Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1965, Síða 16

Ísfirðingur - 15.12.1965, Síða 16
16 ISFIRÐINGUR Var þar unun á að horfa, er nokkrir tugir af fríðu fólki tóku höndum saman og stigu hringdansa á flötinni í skraut- legum þjóðbúningum. Verður mér jafnan í minni fegurðin, þegar dansað v:ar „Ung Ás- laug gekk í björkeskog." Söng- raddirnar fluttu unaðslega þetta fagra kvæði og dansinn var hrífandi. Margir aðrir hringdansar voru sýndir, en einnig tvímenningsdansar, þar á meðal fjörugir stökkdansar úr uppsveitum. Stjómandi þjóðdansanna var einn af far- arstjórum Norðmanna, Johan Krogsæter. Þarna léku Norðmenn einn- ig á fiðlur og einn þeirra lék á hin fornu blásturshljóðfæri, svo sem hafurshom og langa hljópípu úr tré. Um kvöldið var efnt til mik- illar danssamkomu í Þórshöfn. Voru þar dansaði þjóðdansar einir og mest þeir færeysku. Þar er alltaf dansað á einn hátt, og em sporin auðlærð, enda tóku flestir Norðmenn þátt í dansinum. Með dansi þessum simgu Færeyingar mörg af sínum danskvæðum, gömlum og nýjum, en flest þeirra em löng sögukvæði. Viar það furðulegt, hve þol þeirra var mikið við sönginn og dansinn, en sviti rann þar af mörgum manni. Áhorfendum að slíkri sam- komu sem þessari verður það fyllilega ljóst, hve mikils virði dansinn hefur verið Færeying- um og þjóðernishreyfingu þeirra og hvemig danskvæðin hafa geymt mál þeirrn öld eftir öld. Tveir menn era mér einkum minnisstæðir frá þessu kvöldi. Annar þeinra hét Gregorius Matzen og var vel hálfníræður að aldri. En hann var með þeim fjörmestu og þolnustu í dansinum. Stundum söng hann fyrir. Svo er sagt, að hann hafi verið þátttakandi í þjóð- dansaferð til Noregs árið 1925 cg þá hafi einn í hópnum kveðið svo að orði: „Til hvers eigum við að hafa karlinn með?“ En „karlinn“ hefur áreiðanlega staðið sig þá, bæði með fjör og þrek og kunnáttu, ef dæma má eftir því hver æskubragur var yfir honum 40 ámm síðar. Þrátt fyrir það bar andlit hans með sér að hann var tekinn að eld- ast. En hinn maðurinn var áreiðanlega á yngri ámm. Hann var oft forsöngvari. Þessi maður hét Poul Eide. Ég sá það síðar, að hann hafði gefið út bók með gömlum danskvæðum. Það þótti mér engin furða, þó að slíkur áhugamaður um dansinn vildi kynna kvæðin landsmönnum sínum og láta þá eiga sem beztan aðgang að þeim. Á mánudaginn var farið í skemmtiferð á skipi Norð- manna. Það heitir nú Gann. Ekki veit ég, hvað það hét í fyrstu, en svo er sagt, að iðjuhöldurinn Krupp hafi lát- ið smíða það í Kiel árið 1924. Hann ætlaði sjálfur að nota skipið, og var það gert úr ryðfríu stáh. Það er talið 2500 lestir. Krupp átti skipið í nokkur ár, en hann var óhepp- inn í spilum, og þar virðist oft hafa verið lagt mikið und- ir. Lét hann að lokum amer- íska auðmanninn Vanderbilt hafa það upp í spilaskuldir. Vanderbilt gaf dóttur sinni skipið, þegar hún varð 18 ára. Þessi dóttir var Barbara Hutton, og hún ferðaðist mik- ið á skipinu, m.a. þrisvar sinn- um kringum hnöttinn. Á stríðsámnum 1939—1945 var skipið notað við England sem skólaskip fyrir sjóliðsforingja. Nú er það Sjómannaskólinn í Rogalandi sem á Gann. Gann lagði frá Þórshöfn kl. 8 og skyldi nú farið til Klakks- víkur og Austureyjar. Hópur Færeyinga tók þátt í ferðinni gestunum til leiðsagnar og skemmtunar. Meðal þeirra vom þeir Páll Patursson og Sigurð Joensen og Leiv Vogn- stein, ræðismaður Norðmanna í Þórshöfn. Snæddu allir morg- unverð í skipinu. Fararstjórar Norðmanna vom þar við völd: Johan Krogsæter, sem áður er nefndur, Knut Fortun, sem var formaður undirbúnings- nefndar Norðmanna, og Sol- veig Naustvik. Nú var haldið austur fyrir Austurey, sem liggur næst