Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1965, Síða 6

Ísfirðingur - 15.12.1965, Síða 6
6 ISFIRÐINGUR HALLDÓR HBISTJÁNSSON: Hverjir eru krisínir? með sömu ummerkjum og um getur í sögum Selmu Lagerlöf. Timburiðnaður er þarna mjög mikill. Stórir timbur- hlaðar lágu þarna við verk- smiðjuna skamt frá stöðvar- húsinu. Það, sem einkum dregur ferðalanga til Rottneros, auk hinna sögulegu minninga, er hinn fagri lystigarður. Hafa margir sérfræðingar Svía á þessu sviði lagt sig fram um að skapa þarna einn smekk- legasta lystigarð á þessum slóðum. Þar eru víðir gras- lundir, trjágróður margvís- legur, gosbrunnar óvenju stór- ir, og margar myndastyttur af ýmsum frægum Svíum, svo sem Selmu Lagerlöf, Gustav Fröding, og mig minnir Vern- er von Heidenström. — Þessi stórskáld voru öll upprunnin úr Vermalandi. Þar er líka stórt líkneski og haglega gert af einum fremsta garðmeist- aranum. Ég stanzaði þiarna of skamma stund til þess að geta öðlazt sanna og varanlega mynd af skrautgarði þessum. Útsýnið er líka mjög við- kunnanlegt yfir Frykenvatnið og nærliggjandi skógi krýnd héruð. Nú var ferðinni heitið til Marbacka. Tjáði afgreiðslu- maðurinn mér að ég yrði fyrst að fara til Sunna, og þaðan væri áætlunarbifreið til Mar- backa, sem tæki tvær til þrjár klukkustundir báðar leiðir. — Hann kvaðst ekki betur vita en húsið þar væri ennþá opið. Þegar til Sunna kom var mér skýrt frá því, að Marbacka hefði verið lokað 20. septem- ber, en nú var 22. Varð ég því að láta mér nægjta, að sjá íramhlið hússins, vafið trjá- gróðri hinsvegar við Fryken- vatnið. — Byggingin sjálf að sjá sviplík húsum á stærri bú- görðum þar um slóðir. Hélt ég síðan aftur til Karlstad. Litaðist ég nokkuð um í bæn- um um kveldið. Karlstad er snotur borg með breiðum strætum, og all glæsilegum verzlunarbúðum í miðbænum. Þiar eru líka stór gistihús. Klarelfin liðast lygn um bæ- inn. „Við fáum vatnið frá Norðmönnum,“ sagði bæjar- búi einn við mig. Morguninn eftir tók ég mér far með hraðbrautinni aftur til Gautaborgar. Snaraði ég mér fyrst á skrifstofu Loft- leiða og spurðist fyrir um flugfar til Osló. Jú, hún fer um áttaleytið í kvöld. Hrað- aði ég mér í bæinn til þess að sjá eitthvað af dýrð Gauta- borgar á nokkrum klukku- stundum. Gautaborg er veru- lega falleg borg, sýnist mér. Fjöldi fagurra stórbygginga, kirkjur tígulegar og bankahús stór. — Mikill trjágróður, en þó ekki til að byrgja verulega útsýn, eins og í sumum norsk- um bæjum. Hafnarvirkin eru ákaflega rammleg og allt ber vott um voldugt athafnalíf. Haldið heim. Á tilskildum tíma stikaði ég inn á skrifstofu Loftleiða, og þaðan á flugvöllinn. Flug- vélin var tæpa klukkustund tii Osló. Man ég hrafnagang far- þeganna tun að hremma toll- skyldan varning úr körfu flug- þemanna, mest tóbak og vín, því stuttur tími var til stefnu í lendingarstaðinn. Ég hafði pantað gististað í Osló. Fékk ég herbergi á Norum-hóteli á Byggðaey, við- kunnanlegt, fremur lítið gisti- hús. Gistihússtjórinn tjáði mér að ýmsir íslendingar hefðu fengið þar herbergi í sumar. — Þaðan er einungis um 10 mínútna akstur inn á Karl Jóhanns-götu. Skrifstofa Flugfélags islands er þar