Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 22

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 22
málum, meðal annars. í stað hans komu Ný félagsrit Jóns Sigurðssonar á árunum 1841-73. Það er talið fyrsta stjórnmálatímarit sem verulega kveður að á íslandi, og beitti sér fyrir auknu sjálfstæði íslands innan danska ríkisins, bæði í stjórnskipun og verslun. Þess í stað kom svo Andvari, 1874, gefinn út í Reykjavík æ síðan. A árunum milli stríða er hann eitt hefti árlega, um 100 blaðsíður í litlu broti (ámóta og Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags og Ið- unn). Þar var (og er) jafnan löng grein um nýlátið stórmenni, en annars grein- ar um ýmis efni, svo sem rakið var um Skírni. Eimreiðin var stofnuð 1895 af Valtý Guðmundssyni í Kaupmannahöfn, en seld til Reykjavíkur 1917, og birtist þar þangað til hún lagði upp laupana 1975. Þetta var stærsta menningartímaritið milli stríða, 4—5 hefti árlega, um 380- 480 blaðsíður í Skírnisbroti. Sveinn Sig- urðsson var ritstjóri 1923-1955. Iðunn (þriðja tímaritið með því nafni) var stofnuð í árslok 1915, og birtust tuttugu árgangar, en hún hætti að birtast 1937. Iðunn var ársfjórðungs- rit, í nokkuð minna broti en Eimreiðin, og hafði um 2/3 rýmis hennar, sam- anlögð útgáfuár sín. Fyrstu sjö árgang- arnir voru undir stjórn Agústs H. Bjarnasonar prófessors. Magnús Jóns- son guðfræðidósent, þingmaður m.m. stýrði Eimreiðinni fyrst eftir heimkomu hennar, 1918—23. Síðan tók hann við Iðunni, en síðasta skeiðið, 1927—37 var hún undir stjórn Árna Hallgrímssonar. Ekki létu menn sér þetta nægja, svo öfundsvert sem þetta framboð tímarita mætti þykja nú á dögum, og 1927 var fimmta menningartímaritið stofnað af Sigurði Nordal, Kristjáni Albertssyni og fleiri „þjóðlegum íhaldsmönnum" (svo notað sé orðalag Stefáns Einars- sonar í Islenskri bókmenntasögu). Það hét Vaka og slagaði hátt upp í Eimreiðina að stærð (3—4 hefti árlega), en ekki birtust nema þrír árgangar. Enn er að nefna tvö tímarit. Eftir 1915 stofnuðu fáeinir þingeyskir bænd- ur Rétt, fyrsta stjórnmálatímaritið eftir Ný félagsrit. Það var tvö hefti árlega (síðan eitt), 160-200 blaðsíður. Upp- haflega beitti það sér fyrir samvinnu- stefnu og n.k. þjóðnýtingu jarðnæðis. En 1924 taka kommúnistar að móta ritið, og 1926 kaupir Einar Olgeirsson það, hann hefur verið ritstjóri þess síð- an. Með Einari kemur bókmenntaefni í Rétt, og tekur það um fjórðung rúms á árunum milli stríða. Árið 1935 stofna svo kommúnistar og samherjar þeirra meðal rithöfunda ársritið Rauða penna (320 blaðsíður, síðar 260 bls.). Það birtist í fjögur ár, en svo tók Tímarit Máls og menningar við af því árið 1940. Efnishlutföll Efnishlutföll tímaritanna eru að sjálf- sögðu nokkuð háð tilviljunum frá einu hefti til annars, og frá ári til árs. En sé litið yfir lengra tímabil, þessa tvo ára- tugi í heild, þá birtast skýrar línur. Ekk- ert tímaritanna er bókmenntatímarit í þeim skilningi að það birti fyrst og fremst bókmenntaverk og umfjöllun um bókmenntir. Meira en helmingur rýmis þeirra (oft 2/3) er helgaður grein- um og frásögnum. í Skírni, Vökit og Rétti er það um 85%, Andvari birti eingöngu greinar. Þetta, hve greinar yfirgnæfa annað efni, held ég að hljóti að stafa af því viðhorfi, að menningar- tímarit eigi fyrst og fremst að frœða lesendur og mennta, fremur en að miðla þeim list til dæmis. Það er eftir- tektarvert hve almenn samstaða virðist vera unt þessa menningarhugsjón skynsemihyggjunnar. En um hvað vildu menn fræða lesendur? Það er nokkuð mismunandi, eins og sjá má á töflu hér um fjölda greina í einstökum mála- flokkum (því miður eru ekki tiltæk gögn um Eimreiðina fyrir stríð, né Skírni): efnishlutföll Islensk erlend þjöbmál málefni saga vlsindl huglelbln bókmenn gar tir Mistir efnisflokkar □ Eimreibin 1945-69 a TMM 1940-76 □ TMM 1940-44 i Raubir pennar n Ibunn 1927-37 ii Ibunn 1915-26 ■ Andvari 1918-45 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.