Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 26

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 26
verkalýðslesendum til fyrirmyndar. Æ síðan er þetta meginatriðið í bók- menntastefnu vinstrimanna. Framan af eru það aðeins fáeinir menn sem halda þessu á loft, og naumast er um skipu- lega hreyfingu að ræða. Auk Einars og Árna ber mest á sr. Gunnari Benedikts- syni og sr. Sigurði Einarssyni, þetta er í fáeinum greinum og ritdómum í Rétti og Iðunni. En svo magnast þetta eftir að Kommúnistaflokkur íslands er stofnaður í árslok 1930. 1932 kemur Kristinn E. Andrésson til skjalanna, og stofnar Félag byltingarsinnaðra rithöf- unda haustið 1933, ásamt Stefáni Jónssyni, Halldóri Stefánssyni, Steini Steinarr, Jóhannesi úr Kötlum, Ásgeiri Jónssyni og fjórum miður kunnum fé- lögum. Fljótlega bættust í hópinn nt.a. Halldór Laxness, Vilhjálmur frá Ská- holti, Gunnar Benediktsson, Gunnar M. Magnúss og Guðmundur Daníels- son. Næstu ár starfaði félagið inn á við, félagsmenn stunduðu leshringi unt marxisma og Sovétríkin, ritæfingar og gagnrýndu verk hver annars með tilliti til málfars, skáldskapargildis og póli- tísks — þ.e. sósíalrealisma. Ef við nú skoðum tímarit vinstrimanna í ljósi þessa, þá er það af Iðunni að segja að þar fara vinstri við- horf að láta á sér kræla 1927, en sáust þar ekki áður. Um fjórðungur efnis er af því tagi næstu árin, um eða yfir helm- ingur á árunum 1931-3. Helst er þetta í ritdómum, greinum um utanríkismál og önnur þjóðmál, trúmál og bókmenntir. Hefðbundnari sjónarmið á þeim ntál- efnum, og íhaldsskoðanir koma og fram í Iðunni. Minna fer fyrir róttækn- inni í bókmenntaefni Iðunnar, þar má telja fimmtung smásagna og tíu kvæði af 100. Sögurnar eru ekki sósíalrealísk- ar, heldur þjóðfélagsádeila í anda Gests Pálssonar, en sex kvæðanna hafa bar- áttuhvöt að auki. Nú er að vísu mjög umdeilanlegt hvort þetta séu þarmeð róttæk verk, sem muni yfirleitt hafa byltingaráhrif á lesandann. Málið er all- miklu flóknara, sumt af þessu mætti alveg taka sem hefðbundin ræðuhöld, sem einfölduðu málin fyrir lesendum, frekar en að konia þeim til að brjótast í þeim. Og sé erfitt að meta róttækni texta, þá er enn erfiðara að meta áhrif hans á lesendur, nýstárleg grein og fersk getur verið á við margar hefð- bundnar. Útreikningar mínir gera því ekki kröfu til að teljast vísindaleg ná- kvæmni, en ef allt er talið, sem nteð einhverju móti má kallast byggja á sósí- alískum viðhorfum eða andfasískum, þó ekki væri ncma í hluta greinar, þá er það tæpur þriðjungur efnis Iðunnar þessi róttæknisár, 1927—37. Um Rétt gegnir töluvert öðru máli. Hann var ntiklu minni en löunn, en stækkar verulega undir stjórn Einars Olgeirssonar, meðan kommúnistar eru enn í Alþýðuflokknum, úr 1—2 heftum, 100—150 bls. á ári, upp í 4 hefti, nál. 400 bls. árlega. Þetta er nokkuð jafn vöxtur á árununt 1927-30, og skýrist af því að nú kemur mikið af auglýsingum (yfir 20 bls. í hefti stundum, það er ámóta og í Eimreiðinni eða meira), auk áskrifendaherferðar. Greinar eru eink- um eftir leiðtoga kommúnista, en einn- ig eru þar kratar svo sem Stefán Jóhann og Haraldur Guðntundsson, fyrir nú utan Ólaf Friðriksson. Bókmenntaval er mjög svipað og í öðrum tímaritum: Davíð Stefánsson, Kristín Sigfússdóttir, Davíð Porvaldsson, J. Aakjær, M. Andersen-Nexö, Gorkí, Anatole Fra- nce, Tchekov, A. Negri. Þjóðfélags- ádeila er áberandi, en ekki er um baráttuskáldskap að ræða. Allt breytist þetta við stofnun Kommúnistaflokksins. Auglýsingasíð- um stórfækkar og öðrum síðum, niður í 200-250 árlega. 1934 takmarkaðist út- breiðsla Réttar við flokksbundna kom- múnista skv. ritstjóra hans.4 Og höf- undar eru flestir úr röðum þeirra, auk Halldórs Laxness og fáeinna óþekktra alþýðumanna. Oft er boðað að efla þurfi Rétt og útbreiða, hann skuli verða mjínaðarrit sem höfði almennt til al- þýðu, langt út fyrir raðir kommúnista- fíokksins, en fjalli unt málin frá komm- únísku sjónarmiði. Áhlaup eru gerð í TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Stptembor 1938
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.