rétt hjá í lítilli hliðargötu úr torginu. Ég hafði hugsað mér að staldra í Osló til mánudags. En á skrifstofunni fékk ég að vita að flugvélin færi til Reykjavíkur eftir tvær klst., en næsta flugferð frá Osló væri síðari hluta þriðjudags, nú var laugardagur. Ég fór nú lað hugsa mér að leita uppi einhvern íslenzkan ferðalang, en ungfrúin á skrif- stofunni vissi ekki um neinn slíkan, og virtist mér lítið í það varið að sveima einn um Oslo yfir helgina. •— Þar við bættist að dumbungsveður var, en þó ekki úrfelli.. — Af- réð ég því að taka flugfarið innan stundar. Flugafgreiðslumaðurinn var svo elskulegur að bjóða mér í bifreiðina með sér út á flug- völlinn, og taka tösku mína á gistihúsinu. Spjallaði ég síðtan stundarkorn við skrifstofu- fólkið. 1 bifreiðinni og af flug- vellinum sá ég allvel yfir hluta Oslóar, einkum úthverfin. — Ég hafði staldrað í Osló dag- stund fyrir 45 árum, og hugði nú gott til að kynnast borg- inni og umhverfi hennar bet- ur, en nú var loku fyrir það skotið. Um leið og ég steig upp í flugvélina, kvaddi ég Osló með sömu orðum og Stokkhólm forðum: „Hingað verð ég að koma aftur.“ Og nú verður hjól tímans og rás atvikanna að ráða því, hvort það heit verður efnt. Flugferðin yfir hafið var hin ákjósanlegasta, hægviðri Halldór Kristjánsson Ekki ætla ég mér að svara þessari spumingu, en hinsveg- ar tel ég ekki fjarri lagi að hugleiða kringum jólahátíðina sum þau atriði, sem óhjá- kvæmilega hljóta tað koma til greina ef menn vilja gera sér grein fyrir því, hvernig mætti svara. Svo mikið er víst, að nú virðast vera skiptar skoð- anir um það hér á landi — og það engu síður innan þjóð- kirkjunnar — hverjir verð- skuldi iað heita kristnir. Biblían er skilin á ýmsa vegu. Það er ekkert nýtt í því, þó að menn deili innbyrðis um trúarskoðanir. — Biblíutrúir menn skiptast í margar deild- ir. Mér er það minnisstætt frá því að ég var blaðamaður hjá Tímanum, að okkur biarst grein frá Hvítasunnumanni einum um skírnina. Hann hélt þar fram skoðunum síns trú- flokks, að ekki ætti að skíra börn á óvitaaldri. Einn af fyrirmönnum í K.F.U.M. í Reykjavík svaraði honum. Af þessu varð nokkur ritdeila milli þeirra. Báðir ræddu mál- in rökfast og rólega, — mynd- arlega og málefnalega. Báðir virtust traustir og öruggir og bjart yfir. Við komum austarlega að íslandi, flugum síðan með jöklunum mjallhvít- um og tígulegum, yfir Skafta- fellssýslu og efri byggðir Rangárvalla og Árnesþings. Um Laugavatn og Þingvalla- vatn, og síðan beina línu á Reykjavíkurflugvöll. Þá var nú ferðin raunar á enda, því ísafjarðarleiðina þarf ekki að þylja. Biblíutrúarmenn og vitnuðu óspart í heilaga ritningu máli sínu til stuðnings. En bilið á milli þeirra mjókkaði ekki. Hátíða trúarjátning Svía. Einhverjiar frægustu deilur kirkjusögunnar stóðu snemma á fjórðu öld. Prestur einn í Egiftalandi, — Arius að nafni — hélt því fram að sonurinn og faðirinn væru ekki eitt. Ef sonurinn væri getinn af föð- umum hlyti það einhvert tíma að hafa gerzt og þá hefði son- urinn ekki verið til frá upp- hafi eins og faðirinn. Af þessu hlutust mikliar deilur og því boðaði Konstan- tínus keisari hinn mikli til mikils