Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1965, Page 17

Ísfirðingur - 15.12.1965, Page 17
ISFIRÐINGUR 17 hefja ferð til Kirkjubæjar eftir hádegið. Á leiðinni til bryggju sagði hann sögur, m. a. af draumum sínum og dul- rænni reynslu. Sú var ein þeirra að hann kom til Reykja- víkur og gekk þar um götu. Sér hann þar þá íslenzkan út- gerðarmann, sem hann þekkti og hafði átt skipti við, og var sá maður auðkenndur mjög á göngu. Guðmundur átti ann- ríkt og vildi ekki gefa sér tíma til þess að tala við hinn. En hann stefndi til Guðmund- ar, sem þóttist þess fullviss, að hann hefði séð sig og væri ekki sæmandi að skunda frá honum. Leit Guðmundur þá í kringum sig. En að því loknu var útgerðarmaðurinn horfinn. Þótti Guðmundi hann furðu fljótur að skjótast í þvergötu, en hélt áfram sinni ferð á áfangastað og hitti þar reyk- vískan kunningja sinn. Kom þar tali þeirra, að Guðmundur sagði, hvem hann hefði séð á götunni. „Talaðir þú við hann?“ spurði Reykvíkingur- inn, en Guðmundur sagði allt sem var. Reykvíkingurinn brá sér þá til hliðar og sótti Morg- unblaðið og sýndi Guðmundi þar tilkynningu um jarðarför útgerðarmannsins, er færi fram daginn eftir. „Hann vill að þú sért við útförina sína,“ sagði maðurinn. Það sagði Guðmundur, að íslenzkur spíritisti hefði sagt við sig, að skyggni hans væri mikil guðs gjöf. En hann svar- aði: „Það er sú guðs gjöf, sem ég vildi vera laus við, að sjá dauða menn.“ Kirkjubæjarferðin var far- in í bílum, sem Færeyingar lögðu til. Sá hét Kjartan Mohr, sem bauð mér í sinn bíl. Ég kynntist honum þegar á sunnudag á Skansinum, en hann er forstjóri fyrir skipa- smiðju í Þórshöfn og lögþings- maður, en lögþingið er alþingi Færeyinga. Mohr er að vísu eini þingmaðurinn fyrir sinn flokk, en þó virðist hann vera valdamikill maður, því að hann hefur þá lykilaðstöðu að vera 15. maður í stjórnar- flokkunum, en stjórnarartd- staðan er 14, og 29 menn sitja á þingi. Eru þeir nú í stjóm- arandstöðu, sem vilja halda sambandinu við Danmörku, sambandsflokkurinn og jafn- aðarmenn, en að landsstjórn- inni standa 4 flokkar: sjólv- stýrisflokkurinn, fólkaflokkur- inn, tjóðveldisflokkurinn og flokkur Kjartans Mohrs, en mig minnir að hann heiti framburðsflokkur. Það sögðu mér góðir menn, að tilvera þess flokks byggðist algerlega á Kjartani. 1 bíl með Kjartani var meðal annarra séra Harald Hope. Vom þeir báðir málglaðir og urðu fjömgar umræður í bíln- um og bar margt á góma. Meðal annars sagði prestur: „Mammon er aldrei idealist.“ í Kirkjubæ áttum við ágætan dag. Páll bóndi Paturs- son flutti þar ræðu og rakti sögu Kirkjubæjar, en Sverri Dahl fomfræðingur skýrði frá fornleifagreftri þeim, sem far- ið hefur fram í kirkju staðar- ins, Ólafskirkju. Sú kirkja er mjög gömul, og víst er hún eldri en Magnúsarkirkjan, sem var í smíðum kringum 1300 á dögum Erlends biskups í Kirkjubæ. Aldrei komst svo langt að steinþak yrði látið á þá kirkju, en hún sýnir stór- hug Færeyjabiskupa, því að hún er ekkert smásmíði, 28 metra löng og veggimir 9 metra háir hlaðnir úr grjóti. Talið er að kirkjan hafi verið vígð með bráðabirgðaþaki, ef til vill aðeins tjaldað á sperr- ur. Bjarhúsin í Kirkjubæ em einnig afarforn og merkileg. Þeim hefur verið ágætlega við haldið og þar er mjög gott safn gamalla muna og áhalda. Er þar margt að sjá úti og inni. Páll Patursson á enn heima í Kiskjubæ, en við búi hefur tekið þar Jóhannes sonur hans. Allur mannfjöldinn fékk veitingar á staðnum, brauð og öl eða aðra drykki og var ríkulega fram borið. Þar bragðaði