Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1965, Page 9

Ísfirðingur - 15.12.1965, Page 9
ÍSFIRÐINGUR 9 JtlHANNES DAVÍÐSSON: FRÁ LIÐINNI TÍÐ Jóhannes Davíðsson Það tíðkaðist mikið á 19. öld og fram að aldamótum a.m.k. að menn fóru aðdráttar- ferðir á vetrum héðan úr sveit til Isafjarðar, svo og að sjálf- sögðu úr Önundarfirði.Þing- eyrarhreppi og jafnvel af norðurströnd Amarfjarðar. Það mun hafa verið hvort tveggja, að meira var að fá þar af lífsnauðsynjum manna (matvöru) en á Flateyri og Þingeyri. Svo kann það oft einnig að hafa ráðið, að menn úr sveitunum vestan Breiða- dalsheiðar voru á fiski- skútum frá Isafirði á sumrum og hafa þá e.t.v. átt eitthvað af sumarhýru sinni inni í verzlunum þar, því þá var ekki sú öldin runnin upp, að mönnum við sjó og reitavinnu, væru goldin daglaun að kvöldi, og sízt í peningum. Það kann og að hafa ráðið nokkru um þessar tíðu ferðir, að er framá kom þ.e. útmá- uðum, hafi verið orðið ærið þröngt í búi margra. Menn búnir að ráða sig í skiprúm næsta vor, og fengið einhverja úrlausn upp á væntanlegt hálf- drætti. Að sjálfsögðu voru ferðir þessar farnar gangandi og menn báru byrðar sínar á bakinu. Bæði var það að snjór var oftast ófær hestum, og Breiðadalsheiði æfinlega ófær hestum alla vetur, þó að hestar hefðu verið ferðafærir á vetrum, en hestar voru þá ekki aldir svo vel að þeir væru til vinnu á vetrum. Þeir urðu oftast að láta sér nægja moðið frá kúm og kindum og rekjurnar utan með veggjum í heystæðum og það sem þeir gátu náð úti á beit, en þeim var beitt alia daga, þegar veður var ekki ófært. Hestar voru yfirleitt ekki notaðir frá haustnóttum til vordaga. Menn báru eða drógu á sjálfum sér, það sem nálgast þurfti. Einn af þeim mönnum sem báru mikið frá Isafirði á vetrum, var Jón Sigurðsson, síðar bóndi á Höfða. Hann var þrekmikið karlmenni. Einn veturinn sagðist hann hafa farið 18 ísafjarðarferðir, og einu sinni farið heim aftur sama daginn, en annars var það föst regla að gista á ísa- firði, og fóru þá tveir dagar í ferðina. Farið var ævinlega á stað fyrir dag, og kom það sér vel í skammdeginu, því þá er þó birtan alltaf í hönd, en annars náttmyrkrið, ef dagurinn er tekinn seint. Til marks um það, hvað menn gátu borið mikið þessa löngu leið, þá mun það hafa verið nokkuð algengt, að menn lögðu upp með 10 fjórðunga, þ.e. 100 pund (50kg.) Guðmundur Justsson hét maður. Hann bjó á Dröngum innsta bænum vestan Dýra- fjarðar. Hann var ekki hár maður, en þrekvaxinn og af- renndur að afli. Eitt sinn kom hann við á Höfða, til að fá sér að drekka, var þá að koma frá ísafirði með 12 f jórðunga bagga. Var honum boðið í bæinn og taka af sér baggann og hvíla sig, en hann hvað ekki takaþví, þar sem svo stutt væri heim. Þá átti hann eftir að ganga á ís inn að Dröngum, vindur var út fjörðinn, þeyr og ísinn háll. En ekki voru allir sem þurftu að fara slíkar að- dráttarferðir slík þrekmenni sem þeir Jón Sigurðsson og Guðmundur Justsson. Maður hét Gissur Jónsson. Hann var vinnumaður á Höfða, ekki þrekmikili og máske eitthvað veill. Hann varð úti á Gemlufalls- heiði 9. marz 1868, 39 ára að aldri. Var hann ásamt fleiri Dýr- firðingum að koma frá ísa- firði. Ófærð var nokkur, og veður gekk upp í úthallið. Gissur þraut krafta, gafst upp og lagðist fyrir í svokölluðum Köldukinnum norðan til á heiðinni. Hefur máske ætlað að hvíla sig, en liðið í brjóst og ekki vaknað aftur. Félagar hans, sem munu hafa verið tveir, skeyttu ekki um hann og skildu hann eftir. Um kvöldið komu þeir að Mýrum og gistu þar. Ekki gátu þeir um samferða- manninn, enda fylgir það sögunni, að þeir hafi verið nokkuð hreifir af víni Þegar komið er fram á vöku, fara þeir að tala um Gissur, hvort