Stnaumey. Var fyrst farið til Klakksvíkur, sem er á Borðey. Þar er ágæt höfn. Klakksvík gengur næst Þórshöfn að mannfjölda, og hefur hún vaxið mest færeyskra bæja síðustu áratugi. Þar er nú mest útgerð í Færeyjum og íbúar á 5. þúsund manns. Þar em mörg hús með nýtízku- sniði, ekki sízt fiskverkunar- hús. Skoðuðum við þar eitt slikt hús nýbyggt og var þar fyrirhuguð margháttuð tækni. Sá heitir Kjólbro, sem á mest í útgerð og fiskverkun í Klakksvík og rekur þar einnig mikla verzlun. Kirkjan í Klakksvík er ný- lega smíðuð og er mikið hús, há til lofts og víð til veggja. Sóknarprestur var þar mætt- ur og lýsti kirkjunni. Minnir mig hann segði, að hún tæki 1000 manns og hefði kostað 12 milljónir króna, en fær- eyskar krónur jafngilda dönskum krónum. Bátur hangir í rjáfri kirkjunnar og virtist hann hafa verið smíð- aður til þess og aldrei hafa á sjó komið. Var engin negla í honum, enda ekkert neglugat- ið, og hafði einhver orð á þessu. Var mér sagt, að það hefði verið umdeild fram- kvæmd að hafa bátinn í rjáfr- inu. Vel trúi ég því, en fallegur var hann. Altaristaflan þekur allan gaflinn og sagði prestur, að hún væri gerð eftir mál- verki Joachim Skovgaards í Viborgardómkirkju á Jótlandi. Em á henni ýmsar helgimynd- ir, en kýr og komakur eru neðst á myndinni. Kirkja þessi var vígð fyrir tveimur árum. Ánægjulegt þótti mér að frétta það, að við vígsluna voru flutt tvö erindi úr Ljómum Jóns Arasonar, en það helgiljóð hefur geymst í Færeyjum og eru erindi úr því í sálmabókinni þar. Frá Klakksvík var farið um klukkan 12 og snæddur há- degisverður á leiðinni til Fuglafjarðar, en hann skerst inn í Austurey miðja, og er þar samnefndur bær. Þar. var stigið á land og htast um, en síðan stigu ferðamennimir í bíla til þess að aka nokkuð um suðurhluta Austureyjar, en Gann skyldi taka okkur í Skálafirði. Ekið var frá Fugla- firði suður til Götu, þar sem Þrándur bjó forðum. Þar var litast um, og formaður ung- mennafélagsins á staðnum flutti ávarp af dyraþrepum barnaskólans. Hann var reist- ur um 1930 og var fyrsta skólahúsið með nútímasniði í Færeyjum. Yfyir dyrum húss- ins standa þessi orð úr trúar- játningu Þrándar í Götu: „Sjái guð hluta minn.“ Frá Götu var ekið yfir háls til Skálafjarðar, en þar eru mörg þorp eða byggðir. Eitt þeirra heitir Skáh og er það talið á stærð við Þingeyri eða ef til vill Flateyri. Þar skoð- uðum við nýbyggt fiskverkun- arhús og drukkum kaffi á efstu hæð þess, þar sem á að vera matsalur starfsfólksins. Þetta var mikið hús og vel búið. Á Skála er einnig skipa- smiðja, þar sem stálskip em smíðuð, og er Kjölbro í Klakksvík eigandi hennar. Vakti það athygli mína, að skipasmiðjan skyldi standa þarna, en ekki í Klakksvík eða öðrum af stærstu bæjum eyjanna. En ef til vill er þetta gert til þess að dreifa atvinnu- verunum. í skipasmiðju þess- ari er hægt að smíða allt að 500 lesta skip. Eitt var nýlega hlaupið af stokkunum, en ann- að var í smíðum. Var þar unn- ið kappsamlega við logsuðu, en stórar járnplötur héngu í gálgum. Þarna var allt undir þaki og mátti segja, að unnið væri í skipasmíðahöll. 1 Skálafirði stigum við á skipsfjöl og héldum til Þórs- hafnar. Höfðum við margt séð um daginn, landslag og staði og fólk við önn og eril, en fyrst og fremst það, að fisk- verkun Færeyinga og skipa- smíðar em með miklum mynd- arbrag og stórhýsi í þágu þessara atvinnuvega rísa upp hér og þar um eyjarnar. Að kvöldi þessa dags geng- um við Danielsen um Þórs- höfn. Sýndi hann mér þá þann hluta borgarinnar, sem ég hafði ekki áður farið um. Elzta byggðin var úti á Þinga- nesi og þar héldu Færeyingar þing sitt í fornöld á klöppun- um frammi við