmi við það, sem við sjáum, að sam- býli og sambúð góðviljaðra manna verður gott, skemmti- legt, ■—■ farsælt, en hinum fylgir það hugarfar, sem gerir líf þeirra margskonar beiskju blandið og kallar yfir þá þján- ingar. Ég fæ ekki betur séð en það sé fyllilega rétt sem Stephan G. segir í Kristskvæði sínu ■— ort beint og bókstaflega út frá guðspjöllunum: Hann sá að eigin elskan blind var aldarfarsins stærsta synd, og þyngst á afl og anda manns var okið lagt af bróður hans. Sem grimmd og lymsku lengst til ver að láta aðra þjóna sér — sem aldrei sér að auðna þín er allra heill og sín og mín. Hann kenndi að mannást heit og hrein til himins væri leiðin ein. Hann sá, að allt var ónýtt verk ef ekki studdi mannúð sterk. Skyldan við samferðamennina. Þjóðfélag okkar er svo mótað af Kristnum dómi, að það er lögbundin borgaraleg skylda að greiða nokkuð af tekjum sínum til sameigin- legra þarfa, svo að allir njóti menntunar, allir eigi kost á læknisjálp, enginn þurfi að vera svangur o.s. frv. Þetta er orðið svo langt mál að ég ætla að spara mér að leggja út af þessu, en mér finndist að kirkjunnar menn mættu endrum og eins minna á það, að kannske er skattarfamtal þitt ofar trúarjátningu þinni. Ég held við hefðum gott af því að taka kristindóminn alvarlega, því að enn er „eigin elskan blind aldarfar- sins stærsta synd“. Enn er áberandi það hugarfar, sem knýr menn til að sækjast eftir forréttindum og svíkjast með einum og öðrum hætti frá þegnlegri og kristilegri skyldu við samferðamenn og þjóð sína. Getur vanþroskaður maður orðið sæll ? Það er raunar óskiljanlegt hvernig hægt væri að gera eigingjarnan mann, sem brestur samúð með félögum sínum, sælan. Aldrei getur sambúð slíkra orðið árekstra- laus og skemmtileg. Sælan fæst ekki með ytri kjörum. Það er rétt, sem Sigurður Breiðf jörð kvað: Hamingjan býr í hjarta manns. Sérgóður forréttinda- maður getur orðið vansæll af því einu að sjá að öðrum líði vel. Sízt skal því neitað að góð og sterk trú geti verið og sé mönnum styrkur til að bæta ráð sitt og geti göfgað hugar- farið. En við skulum ekki rugla saman trú og ávöxtum trúar. En ef verkin eiga að rétt- læta menn og það hugarfar, sem bak við þau er, — verður þá ekki lítil von flestra? Svo virðist það að vísu, því að flestir eða allir eiga langt að marki. En fyrirheit eiga þeir, sem látið hafa gott af sér leiða og á sig lagt öðrum til liðs. Og þar ekki einungis um að ræða líknarmál og svo- kallaða góðgjörðastarfsemi, heldur engu síður ýmislegt mannbótastarf á félagslegum grundvelli, uppeldislegt o. s. frv. Og þeir, sem trúa því, að menn dæmist eftir verkunum, munu margir vænta þess, að ekki sé lokið öllum þroska- ferli þeirra með þessu jarð- lífi. Það, sem mest er vert. Saga kristinnar kirkju segir frá ýmsum vafasömum kenn- ingum, sem einlægir trúmenn hafa boðað en lítt falla að hugmyndum nútímamanna. Lúterskur rétttrúnaður taldi ungbörn, sem dæju óskírð, fara á mis við sáluhjálp. Kalvin hélt því fast fram, að guð hefði í upphafi ákveðið suma menn til eilífrar sælu en aðra til eilífrar glötunar o.s.frv. Réttarvitund og sam- vizka nútímamanna mun al- mennt líta svo á, að slíkar hugmyndir séu guði ósam- boðnar, eins og Órigenes sagði. Þá hefur margur átt erfitt með að koma því