Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1929, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1929, Blaðsíða 3
'3 Frumáætlun um hitaveitu fyrir Reykjavík. Eftir B e n e d i k t G r ö n d a 1 verkfr. I. Hitaþörf Reykjavíkur. Þegar miðað er við skipulagsuppdrátt þann, sem gerður hefir verið af bænum, og aðeins reiknað með þeim liluta bæjarins, sem liggur innan Hring- brautar, má ætla að mesta hitaþörfin verði um 92.000.000 he/klst. Þessi tala er fundin, með þvi að finna rúmfang bygginganna, samkvæmt skipulagsuppdrættinum, og úl frá því að álykla um hitaþörf húsanna. Þetta bitamagn á að nægja bænum að 20° G. frosti, og þar er einnig innifalinn sá hiti, sem fer lil þess að liita upp neysluvatn. Má ætla, að til vatnshitunar fari um 3000 he. af hverjum 20.000 lie, eða samtals um 13.800.000 he/klst. Hjer er reiknað með því, að frárenslisvatn mið- stöðvanna verið notað sem neysluvatn og mesti hiti, sem færa þarf bænum til hitunar, verður því 78.200.000 he/klst. Sje reiknað með því, að vatnið komi 85° C. inn í miðstöðvarnar og kælist í ofnunum um 45° C., er mesta vatnsþörf bæjarins 78 200 000 482 « 500 litr./ sek. 45 • 3000 Ef reiknað er með því, að bitunin sje fullnotuð í 14 kl.st á sólarhring, en álag sje i 10 klst. að næturlagi, og að vatni þvi, sem afgangs verður að nóttu til, sje safnað í geymi og notað á daginn, þarf laugin að gefa 500 (14+Vi • 24 ; 344 litr./ sek. til þess að fullnægja bitaþörfinni. Ef bærinn, innan Hringbrautar, bygður upp sam- kvæmt skipulagsuppdrættinum, rúmar um 40.000 manns, svarar það til hitanotkunar, sem nemur 2300 he/klst. á mann, eða þegar hitinn til neyzlu- vatns er dreginn frá 1955 ~ 2000 he/klst. Sje miðað við að bærinn rúmi 30.000 manns, má því áætla að hitaþörf til upphitunar lnisa verði 60.000.000 he/klst., og svarar það til þess að laugin verði að gefa 00 000 000 • 33 45 • 3600 • 48 — 254 ~ 260 lítr./sek. II. Hitaveitan. Jarðhitasvæði það, sem næst liggur Reykjavík, er við Þvottalaugarnar, þar sem nú er verið að bora eftir heitu vatni, og skulu bjer athugaðir möguleik- arnir til þess að hagnýta þessar heitu lindir. Enn- fremur skal íhuguð lítið eitt sú leið, að sækja heita vatnið til fjarlægari staðar, nfl. til hitasvæðis þess, sem kend er við Reyki i Mosfellssveit. Þvottalaugarnar bafa nú vatnsmagn, sem lijer segir: 1) gamla þvottalaugin gefur um 10 lítr./sek. af 89° C. heitu vatni; 2) boriiola nr. 2 gefur um 12 lítr./sek. af 93° C. heitu vatni; 3) borliola nr. 3 gefur um 1 lítr./sek. af 76° C. heitu vatni. Sje reiknað með 22 litr./sek. af 91° C. heitu vatni og að vatni þessu sje safnað í geymi og að hita- fall í ofnum búsanna sje 45° C., er unt að fullnægja hitaþörf, sem nemur 22 • 3600 -48-45 33 5 200 000 he! kl. st. Ef gengið væri út frá því, að fyrst um sinn yrði tekið fyrir að hita upp miðbæinn (milli Aðalstr. og Lækjarg.) og allar opinberar byggingar, myndi sá liluti bæjarins þurfa um 9.000.000 he/klst. til allr- ar hitunar, eða um 7.000.000 he/klst. til upphit- unar liúsa. Með ofangreindu vatnsmagni, myndu laugarnar þá nægja þessum bæjarhluta alt að 7° C. frosti. Allar likur eru til þess, að takast muni að auka vatnsmagn lauganna mikið frá því, sem nú er, og í eftirfarandi áætlun um liitaveitu er reiknað með því, að laugarnar gefi 40 lítr./sek. af 95° C. heitu vatni.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.