Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1929, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1929, Blaðsíða 8
18 TÍMARIT V. F. í. 1929. islenska verkfræðings og liins yngsla. Svo ung er verkfræðingsmentunin lijer í landi. Hátíð þessi þótti fara hið hesta fram, skólanum og öllum lilutaðeigendum til liins mesta sóma. Að henni lokinni voru síðdegis fluttir 13 fyrirlestrar, svo nóg var um að velja, því að ekki var tími til lyrir hvern einstakan að lilusta á nema 2 eða 3. Meðal annars gafst þá færi á að kynnast dugnaði og þekkingu Finna á sviði vatnsvirkjunar, en þeir liafa nýverið lokið byggingu risavaxins vatnsorku- vers, 216 þús. liestorkur, við Imatra, stærsta vatnsfall í Finnlandi, sem er eitt Iiið fullkomnasta á Norður- löndum, og mætti verða okkur mjög til fyrirmyndar. Liggja þaðan almenningsrafveitur í allar áttir um suðurlduta Finnlands, mörg hundruð kílómetra að lengd. Næsti dagur var lokadagur mótsins og var þá haldið til Helsingjaeyrar, en Austur-Asiufjelagið hafði boðið eitt hinna nýtísku olíuvjelskipa sinna til þeirrar farar. Eru Danir ekki að ástæðulausu mjög hreyknir af þeim skipum, eklci síst fyrir þá sölc, að danskir verkfræðingar hafa fyrstir fundið upp þessa tegund skipavjela og mörg stærstu skipin eru smíð- uð þar í landi. Þegar til Helsingjaeyrar lcom, var haldið lil Krón- borgarhallar og þar lialdinn lokafundur mótsins í hinum gamla tígulega riddarasal. Bárum við þar fram að síðustu, fulltrúar Norðurlanda, þakkir fyrir viðtökurnar, en Norðmenn buðu til hins næsta móts í Osló. Yoru allir sammála um, að mót þetta liefði ver- ið ánægjidegt og lærdómsríkt á marga vegu og hefðu Danir sýnt hinn mesta höfðingsskap í öllum viðtökum. Var þess óskað, að viðkynning norrænna verkfræðiilga mætti stuðla að aukinni frjálsri sam- vinnu í fullu hróðerni og jafnrjetti meðal Norður- landaþjóðanna. Geir G. Zoega. Frá Alþingi 1929. Frh. Meðal mála þeirra, sem lágu fyrir síðasta þingi, en ekki urðu útrædd, má nefna stjórnarfrumvarp til laga um eignar- og notkunarrjett hveraorku. Hafði frumvarpi þessu verið vísað til stjórnarinnar á þinginu 1928, en hún setti það óbreytt aftur fyr- ir þingið. Mun frv. hafa þótt lieldur ófullkomið i þeirri mynd, sem það kom í, en þó munu gallarn- ir ekki meiri en svo, að auðgert mun vera að laga þá með tiltölulega litlum breytingum. Frv. gerir ráð fyrir að notkun laugavatns og hvera verði miklu víðtækari en verið hefir og leitast við að tryggja almenningi notkun þessara hlunninda í sama anda og vatnalögin tryggja almenningi hag- nýtingu vatnsafls. Nú verður ekki hveraorka hagnýtt í stórum stil öðruvísi en með borunum, sem eru ærið kostn- aðarsamar og að minsta kosti enn allóv’issar um árangur. Þess vegna gerir frv. einnig ráð fyrir, að liægt sje að veita þeim, sem þess eru megnugir, einkaleyfi á tilteknu svæði til borunar og liagnýt- ingar á þeirri liveraorku, sem fæst við borun. Þetta einkaleyfi er líkt og námaleyfi samkvæmt náma- lögum, en þó hetur búið um það, svo ekki er hægt neinum að sitja á þessu einkaleyfi ónotuðu í gróða- skyni. Ýmsum þingmönnum mun liafa þótt viður- lilutamikið að heimila hverjum og einum, sem væru þess megnugir, þannig lagað borleyfi, og ótlast að fjöldi manna myndi reyna að ná i leyfi þessi og taka til að bora viðsvegar, núverandi landeigend- um til ama og óþæginda. Ekki mun þó ástæða til að óttast þetta, af því að borun er ærið kostnaðar- söm og óviss, svo að enginn leggur út i það, nema sjerstaklega standi á, og er tæplega að húast við því, að aðrir hori en bæja- eða sveitafjelög, í því skyni að fá lieitt vatn til almenningsþarfa. Einnig mun liafa þótt að frv. trygði ekki nógu vel eignarrjett landeigenda á svæði því sem borun væri leyfð. Mun auðvelt að lagfæra þetta, svo eng- inn beri skaða af þótt frv. verði að lögum, þvi sá er ekki tilgangur frv. að ræna neinum þeim rjetti, er liann nú hefir, heldur aðeins að örfa liagnýt- ingu hveraorkunnar, þar sem liún nú er ónotuð, og liindra það að nokkur geti tafið þá hagnýtingu þar sem liún annars væri orðin timabær. Þótt frv. vrði ekki útrætt, mun það þó hafa stuðlað að því að samþykt var að heimila landsstjórninni að kaupa áhöld til jarðborunar, og er þess að vænta, að þau tæki verði liagnýtt vel og viturlega, svo að hagnýting jarðhitans geti tekið skjótum fram- förum hér á landi. Frv. til laga um raforkuveitur til almennings- þarfa utan kaupstaða var þingmannafrv., er vísað var til ríkisstjórnarinnar. Það gerir ráð fyrir að landsstjórnin styrki almennings-rafveitur um sveit- ir, á þann hátt að leggja þeim styrk til línulagninga, i þvi skyni að rafveitan verði úr þvi fjárliagslega trygg, en strjálbýlið er svo mikið, að án styrks er tæplega þess að vænta, að almenningsrafveitur komist á i náinni framtið. Það munu flestir á einu máli um það, að mál þetta er ákaflega þarft, og

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.