Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1965, Blaðsíða 15

Ísfirðingur - 15.12.1965, Blaðsíða 15
ÍSFIRÐINGUR 15 sínu móðurmáli, en það hefði ekki gefist vel. Betra væri að allt væri flutt á norsku eða „skandinavisku" svo nefndri, en það er t.d. danska borin fram sem norska eða íslenska. Þetta taldi hann að flestir Færeyingar mundu skilja, en síður íslenzku, og Norðmenn mundu hvorki njóta færeysk- unnar né íslenzkunnar. Þess vegna hefði hann ákveðið að tala norsku, það sem hann segði sem formaður mót- tökunefndar. Aðalræðumenn Færeyinga mundu hafa sama hátt á, tala dönsku eða norsku eða eitthvað þar á milli. Sá ég nú mína sæng upp reidda. Ekki var um annað að gera en reyna að flytja mál sitt svo, að skiljanlegt yrði, þó að engum léti það vel í eyrum. Sigurð Joensen kom nú einnig til fundar við okkur. Hann er hressilegur maður, svipmikill og snjall í máli og talar íslenzku eins og hinir. Má að vísu heyra það, að enginn þeirra er íslendingur, en málið er þeim tiltækt. Páll gekk í menntaskóla í Reykja- vík og var þar skólabróðir Ásgeirs Ásgeirssonar og Ólafs Thors. En þeir D.P. og Sigurð Joensen stunduðu háskólanám í Damörku og tepptust í Kaupmannahöfn til stríðsloka 1945. Höfðu þeir þar mikinn félagsskap við íslenzka stúd- enta, en minni við danska. Ég notaði föstudaginn sem bezt ég gat til þess að koma saman ræðustúf á einhverju norrænu máli eða mállýsku, keypti mér norsk-danska orða- bók til leiðbeiningar og nýlega norska bók um Færeyjar eftir rithöfundinn Nils Brant- zeg. Það stóð í dagsskrá mótsins, að Norðmenn kæmu til Þórs- hafnar kl. 14 en þeir hrepptu slæmt veður, og seinkaði það ferð þeirra. Komu þeir ekki að bryggju fyrr en kl. 22. Hafði ég því góðan tíma til að endur- semja ræðuna og litast um í Þórshöfn. Þegar Normenn lögðu skipi sínu að hafnargarðinum, var mikill fjöldi Færeyinga kominn þangað til að fagna þeim og voru margir í þjóð- búningum. Gengu Norðmenn síðan á bryggju og sýndu þá þegar nokkra þjóðdansa. Var allur þorri Normanna í þjóð- búningum, og voru þeir allmjög sundurleitir eftir héruðum, en allir skrautlegir og vel bornir. Þjóðbúningur Færeyinga er hins vegar sá sami fyrir allar eyjarnar, þótt hann geti að vísu verið með nokkrum tilbrigðum. Á hafnargarðinum blöktu margir fánar, og skiptust þar á norskir, færeyskir og ís- lenzkir fánar, allir þrílitir, rauðir hvítir og bláir og allir með tvöföldum krossi. Voru þeir hafðir þar uppi á hverjum degi meðan mótið stóð. Af bryggjunni var gengið í skrúðgöngu til barnaskólans í Þórshöfn, en þar var haldin móttökusamkoma. Henni stýrði Páll Patursson, en aðalræðuna af hálfu Færeyinga flutti skáldið Hedin Brú. Ávörp voru flutt af Normönnum og ég flutti kveðju frá Islandi og afsökun fyrir aumri þátttöku. I Þórshöfn var gott veður þennan dag, og kvöldið var milt ok kyrrt. Færeyjar tóku mjúklega við gestum sínum, og yfir Þórshöfn lá yndi sumamæturinnar, þegar gengið var frá barnaskólanum. Á sunnudaginn var guðs- þjónusta í Þórshafnarkirkju kl. 11. Færeyskur prestur þjónaði fyrir altari, en prédikun flutti norski prestur- inn Harald Hope, sem komið hefur 6 sinnum til íslands og mörgum Islendingum er að góðu kunnur. Var ræða hans fagur gleðiboðskapur og ágæt- lega fluttur. Við hlið mína í kirkjunni sat færeysk kona, sem ég veit engin deili á. Hún lagði stund á að halda sálmabók sinni þannig, að ég sæi sem bezt á hana. Raunar söng ég ekki þar heldur en annars staðar, en mér þótti gott að geta fylgzt með því, sem verið var að syngja. Og þar sá ég og heyrði þessa bæn í sálmi eftir Mikkjál á Ryggi: „AI upp mann og moy við sið og sóma, Gev teim mót og magn og vit til dóma.“ Auðvitað var þetta í fyrsta sinn, sem ég sá færeyska sálmabók, en það eru heldur ekki mörg ár, síðan Færeying- ar sjálfir sáu hana í fyrsta sinn og danska sálmabókin hvarf úr kirkjunum. Ég hef síðan séð, að í þessari sálma- bók eru margir sálmar þýddir úr íslenzku, og hafa sumir þeirra lítið breytzt í þýðing- unni. Þar eru t.d. þessi vers úr ' nýárssálmi Matthíasar Jochumssonar: „Hvat boðar nýárs signað sól? Hon boðar náttúrunnar jól. Hon birtir lív, hon gevur ráð, Hon Ijómar heit av Drottins náð. Hann hoyrir stormsins hörpu- slátt. Hann hoyrir barnsins anda- drátt. Hann hoyrir sínum himni frá Hvört hjartaslag tétt foldum á.