Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 29

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 29
í stórum stíl, togaraútgerö kemur til sögu, fjölmenn fiskverkun, verkalýðs- félög, stjórnmálaflokkar stéttaátaka í staö sjálfstæðisbaráttu, stórauknar sam- göngur við útlönd, meginþættir þjóð- ífsins eru nýir, það umturnast á skömmum tíma. Jú, það er rétt. En hitt skiptir meginmáli, hvort slíkar breyt- ingar ganga yfir menn umræðulaust, eða hvort þeir leggja sig alla fram um að átta sig á þeim opinberlega, í áheyrn almennings, þar sem allir geta lagt orð í belg. Slíkt ástand er meginþáttur lýð- ræðis, og við slíkar aðstæður verða til merkilegir rithöfundar. Ef við að lokum hugleiðunt mögu- leika skálda til að koma verkum sínum fyrir sjónir almennings — fyrir stríð og nú — eða, með öðrum orðum, hversu auðvelt áhugamenn eiga með að fylgj- ast með nýsköpun í bókmenntum, þá hefur mikil breyting orðið. Og að sumu leyti er ótvírætt um afturför að ræða. Bókaútgáfa er nú miklu auðveldari en þá var, og miklu meiri. Þó verða flest ný ljóðskáld enn að gefa út bækur sínar sjálf, þau fá ekki útgefendur. Og hvar býðst þeim rúm í tímaritum? Fyrir stríð gátu smásögur og ljóð fyllt 350—450 bls. yfir árið í samanlögðum þeim tíma- ritum sem hér hafa verið til umræðu. En hver skyldi sambærileg tala vera nú? Ahugamenn um bókmenntir keyptu þessi tímarit og lásu yfirleitt það sem þar birtist, m.a. eftir nýliða. Skáld í þroska gátu því fengið mikla útbreiðslu á verkum sínum, og viðbrögð við þeim, sem þau gátu lært af. En hve margir skyldu kaupa þau fjölrituðu ljóðakver sem liggja í bókabúðum? Það þarf ekki lengi að velta því fyrir sér hvort fyrir- komulagið muni vera þroskavænlegra fyrir bókmenntasköpun, núverandi eða hið fyrra. Ég fann að því, að gömlu menningartímaritin skyldu ekki kynna hérlendis erlendar bókmennta- nýjungar. En hver annast slíkt Þorgeir Kjartansson Vandinn að yrkja Ijóð Hál eru orðin. Andinn sleipur. Erfitt að spá í þokur dagsins. Örugga svarið undan hleypur. Endir er hvergi ferðalagsins. Köld eru orðin. Óskir fljúga andsælis snúning jarðarþvargsins. Auðvelt að lifa smátt og ljúga. Leggja sinn mátt í samkór gargsins. Allt þetta fólk í feluleikjum finnur að brjóstin stífna af kulda. Ruglaðir kollar kafa í reykjum. Kafna í útblæstri félagsdulda. Oft var svo kátt í Keflavíkum. Kunnum vér sögur nætur langar. Loforðin öll sem ung vér flíkum eru í draumum bundnir fangar. En þá er margt sem munninn gleður: Mátuleg orð í fleygum rúnum. Heit eru orðin. Ósinn veður einherjinn kaldur fótum lúnum. Brátt kemur vorið. Brotna klakar. Blossar vort líf af innri hita. Maður í ofni brauðin bakar. Bíða vor skip á milli vita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.