sjóinn. Þá kom íjölmenni til Þórshafnar og setti búðir sínar svo sem ís- lendingar á Þingvöllum. Þar boðaði Sigmundur Brestisson kristni og þar var drepinn Karl hinn mærski, svo sem segir í Færeyingasögu. Síðar var einokunarverzlunin í Þinganesi. Munkastofa heitir það hús, sem elzt er á nesinu, það er æva gamalt. Fleiri hús eru þar fom. Þessi hús eru rauð eða svört timburhús og torfþak á sumum. Götur eru þröngar og krókóttar. Fagurt er að sjá til Þinga- ness yfir Eystravog, af Skans- inum og bryggjuvegi Færey- inga. Húsin hafa sérstæðan og viðfelldinn svip. Er mér sagt, að þau beri því vitni, að Þórs- höfn sé dóttir Björgvinjar í Noregi, svo sem lengi hefur verið kallað. Enn má segja, að Færeyjum sé stjórnað frá Þinganesi, því að þar situr landsstjórnin. En lögþingshúsið er uppi í bæn- um. Þar kemur lögþingið sam- an á ári hverju á Ólafsvöku- dag, dánardegi Ólafs konungs helga, en þá er mikill hátíðis- dagur í Færeyjum. Rétt ofan við Þinganes er Þórshafnar kirkja, gamalt hús. Götur eru fremur þröng- ar í þeim borgarhluta, sem næst er nesinu, enda byggðin gömul. Þegar kemur lengra upp í bæinn, em húsin nýrri og götur beinni og breiðari. Uppi undir hlíðinni er skrúð- garður Færeyinga. Það er all- mikill trjágarður og skemmti- legur að ganga um. Sést þar glöggt, að skógar geta vel þrifizt í Færeyjum, þó að þar sé skóglaust með öllu. 1 þess- um trjágarði er prýðileg standmynd, sett sem minnis- merki um færeyska sjómenn, sem fórust í heimsstyrjöldinni síðari, en þeir vom margir. Byggðin er nú komin all- langt upp með þjóðveginum og skrúðgarðinum eða jafnvel upp fyrir hann. Þar í útjaðri bæjarins er hús Williams Heinesens, en hann er nú frægasta skáld Færeyinga, en skrifar á dönsku, því að móðir hans var dönsk, og ólst Heine- sen upp við dönsku sem heim- ilismál. Heinesen var ekki í Færeyjum, meðan ég dvaldi þar. D. P. Danielsen var líka sjálfur að byggja sér hús fyr- ir ofan bæinn. Það var ekki mjög stórt hús, en byggt í gömlum færeyskum stíl sem ferhyrningur með opinn húsa- garð í miðju. Það er svart timburhús, hlaðið úr grjóti að neðan. Mörg hús í Þórshöfn em með kjallarhæð úr steini, en aðalhæðin er úr timbri. Þannig byggja margir enn í Þórshöfn, en í Klakksvík verk- uðu húsin á mann eins og þau væru stærri, þar var nokkuð af steinhúsum. Kringum Vestari vog (vest- an Þinganess) eru fiskiðju- verin, mörg þeirra myndarleg. Þar er einnig mikil skipa- smíðastöð, sem byggir bæði tréskip og stálskip. Lengra frá sjónum er landsbókasafnið, þjóðminjasafnið og lands- sjúkrahúsið, sem er nýlega byggt, mikið hús og vandað. Á þriðjudaginn fór ég í há- degisboð til Guðmundar Is- felds. Hann er roskinn maður af íslenzkum ættum, kominn af Isfeld hinum skyggna. Guð- mundur hafði heilsað mér á Skansinum á sunnudaginn, en lítið töluðum við þá saman. En á mánudagskvöld kom hann á minn fund og ræddi stund við okkur D. P. Bauð hann mér þá til matar daginn eftir. Guðmundur er maður skrafhreyfinn og fjölfróður. Þegar komið er inn til hans, blasir við þessi auglýsing: „Hér er ekki leyft að ganga á göddum." En þegar lengra er komið, laðast augu komu- manns að málverkum á veggj- um, íslenzkum og færeyskum. En það eru yfirleitt ekki stór- ar myndir, en fallegar og fjöl- breyttar. Guðmundur barmaði sér yfir því, að geta ekki fengið íslenzkt dilkakjöt nema sjald- an, það væri bezta kjöt í heimi. Ástralíukjötið, sem hann væri með núna, væri stórum lakara. Hann sagði, að stundum væri skyr frá Islandi fáanlegt í Færeyjum og lét vel yfir. Að lokinni máltíð fylgdi Guðmundur mér niður á hafn- argarð, því að þar átti að

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.