kirkjuþings í Niken. Þar voru hátt á þriðja hundr- að biskupar og þessi mál rædd af mikilli alvöru. Hét sá Athanasius sem einkum hafði orð fyrir andmælendum Arí- usar. Hann játaði það að sönnu, að erfitt væri að hugsa sér þrjár persónur í einni persónu en þar yrðu menn að beygja skynsemi sína fyrir dularmætti þrenningarinnar. Þar með var kirkjan komin á þann grundvöll, sem entist henni lengi, — samanber það, að í Helgakveri segir, að vér fáum ekki skilið þrenningar- kenninguna í þessu lífi. Þetta kirkjuþing í Niken endaði með því að samþykkja trúarjátningu, því að þetta var árið 325 og áður en kristnin átti nokkna viðurkennda alls- herjar trúarjátningu. Þar seg- ir svo: „Vér trúum á einn Guð, almáttugan Föður, skapara allra hluta sýnilegra og ósýni- legra; og á einn Drottinn Jesú Krist, son Guðs, getinn — en ekki skapaðan, sem er af sama kjarna og faðirinn — sem vegna vor mannanna og hjálpræðis vors kom niður og var gerður hold, var gerður maður, sem þjáðist, reis upp aftur á þriðja degi, steig upp til himna, og mun koma og dæma kvika og dauða . . . “ Þessi trúarjátning var auk- in og endurskoðuð á kirkju- þingi í Konstantinópel 362 og í þeirri mynd, sem hún hlaut þar, varð hún trúarjátning rómversk-kaþólsku kirkjunn- ar. Síðan 1917 er hún eins kon- ar hátíða trúarjátning í Sví- þjóð, þannig að prestar sænsku þjóðkirkjunnar mega lesa hana eða tóna fyrir altari á stórhátíðum kirkjunnar. Þar segir m.a. svo: „Ég trúi á . . . einn Drottinn Jesú Krist, guðs eingetinn son, fæddan af föðumum fyrir alla tíma, guð iaf guði, ljós af ljósi, sannur guð af sönnum guði; fæddur og ekki skapaður, sama eðlis og faðirinn ..." PostuIIega trúarjátningin. Sú trúarjátning, sem við höfum vanizt, er byggð á forn- um skírnarformála, sem not- aður var um 200. Hann var í þremur greinum og hver grein í þremur liðum: „Ég trúi á Guð föður al- máttugan og hans eingetinn son, Jesú Krist, Drottinn vom, og heilagan anda, upprisu holdsins og heilaga almenna kirkju.“ Með þennan skírnarformála var farið nokkuð frjálslega og hann notaður í ýmsum til- brigðum þar til sú helgisaga kom upp í Róm á þriðju eða fjórðu öld, að þar væri um að ræða trúarjátningu postul- anna. Þá var farið að vernda hana óbreytta og hvorki þol- að viðbót né frávik. Á sjöttu öld þokaði samt þessi ti’úar- játning úr rómverskum mess- um fyrir þeirri sem áður er getið. En um 800 mun hafa verið tekin upp við skím í rómversku kirkjunni, sú trú- arjátning, sem okkur hefur verið kennd. Franska kirkjan hafði notað hana, stofninn var hin forna rómverska trúar- játning en aukið inn í nokkru úr fornum kvöldmáltíðarfor- mála. Á þessa játningu yfir- færðist svo sögnin gamla, að hún væri postulleg og má vel vera, að það hafi ráðið úrslit- um um það, að Luther valdi kirkju sinni hana. Sameiginlegt mun það vera með þessum trúarjátningum, að þær eru settar saman til að útkljá trúarlegar deilur og kveða niður vissar skoðanir. Innan fornkirkjunnar höfðu þróast ýmsar hugmyndir. Þar voru menn, sem héldu því fram að Kristur hefði verið maður, gæddur ópersónulegum guðlegum krafti og aðrir, sem

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.