Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1929, Page 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1929, Page 12
22 TÍMARIT V. F. í. 19 29. Brú á Hnausakvísl í Húnavatnssýslu. Brú á Vesturós Hjeraðsvatna í Skagafirði. í Skagafirði: Húseyjarkvísl í Vallhólmi, járngrindabrú á steypt- um stöplum, 28,0 m löng, kostaði um 17,300 kr. Affallinn, járngrindabrú, 13,5 m löng á steyptum stöplum, kostaði um 6,700 kr. í Eyjafirði: Geldingsá á Vaðlaheiði, járnbent bitabrú, 18,0 m löng, kostaði um 5,200 kr. Bægisá, ytst i Öxnadal, járnbent bogabrú, 12,0 m löng, kostaði um 6,100 kr. Árbugsá, á sýsluvegi í Fnjóskadal, járnbent bita- brú, 17,0 m löng, kostaði um 8,100 kr. Greiða hlutaðeigendur % hluta kostnaðar hinnar siðastlöldu brúar. I Norður-Þingeyjarsýslu: Brunná í Axarfirði, járngrindabrú, 32,0 m löng á steyptum stöplum, kostaði 25,860 kr. Byrjað var á þessari brú 1927 og talið greitt kr. 8,675,00 af kostnaðinum i reikningum þess árs. í Suður-Múlasýslu: Grímsá á Völlum, járnbent bogabrú 49,0 m. löng. Er brú þessi á sýsluvegi og greiddu hlutaðeig- endur Ys hluta kostnaðar, en hann nam alls um 28,700 kr. í Rangárvallasýslu: Strandarsíki á Rangárvöllum, járnbent bitabrú 110 m. löng, kostaði um 13,100 kr. I Norður-Múlasýslu voru gerðar 3 brýr yfir þessar smáár i Jökuldal: Hofteigsá (9.5 m.), Rjúkandi (8,0 m.) og Hneflu (9,5 m.). Eru þær allar járnbentar bitabrýr og kost- uðu samtals um 9,800 kr. Greiddu hlutað- eigendur % hluta kostnaðar brúnna á Teigsá og Rjúkandi, sem báðir eru á sýslu- vegi, en kostnaður Hneflubrúar, sem er á hreppsvegi. Kom þannig i hlut rikissjóðs að greiða kr. 6143,70. Á nýja Þingvallaveginum var gerð járnbent bita- brú á Köldukvísl, 11,0 m. löng, og kostaði hún um 3,850 kr. Á Skilamannahreppsvegi, skamt fyrir innan Akranes, var gerð 6,0 m. löng bitabrú, járn- bent, á Urriðaá, sem kostaði um. 3,430 kr., er greiddar voru að % hluta af lilutaðeigend- um, þar eð brú þessi er á sýsluvegi. Járnbrýrnar voru smíðaðar í brúarsmiðju vegagerðanna og settar upp af sömu smið- um. Langbitar og gólfpallur í þeim er úr gegndreyptum við, sem er mjög endingar- góður. IV. Fjallvegir. Til viðhalds og umbóta á fjall- vegum var varið um kr. 17978,39. Vegabætur á Mý- valnsheiði kostuðu rúmar 6 þús. kr. og vegagerð í Laxárdal, milli Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu, um 5,700 kr. Vegur þessi kemur í stað vegarins um Kolugafjall. Til annara fjallvega var aðeins kost- að smá-upphæðum, til viðhalds vegi og vörðum og ttl ruðnings. V. Sýsluvegir. Sýsluvegasamþyktir samkv. lög- um frá 1923 voru 1928 í 5 sýslum og nam tillag rik- issjóðs til sýsluvegasjóðanna, sem hjer greinir, og er jafnframt getið fasteignaskatts, hundraðstölu í hverri sýslu og framlags. Tillag ríkis- sjóðs kr. Fasteigra* skattur °/0 Framlag hlut- aðeigenda alls kr. 3. Skagafjarðarsýsla 15567,40 6,0 15567,40 Austur-Húnavatnssýsla . 14193.57 6,0 8577,60 3. Eyjafjarðarsýsla 25397,20 6,0 25397,20 4. Gullliringusýsla 8106,40 4,5 12075,80 5. Rangárvallasýsla Samtals 5162,43 68427,43 3,7 9043,54 70661,54 Stofnun sýsluvegasjóða hefir hvarvetna orðið lil mikillar hvatningar í vegaframkvæmdum. Á þessu ári — 1929 — hafa enn 2 sýslur — Mýrasýsla og Ilalasýsla gert samþyktir um sýsluvegasjóði. Fast- eignaskalturinn er víðast í hámarki 6%, eða um það

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.