Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 8

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 8
Heimur Helga Þorgilss HH ræðir við HÞF Helgi Þorgils Friðjónsson er fœddur 7. mars 1953 í Húöardal, sonur hjónanna Friðjóns Þórðarsonar alþingismanns og þáverandi sýslumanns Dalasýslu, síðar ráðherra, Kristjánssonar bónda og hreppstjóra á fíreiðabólsstað á Fells- strönd, og Kristínar Sigurðardóttur Lýðs- sonar bónda í Selsundi á Kangárvöllum. Helgi ólst upp í Dölunum og fluttist ekki til Reykjavíkur fyrr en fimmtán ára að aldri og var þar auk þess í sveit á sumrum eftir það. Jafnvel enn í dag dvelur hann hluta úr sumri á Hafursstöðum á Fells- strönd ásamt fjölskyldu sinni, þar sem hann málar á milli þess að reka rollurnar úr túninu. Kona hans er Margrét Lísa Steingrímsdóttir og eiga þau einn son, Orn, og köttinn Klóra. Heimili þeirra er að Rekagranda 8 í Reykjavík. Við kom- um okkur nú þar fyrir í betri stofunni. — Eiga dalirnir mikið í þér? Já, ég held að það sé talsvert öðruvísi að vera úr sveit, og hún hafi verið enn ólíkari borginni þegar ég var að alast upp. Þegar ég kom til Reykjavíkur tal- aði ég t.d. allt annað mál en jafnaldrar mínir hér. - Varstu þá byrjaður að mála? Kannski ekki að mála, en ég hef allt- af teiknað og skrifað. Myndirnar voru oft skreytingar við sögurnar. Ég fór með handrit til útgefanda þegar ég var 12 ára, en fékk þau svör að „bíðendur ættu byr, en bráðir andróða'1. — En þú hefur þá ekki hætt til að bíða byrjar? Nei, ég hef alltaf unnið jafnt og þétt, aldrei orðið neitt verulegt hlé hjá mér. Það má líkja þessu við bíómynd, ef í hvern glugga filmunnar er sett málverk eða teikning. Það er alltaf um framhald að ræða þó svo að það séu hægir og hraðir kaflar í myndinni. — Myndlistarskólinn hefur þá auðveld- lega fallið inn í þá mynd? Já, það má segja það. Margir töluðu þó um prestinn, og ég veit ekki hvort ég var svo fráhverfur því, þ.e.a.s. ef hug- urinn hefði ekki þróast svona eins og hann gerði. Ég held að ættingjum hafi fundist ég eitthvað prestslegur, mest vegna tilsvara sem ég hafði gefið í æsku. — Ertu trúarlegur í list þinni? Já, ég tel það. — Trúarlegur í hefðbundinni merkingu? Ég veit það ekki, en huglægt séð þá held ég það. Ég held að listin eigi sitt fegurðarríki, framtíðarríki. Ég vil að myndirnar mínar skili sömu áhrifum og maður gæti ímyndað sér að altaristöflur ættu að gera. Einhvers konar yfirhafn- ingu. — Og þú gœtir hitgsað þér að gera altaristöflu? Já, ég væri spenntur fyrir því, þó ég viti ekki hvort kirkjan væri það að sama skapi. Annars finnst mér hún starfa af of miklum vana og það sem ég sækist eftir er huglægt séð líkara sértrúar- söfnuðum. — Eru myndlistarmenn þá einhvers kon- ar sértrúarsöfnuður? Já, það má segja það. Starfinu fylgir nokkur einangrun og hefur alltaf gert, en ég umgengst ekki einungis lista- menn, reyndar á ég mjög fáa en góða kunningja úr hópi listamanna. Ég hef t.d. talsvert samband við fólkið í Dala- sýslu. Það má eiginlega segja að ég sé hreinræktaður ungmennafélagssinni, og ef ég ætti mér einhverja ósk, þá vildi ég að það gengi einhver sambærileg bylgja yfir ísland og gamla ungmenna- félagsbylgjan. Ljótasti löstur fólks finnst mér vera tillitsleysi og frekja. — En hvað segja Dalamenn þá um verk- in þtn? Það er sterk samkennd með Dala- mönnum, svo ég býst við að þeir verji mig ef í harðbakkann slær. En ef ég tala í alvöru, þá hugsa ég að þeir séu ekkert yfirmáta hrifnir af öllu þvf sem ég geri. En t.d. málaði ég rollu í hitteðfyrra á Hafursstöðum, sem Inna á Breiða fannst svo falleg að ég gaf honum hana. Fólkið þar, á Breiðabólsstað, finnst mér reyndar eitt besta dæmið um gott fólk, sem ég veit um. — Þú sagðir mér einhvern tíma á gömlu Borginni að þú hefðir mœtt andstöðu meðal kolleganna meðfyrstu sýningarn- ar þínar? Þú gerir nú kannski dálítið stórt úr 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.