Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 25

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 25
SA RAUÐIR r i PENNAR IIAU.OÓH KIUAX I.AXNKM MARI1N ANOEK»r.N NRSÓ JÓIUNMOI r n KÖTI.UN HALUKÍR STKrtMMION tUALM.UI UULLHKRU MAGKCK Asr.KIR.SHON w GCtMHtXDl'B IIMllMON THKOtMÍH IHII.RIkNMlN Ul'KKAK RE.VKIIIklH.SIIN lUliRN t'KA.N/.KO.N JÚK CR V6« KUnrrfK i.kihsimIitik I.ISI.I tsMI MlKMIN r.L'liMUNDI'R MiDVAKKSAN AIIALNORG SIGl KIIAKU. OI.AV AN'Kltl.'HT VV. H. At.'tlRV K.IRtKLK MAGNClMO.N HTEN 8KLAMIKR ALKXANORR lll.OI'K SIGLHOt'K IIAKAir. KRMTtNN K VMikIhHON < IIELOI I.AXPAL NOKIIAIll. CRIKG | wihhTkivn i). sir.PHP.sMA antó í Iðunni 1927: „Mannsbarn" eftir Henri Allari. Þetta er þá dæmi um eftirleguhátt íslenskrar menningar. Tímaritin fylgja hér alveg ráðandi smekk, ríkjandi hefð, og viðhalda henni um leið. Ekki treystist ég til að segja um hvort ástæð- an sé sú að aðstandendur tímaritanna hafi ekki þorað að bjóða lesendum ann- að, eða ekki þekkt sjálfir. Víslega þekkti a.m.k. Halldór Laxness surrea- lismann vel, þegar árið 1923, og Eimreiðin birti kvæði hans, „Ungling- urinn í skóginum“ vorið 1925, Lesbók Mbl. „Rhodymenia palmata" vorið eftir. íslcnskur skáldskapur Ekki verður séð að hann dreifist á tímaritin eftir neinum sérstökum regl- um. Helstu bókmenntamenn skrifa ein- faldlega í tiltæk tímarit. Undantekning- ar frá þessu virðast helst munu vera af persónulegum ástæðum. T.d. birtir Einar Benediktsson aðeins efni í Iðunni s.hl. 1926, eftir að Árni Hallgrímsson tekur við henni. Davíð Stefánson birtir mjög lítið í tímaritum þessum eftir 1930, Einar H. Kvaran sömuleiðis. Guðmundur Friðjónsson og Jakob Smári halda sig aðallega við Eimreiðina og yfirgnæfa þar alla aðra að magni. Ýmis lítt kunn skáld birta verk sín ein- göngu í þessu stærsta tímariti á bók- menntasviðinu. En á 4. áratugnum kemur upp hneigð til aðgreiningar, sem verður æ ótví- ræðari: vinstrimenn hætta að birta efni í Eimreiðinni. Jóhannes úr Kötlum og Kristinn E. Andrésson birta þar nánast ekkert eftir 1931, Halldór Laxness hverfur úr henni 1934, Magnús Ásgeirs- son 1938, Ólafur Jóhann 1939, Stefán Jónsson 1940, Guðmundur Böðvarsson raunar ekki fyrr en 1944. Pórbergur Þórðarson átti þar aðeins eina grein, 1919, Gunnar Benediktsson aldrei neitt. Sumir kommúnistar sem hefja skriftir á 4. áratugnum birta ekkert í Eimreiðinni: Halldór Stefánsson, Steinn Steinarr. Aðrir snúa þangað eft- ir að þeir hætta að vera rauðir: Guð- mundur Daníelsson, Sigurður Einars- son. Annars stendur þessi aðgreining fram til loka kalda stríðsins á 6. ára- tugnum. En hvor aðilinn skyldi hafa valdið henni, ritstjórinn eða höfund- arnir? Peir skrifuðu manna mest í sín tímarit, Rétt og Rauða penna, og tölu- vert í Iðunni að auki. En þeir hefðu samt átt nóg efni í Eimreiðina líka, það sést á ljóðasöfnum og smásagna, sem síðar birtust, eftir þessa menn. En ein- mitt á seinni hluta 4. áratugsins hættir Eimreiðin að mestu að birta ritdóma um bækur þessara höfunda, en birti þó ritdóma um u.þ.b. 60% skáldrita sem út komu á árunum 1918-44. Sama þögnin ríkir um þessa höfunda í ritdóm- um Skírnis, og verður að álykta að reynt hafi verið að þegja þá í hel, eins og þeir kvarta undan á þessum árum. Það var ekki aðeins þeirra tjón að þeir skyldu einangraðir frá svo stórum les- endahóp sem Eimreiðina keypti, ís- lenskt menningarlíf hefði auðgast betur en varð á því að láta andstæðurnar tak- ast á í vitund fjöldans. Enda eru það hreint engin smáskáld, sem þarna voru að nokkru einangruð, heldur mörg þau skáld þessa tíma sem nú eru kunnust og mest metin. Á vinstri væng Bókmenntahreyfing vinstrimanna, sem oftast er kennd við Rauða penna, hefst með ritstjórn Einars Olgeirssonar á Rétti og Árna Hallgrímssonar á Ið- unni 1926. Pað ár setur Einar fram meginatriði þeirrar stefnu sem seinna var kölluð sósíalrealismi: Það er að sönnu gott og gagnlegt að hafa þjóðfél- agsgagnrýni í skáldskap, svo sem Gest- ur Pálsson, Stephan G. og Þorsteinn Erlingsson gerðu í lok 19. aldar, en það nægir ekki til að afhjúpa galla auðvalds- kerfisins; þar að auki þarf að sýna verkalýð í byltingarbaráttu gegn því, IÐUNN RlTSTJÖRl ÁRNI HALLORlMSSON xx. Aiiu_nm_i 4. tttrn KFM: «!»■ RlUtióm og alKrriftoU. TJarniirgðtu II. PðwhftU 561. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.