saman, að sá væri bæði algóður og al- máttugur, sem léti verulegan hluta barna sinna hreppa eilífar kvalir. Margir foreldrar hafa mæðu af börnum sínum og sjá þeim farnast illa, en það eru ekki almáttugir for- eldrar. Matthías Jochumsson nef ndi líka útskúfunarkenning- una „lærdóminn Ijóta, sem svo voðalega afneitar guðs vísdómi, almætti og gæzku“. En hvað er aðalatriði þessara mála? Er ekki ástæða til að trúhneigðir menn reyni að sameinast um það, sem er kjarni trúarlífsins ? Er það ekki aðalatriðið, að menn eigi sér trúarlíf, sem gerir þá betri menn og er þeim styrkur, verður þeim vörn gegn því að „áhyggjur heimsins og tál auðæfanna og girndir til annarra hluta koma inn og kefja orðið og það verður ávaxtarlaust“. Geta menn ekki sameinast í því trúarlífi, sem gerir þá óháðari hégóma líðandi stundar, fyllir þá trausti þess, að yfir þeim sé vakað og verður þeim bæði hvöt og hjálp til að leita sér fulltingis, sem ekki er af þessum heimi?. Við þekkjum menn, sem alltaf vilja láta gott af sér leiða, koma hvarvetna fram til góðs og horfa jafnvel hvorki í fé né fyrirhöfn til að verða áhugamálum sínum að liði. Það eru slíkir menn, sem stundum gleyma sjálfum sér vegna löngunar sinnar að verða öðrum að liði. Heilbrigt trúarlíf er mönnum hvöt og styrkur í slíkri þjónustu, en þjónusta með sliku hugarfari gerir mennina stærsta og er þeim meira virði en allt annað. Kristilegt uppeldi hefur alltaf að því stefnt. Og þörfin fyrir slíkt uppeldi er sízt minni nú en áður. í * ! ! i i Mýrakirkju j ! ! Bjart er yfir láði, legi Ijósið sólar vermir jörð. Eftir kaldan ísavetur aftur lifna tún og börð. Dýraf jarðar grundir grænlca grær á Skaga, í Lambadal. Vorsins dgru hörpu hljómar hrífa fólk um strönd og dal. Börn hins Dýra ■— fagra fjarðar finna ennþá bernsku óm. Ctivistar árin mörgu ekki liafa svæft þann hljóm. Hugir leita heim að Skaga hér var barnsskóm slitið fyr. Föðurást og móður minning munans kenndum opna dyr. Hugir leita helgrar kirkju heiti sveitar enn sem ber, að lyfta hennar Ijóssins orku lengra, hærra kjósum vér. Því skal táknið helga hreina hennar lýsa dimma nátt, svo að pílagrímsins ganga greini ávallt krossins mátt. öll við viljum ennþá mæta inn við krossins helgu vé vandamenn og vinir allir virðing, elsku láta í té. Foreldranna minning mæta mega vekja á helgum stað verða mun oss Ijóssins lampi leiðarstjarna á enda hlað. Helgistundar höfum notið heimamenn og gestir nú. Tryggð yðar við ætt og óðal ávallt veri bifröst sú sem að lyfti lífs á brautum lengst og bezt í sólar átt, að í söngsins lielgum hljómum hreinan skynjum vaxtar mátt. 27. 6. 1965 I G.F.D. | I bréfi sem fylgdi kvæðinu segir höfundur: að það ! hafi orðið til síðastliðið sumar, er böm Bjama frá j Skaga og Gunnjónu Vigfúsdóttur gáfu Mýrarkirkju J ljóskross og létu setja hann á kirkjuna, henni að kost- j naðarlausu. Böm þessara hjóna voru 15, en eru nú 13 ! lifandi. Þau mættu öll að Mýrum þegar krossinn var j afhentur og fengu síra Eirík J. Eiríksson til messu- j gerðar. Fjölskyldan öll var um 50 manns, og var kirkjan j þéttsetin við þetta tækifæri. j ! *--------------------------------------------------* ! i ! ! ! ! Guðjón F. Davíðsson: Helðúlund

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.