Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 42

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 42
Einar Már til dæmis, hann gerði ekkert af þessu þá, þannig að það voru ekki þeir seni búist var við mestu af sem fóru út í þetta. — Ortirðu ekki baráttuljóð á þesstim baráttuljóðatímum? Nei, ég gerði nú eiginlega ekkert af því, sko. Pau fóru ofsalega í taugarnar á mér, þessi baráttuljóð, napalmkveð- skapurinn. Þessi ljóð voru alltaf um Víetnamstríðið og það var napalm í hverri einustu línu. — En varstu virkur í Fylkingunrti? Ekki get ég nú sagt það. Ég var svo lélegur í teóríunni og latur við að lesa Lenín og Mandel — það voru náttúr- Iega allir vinir manns þarna, eins og Dóri Guðmunds og Einar Már, miklir spekingar í þessu og þetta voru skemmtiiegir tímar, það vantaði ekki. Svo þegar við vorum komnir í Há- skólann vorum við með seliu þar og hún var aktífasta og skemmtilegasta sellan og við ráðskuðumst mikið með Stúdentaráð líka, þessi háskólasella Fylkingarinnar. Og það segja menn síðar að það sé ástæðan fyrir klofningn- unt í Umba og hitt, því þarna voru einhverjir framsóknarmenn og velvilj- aöir alþýðuflokksmenn í guðfræði sem voru kúgaðir inná harða byltingarlínu. Við tókum bara samþykktir Fylkingar- innar og keyrðum þær í gegn sem stú- dentapólitíkina. — Ferðtt strax í Háskólann eftir Menntó? Nei, ekki get ég sagt það. Ég var alltaf á sjó á sumrin meðfram Mennta- skólanum. Sjórinn var mikil hamingju- veröld, inaður var alltaf orðinn út- pískaöur eftir skólann, latur og leiður, og svo var þetta svona sólskinssjó- mennska, ég var í siglingum. Ofsalega gaman, ntaður var að sigla víða urn höf og skemmtilegur mórall á skipinu. Petta þótti mér alveg dásamlegur heimur. Og eitt af því sent togaði ntig frá félögunum sem voru mikið meiri menntamenn en ég, var að ég hafði mjög rómantískar hugmyndir um sjó- ntenn og verkamenn, hjartahreina ein- feldninga, var með alþýðusmjaður. Las jafnvel Jónas Arnason og Stefán Jóns- son og það höfðaði soldið til mín á þessum árum að menntamenn og fram- úrstefna í listum og svoleiðis — þetta gagnaðist nú alþýðu landsins ekki neitt. Svo ég var alveg ákveðinn í því að um leið og ég yrði búinn með stúdentinn skyldi ég fara á sjóinn. Og gerði það. Fór strax daginn eftir útskriftina á tog- ara. Var svo á trollbát um sumarið og fór í siglingar til áramóta. Pá var ég líka búinn að fá nóg, orðinn leiður á þessu og fór upp í Háskóla. Þetta var ömur- legur en merkilegur togari og sumt af þessari ntynd af Kristgeiri RE í Petta ertt asnar, Guðjón er komið frá þessum togaratúr. Ég fór þarna strax eftir stúd- entsprófið og það var rosalegt sjokk. Þetta var bara rónaskip, gert út frá Reykjavík, lýðurinn var shanghæjaður úr rennusteininum, og dallurinn alveg ömurlegur, skítur og drulla út um allt, mignar allar kojur, brunnið megnið af hásetaklefunum frammí, hafði kviknað í og aldrei verið gert neitt við það, rafmagnslaust og rakinn ógeðslegur og vatn alltaf uppí hné þarna niðri. Og vinnan var tólf tímar á dekki og sex í koju og það var útilokað náttúrlega að maður svæfi þessa sex tíma nýkominn úr skóla og sjóveikur svo maður át ekk- ert. Og kokkurinn, hann var eins og í þessum Kristgeirskafla, borinn alveg blindfullur um borð, rankaði við sér á þriðja degi, fór að reyna að brasa og setti stórt frosið læri beint oní pott og kveikti undir. Hann var svo timbraður að hann fór að drekka dropa, fullan kassa af kardimommudropum, fór með hann oní koju og drakk hann og það var voða havarí vegna þess að hann braut flösku og skar sig allan — þannig 40 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.