honum muni ekki vera farið að kólna. Segir þá einn: „Ég held að hann væri þá sæll, já eilíflega sæll“. Spyr þá húsmóðirin Guðrún Jónsdóttir hvort Gissur hafi verið með þeim og orðið eftir. Þeir kváðu svo vera. „Þið ættuð skilið að vera reknir út“ sagði hún. En með því að náttmyrkur var komið og bylur varð ekki af leit um kvöldið. Lík Gissurar fannst síðar um veturinn, er nábúi hans hrasaði um það á heimleið frá Isafirði, í náttmyrkri og byl. Sá maður var nágranni minn um 13 ára skeið og sagði mér frá þessu. Það var Jón Sigurðsson á Höfða. Ekki er sagt frá þessu hér til að kasta þungum steini að löngu dánum samferða- mönnum Gissurar, enda veit ég ekki einu sinni nöfn þeirra. En ég er þess viss, að þeir hefðu ekki skilið manninn eftir hjálparlausann, hefði Bakkus ekki verið með í förinni. Þetta er sagt til þess að vara nútíma menn við þeirri hættu, sem í dag er síst minni, því enn í dag eru menn að verða úti í Köldukinnum lífs- leiðarinnar, með ýmsum hætti, beint og óbeint af völdum vínsins. En nú snúum við okkur að öðru efni. Maður hét Guð- brandur. Hann var uppi á síðari hluta 19. aldar, kenndur við Bimustaði, sem er lítið kot hér út með firðinum að norðan. Er þar lítill túnbleðill upp í miðju GMeijt húsgagnaárval í nýtízkulegum og rúmgóðum sýningarsölum. Fyrir utanbæjarfólk er sérstaklega gott að leita til okkar í sambandi við val og kaup á húsgögnum. Hagstæðir skilmálar. Sendum hvert á land sem er. Húsgagnahöllin Laugavegi 26 Reykjavík Sími 22900 fjalli, slægjur litlar sem engar, en sauðbeit góð. mjög erfitt aðdráttar, sævargata löng og mjög brött. Kot þetta hefur verið í eyði síðan 1910. .Guðbrandur á Birnustöðum var mikill gáfumaður og stór- fróður, skáldmæltur vel og stáiminnugur. Hann gat þulið heilar sögur utanbókar mönnum til skemmtunar, t.d. er sagt að hann hafi kunnað Njálu spjaldanna á milli. Lítill búmaður var Guðbrandur og oft á ferðalagi, svo að nálgaðist flakk, einkum á seinni árum. Börn átti hann nokkur, sem upp komust. Voru mörg þeirra vel gefin og fríð. Munu þau nú öll dáin. Guðbrandur var sérkenni- legur mjög, hæglátur en sjálf- stæður í hugsun og athöfnum hver sem í hlut átti, þó lítið ætti hann undir sér sem kallað er. Einn háttur hans var sá, að að hann var afar lengi að borða. Eitt sinn var hann á sjó á árabát frá Skaga og hafði þá borið norður og út af Djúpi. Tóku þeir þá til segla og sigldu áleiðis heim. Skagi eða Fjallaskagi var ysti bærinn á norðurströndinni, næst fyrir utan Birnustaði og er sú bæjarleið löng. Á Skaga var öldum saman mikil ver- stöð, en þar er nú engum báti ýtt úr vör, síðustu áratugina. Jörðin fór í eyði 1925. Þegar tekið var til segla, þennan vormorgun, fóru báts- verjar að borða, en þeir voru sjóklæddir. Guðbrandur fór sér að engu óðslega, þar sem leiði var ijúft, enda birti brátt af sól. Kom hásetum þá í hug að reyna hve lengi hann gæti verið að matast, og ýttu ó- spart undir hann að segja sögur, og var hann til þess all fús. Entist honum að borða þar til þeir voru komnir á Skagapoll. Var þá skinn- stakkurinn á Guðbrandi orðinn svo harður af sól og vindi, að hann komst ekki úr honum. Til þess var líka leik- urinn gerður. Ingjalds-sandsbúa vantaði þarfanaut. Samdist svo um með þeim og Guðbrandi, að hann léði þeim nautkálf er hann ætti. Er allhá heiði á milli. Guðbrandur ætlaði að færa þeim nautið við tækifæri. Svo er það eitt úthall dags fyrri hluta vetrar, eða seint um haust, að Guðbrandur kemur að Hrauni, sem er næstfremsti bærinn á Sandi og er drengur í fylgd með honum. Var þeim að sjálfsögðu boðið í bastofu og góðgerðir, en ekki spurt um ferðir þeirra eða Framhald á 11. síðu.

x

Ísfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.