Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 14

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 14
Kjarval + Helgi. 1981. Gouache á prentaða mynd. I sumar hafa komið útlendingar frá þremur mismunandi löndum og hafa séð sýninguna á Listasafni íslands, „Fjórir frumherjar". Þeir hafa allir tal- að um skyldleika með Jóni Stefánssyni og mér, sem kom mér talsvert á óvart. Því þó ég hafi alltaf haldið upp á hann sem góðan málara, þá hefur mér þótt hann svolítið akademískur. En í góðum myndum finnst mér hann mjög fínn. — Eitt sinn talaðir þú um tvo flokka listamanna, leik-listamenn og rök-lista- menn eða Kjarvalslistamenn og Jóns- Stefánssonarlistamenn, og settir sjálfan þig í fyrri flokkinn? Já, og ég álít mig vera í Kjarvals- flokknum, þannig að þetta kom mér á óvart. En þó veit ég livað fólk á við með þessari líkingu. Það er þessi mikla kyrrð hjá Jóni Stefánssyni, og þung- lamaleikinn í kyrrðinni, eins og maður finnur upp til fjalla. Þessa yfirkyrrð, sem ég kalla svo, sem þú finnur þegar þú horfir yfir heiðalöndin, og kannski eru tveir svanir á vatni, eða lómar eins og hjá Jóni. — Yfirkyrrð? Og áðan yfirfegurð? Já, vegna þess að orðin eru orðin ónýt. Fólk talar um kyrrð, þar sem er engin kyrrð, fegurð sem er engin feg- urð. Mig langar jafnvel ekki til þess að vera listamaður, eða kallaður listamað- ur, vegna þess að orðið er nú notað yfir allt milli himins og jarðar, orðið jafn hversdagslegt og t.d. nýmjólk. — Telurðu þig vera í réttu framhaldi af þessari litlu hefð sem við eigum? Myndlistarhefðin okkar á þessari öld er kannski takmörkuð, t.d. finnst mér Asgrímur aldrei neitt verulega ís- lenskur. — Danskur? Eða þýskur. Og Þórarinn B. er jafn- vel síður íslenskur en Ásgrímur. En þeir urðu náttúrulega einhvers staðar að byrja, og svo finnst mér koma eitt- hvað íslenskt með Kjarval, Jóni Stef- ánssyni, Svavari Guðnasyni og ýmsum mönnum þar á eftir, þó svo að á yfir- borðinu megi sjá að þeir fái ýmislegt að utan. — En í þér? Ég ætti kannski ekki að dæma um það sjálfur. En það er alltaf viðkvæðið hjá útlendingum, að þeir sjái eitthvað íslenskt í verkum mínum, en það getur verið kurteisishjal eða ímyndun. Ég hef tekið eftir því á íslenskum sýningum erlendis að mönnum finnst þetta öðru- vísi malprí. Þeir tala kannski um að þetta líkist Nýja málverkinu, en sé illa málað, lirátt. Þá dettur mér strax í hug að þetta þurfi ekki að vera illa málað, heldur sé þetta hið íslenska í myndun- um, og í staðinn fyrir að taka því sem slíku miða þeir við það sem þeir þekkja, og bregðast við því á þann hátt ég lýsti, vegna þess að það kemur þeim í opna skjöldu. Það eru fleiri dæmi um þetta. Hjá Jóni Stefánssyni er t.d. mik- ill hráleiki, og lítill vandi að kalla mál- verkin hans ljótar akademískar myndir. Og Svavar er oft ansi hrár í samanburði við hina Cobra-kallana, en höfðar þó mest til mín af þeim öllum. — Á fyrstu sýningunum þtnum fannst mér gæta hollenskra áhrifa? Ég held ég myndi frekar telja mig skyldan Svissurum, en í útliti gætu verk- in mín frá því tímabili kannski helst minnt á Pieter Holstein. Hann er hins vegar einn á báti í Hollandi, og minnir miklu meira á Svissara. Og eftir að hafa skoðað svissneska nútímalist finnst mér hún skyldust íslenskri, og það er tilvilj- un, held ég, því ég get ekki séð að það ætti að vera neitt sameiginlegt með löndunum, nema þá fjöllin og ríkidæm- ið. Svisslendingar og íslendingar eru heldur ekki svo ólíkir í útliti. Þeir eru alla vega líkari okkur en Þjóðverjar og Hollendingar. - En hvað um áhriffrá yngri mönnum? Það væri nú nær að spyrja þig. Ég veit það ekki, en heildin hefur haft mikil áhrif á mig, um einstaklinga er erfiðara að segja. Ég get nefnt Kidda Harðar [Kristin G. Harðarson], ekki sem beinan áhrifavald, heldur óbeinan. Við höfum stutt hvor annan í gegnum tíðina, og eflaust hafa áhrifin verið á báða bóga. Við höfum stutt nýjung- arnar hjá hvor öðrum, að minnsta kosti þegar okkur hefur þótt þær til bóta, og það er gott hérna þar sem engin er utanaðkomandi uppörvunin eða lítil. Þegar ég ákvað að fara að mála af fullri alvöru, í kringum ‘78, sama hvað hver segði, held ég að þessi samvinna við hann hafi hjálpað mikið. Því það var talsvert átak að gera annað en var akk- úrat þá í sviðsljósinu. Og hérna er það enn erfiðara en úti, þar sem til eru gallerí fyrir allar tegundir myndlistar. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.