ég fyrst hinn gamla þjóðrétt Færeyinga, skerpu- kjötið, þurrkað og bragðmik- ið. Þótti mér það allgott þegar í stað. Veður var gott, og Norð- menn dönsuðu þjóðdansa á túnflöt utan við bæjarhúsin. Nutu gestirnir dvalarinnar prýðilega á þeSsum vel varð- veitta sögustað. Á þriðjudagskvöld var ég | heima hjá D. P. Danielsen eins og oftar. Þá hringdi hann til Erlends Paturssonar og fékk hann á fund okkar. Er- lendur er yngri bróðir Páls í Kirkjubæ. Hann á sæti í landsstjóminni og er foringi þjóðveldisflokksins, sem er sá flokkur, sem mest vill hraða skilnaði við Dani, en aðrir vilja fara hægar. Stjórnarand- stöðuflokkarnir telja hins veg- ar engan fjárhagsgrundvöll fundinn fyrir Færeyjar sem sjálfstætt ríki. Ekki tel ég mér fært að dæma um þau mál, en hitt er víst að þjóð- ernishreyfing Færeyinga og sjálfstæðisbarátta hefur unn- ið þeim mikið gagn. Þegar Erlendur kom inn úr dyrunum, hélt hann á blað- vöndli miklum og sagði: „Mér datt í hug að þú værir kann- ske framsóknarmaður og kom hérna með Tímann handa þér.“ Þótti mér að vísu gott að sjá í blaðinu, að síldarflot- inn væri aftur kominn á veið- ar, en verkfalli skipstjóranna var ekki lokið, þegar ég fór frá íslandi. Erlendur gekk í mennta- skóla á Islandi og hefur haft gott samband við Islendinga. Hann talar íslenzku svo vel, að ekki gat ég að því fundið. Þekking hans á íslandi og ís- lendingum er mikil. Mig rak í rogastanz, þegar hann spurði: „Er ekki Garðar Finnsson skipstjóri frá önundarfirði ?“ Það kom á daginn, að Erlend- ur hafði fyrir skömmu farið til íslands og dvalizt með Garðari til þess að kynna sér skip hans og veiðitækni. Erlendur gaf mér fyrsta bindi af Færeyjasögu, sem hann hefur skrifað. Er það fyrst og fremst stjómmála- saga fram til ársins 1298, lítil bók, en mér þótti hún afar skemmtileg að lesa. Fyrri hluti miðvikudagsins var ætlaður til þess að ganga um í Þórshöfn og skoða söfn og fleira. En með því, að ég hafði nokkuð kannað bæinn og þurfti að hitta íslenzka Óskum starfsfólki voru á sjó og landi og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með þakklæti fyrir líðandi ár. Víhingur hf. ísafirði. Gleðileg jól Farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Gísli Viliíorsson múrarameistari Patreksfirði. Gleðileg jól. Farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Valgeir Jónsson raffvirkjameistari Þórsgötu 8 Patreksfirði. Óskum Gleðileg jól Gleðileg jól. starfsfólki Farsælt nýtt ár Farsælt nýtt ár. og viðskiptavinum Þökkum Þökkum gleðilegra jóla viðskiptin viðskiptin og á líðandi á árinu góðs og farsæls ári. sem er nýjárs. að líða. Þökkum viðskiptin. Trésmíðaverkstæði Vinnuver Baldvin Kristjánsson Páls Guðíinnssonar Mjallargötu 5 rafvirkjameistari húsasmíðameistara lsafirði. Patreksfirði. .—— Patreksfirði. Bolvíkingar - nágrannar Höfum nú sem fyr, fallegt og mikið úrval af allskonar gjafavörum. Stærri hemilistæki svo sem kæliskápar, þvottavélar o.fl. koma venjulega með nokkurra daga fyrirvara. Húsgögn og allskonar húsbúnaður með hagstæðum kjörum. Áherzla lögð á að varan mæli með sér sjálf. Verzlunin Virkinn hf. Bolungavík — Sími 66. Öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd á 70 ára afmæli mínu þann 8. október s.L, með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum, færi ég mínar innilegustu þakkir. Guðmundur Pálsson Mánagötu 3, Isafirði. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskipíin á líðandi ári. Hf. Smjörlíkisgerð Isafjarðar

x

Ísfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.