“ Klukkan 4 síðdegis á sunnu- daginn hófst útisamkoma á Skansinum. Þar er gamalt virki á höfða ;austan við aðal- bæinn í Þórshöfn. Hafnar- garðurinn er vestan undir höfðanum og meðfram honum hggur vegurinn ofan úr bæn- um fram til skipanna, — skemmtileg leið en stundum nokkuð þröng, ef umferð er mikil af mönnum og bílum. En út á Skansinn verður gengið eftir hæðargötu innan úr bænum, en þangað má líka ganga beint af hafnargarðin- um. Magnús Heinason lét hlaða virkisveggina á höfðanum um 1580 og flutti þangað fall- byssur til að verja staðinn. Magnús er þjóðhetja Færey- inga, en hann var mikill sæ- garpur, kaupmaður og víking- ur. Hann friðaði eyjamar fyrir sjóræningjum, sem áður höfðu verið þar tíðir gestir. En hann mun hafa verið ráð- ríkur og tiltektasamur og eignaðist óvini í Danmörku. Einn af þeim komst til mikilla valda á bernskuárum Krist- jáns 4. Það var Kristófer Valkendorf, sem m.a. var hirðstjóri yfir Islandi. Hann náði Magnúsi á sitt vald í Danmörku, bar á hann margar sakir, lét dæma hann til dauða og höggva þegar í stað. Sag- an segir, að þegar Magnús var leiddur að höggstokknum og bundið fyrir augu honum, hafi hann rifið klútinn frá augun- um og mælt: „Komið hafa sverðseggjar fyrir augu mín áður, en skjálf þú eigi, böðull, er þú höggur saklausan mann.“ Segja má, að önnur þjóð- hetja Færeyinga sé Nólseyjar- Páll. Hann var sjógarpur mikill og átti heima í Nólsey, sem blasir við af Skansinum og liggur úti fyrir Þórshöfn og skiptir sjónum í tvær skipaleiðir, aðra til suðurs, en hina til norðurs og austurs. Páll var uppi um aldamótin 1800, smíðaði allstórt þilskip og vann á því ýmis afrek á styrjaldarárum. Auk þess var hann skáld gott og orti eink- um skopkvæði, sem jafnframt voru ádeilukvæði. Er Fugla- kvæðið þeirra frægast. En þar teflir hann fram sjálfum sér og ýmsum samtíðarmönnum í fuglsgervum. Er hann sjálfur tjaldurinn, og hefur sá fugl síðan orðið að nokkurs konar tákni fyrir frelsisbaráttu Fær- eyinga. Nólseyjar-Páll fórst með skipi sínu árið 1809, rúm- lega fertugur að aldri. Útisamkoman á Skansinum var hin skemmtilegasta. Brekkan undir virkisveggnum og flötin fyrir neðan hana voru nýlega slegnar, og lá heyið hálfþurrt og ylmandi í flekkjum til hliðar við aðal- samkomustaðinn. Léttskýjað var og oftast sólskin, logn var á og hlýtt í veðri. Mikill f jöldi fólks kom á Skansinn, ungir og gamlir, því að gott var að vera úti og gleðjast með glöð- um. Páll Patursson stýrði sam- komunni skörulega og kynnti þau atriði er á dagskrá voru. Fyrsti ræðumaðurinn var Norðmaðurinn Olav Rytter, útvarpsmaður og skáld gott. Ræddi hann um Færeyinga og Norðmenn sem tvær þjóðir af sama stofni. Dvaldi hann eink- um við færeyska dansinn og hvers virði hann hefði orðið Norðmönnum, er þeir endur- vöktu þjóðdansa sína. Frá næstu ræðu var sagt á þessa leið í Dagblaðinu, sem kom út í Þórshöfn 6. júlí. „Annar röðarin var Islend- ingurin Guðmundur Kristjáns- son, sum sagði frá, at teir vóru ikki komnir mannsterkir úr íslandi, tí hann var so vítt hann visti einasti luttakarin. Hann talaði um frændatjóð- irnar Noreg, Föroyar, Island, sum allar vóru sprotnar av sama uppruna. Hann nevndi tað, at hóast föroyingar komu nógv til Islands, so kendu ís- lendingar lítið til Föroyar og leið teirra lá ofta longur fram.“ Þriðju ræðuna hélt Sigurð Joensen. Var hún einkar snjöll og hressilega tekið á stórmál- um samtíðarinnar. Lagði hann áherzlu á það, að menn og þjóðir mættu ekki glata sér- kennum sínum í glaum og ysi nútímans, og gott væri frænd- um að finnast og minnast sameiginlegra erfða. Að loknum þessum ræðum sýndu Norðmenn þjóðdansa. Hátíðin á Skansinum. Norðmenn í þjóðbúningum. Lengst til hægri Knut Fortun og við hlið hans Solveig Naustvik. Á miðri myndinni er formaðurinn í Noregs Ungdoms- Iag (með hægri hönd á lofti.)

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.