Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1929, Blaðsíða 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1929, Blaðsíða 4
14 TlMARIT V. F. í. 1929. Lýsing á veitunni. Dælistöð: Við laugarnar skal steypa þró, sem rúmar um 35 cbm., og skal hún grafin i jörð og laugavatn- inu safnað í hana. Við hlið hennar er vjelahúsið og skal það vera svo niðurgrafið, að vatnið geti runnið sjálfkrafa frá þrónni til dælunnar. í vjela- húsinu skal vera 1 rafmagnsdæla og 1 dæla knúin af dieselhreyfli. Hin síðarnefnda er varadæla. Frá aðalfrárenslispípu miðstöðvarinnar skal lögð pípa til vatnsgeymis á efsta lofti og frá geymi þess- um skulu liggja neysluvatnspípur um húsið og ennfremur yfirfallspípa, sem sett skal í samband við skolveituna. í kjallara skal komið fyrir litlum vatnsgeymi, þar sem hægt er að liita Gvendar- hrunna vatn að 85° C. og frá honum skal lögð pípa til eldhússins, (sjá mynd). Píl)ur allar i götum skulu einangraðar með sama hætti og aðalpipan frá laugunum. Aðalveitan: Vatninu skal veitt til bæjarins í 200 mm víðri járnpípu, sem tengd er með logsuðuhólkum. Á liverjum 100 metrum er þenslubelgur á pípunni og um liann brunnur, þannig að liægt er að komast að lionum. Pípan er einangruð með „Reform“-ein- angrun frá Warme- u. Kálteschutz G. m. h. H. Diiren. Geymir: Á Skólavörðuliæðinni skal bygður geymir úr smíðajárni og stendur hann á sandlagi, en utan um liann er gert hús úr járnbentri steinstevpu, sem er svo sterkt að það þoli vatnsþrýstinginn, ef leki kemur að geyminum. Geymirinn skal einangraður með mómylsnu. Við hlið geymisins er litil dælistöð og er þaðan dælt vatni til húsa þeirra á Skólavörðu- hæðinni, sem standa það hátt, að vatnið getur ekki runnið til þeirra sjálfkrafa. Bæjarveitan: Frá geyminum skal leggja vatnsæðar til harna- skólans nýja, landsspítalans, stúdentagarðsins og sundhallarinnar. Ennfremur skal leggja aðalæð niður eftir Skólavörðustig og í miðbæinn og dreifa henni þar eftir götunum. Götuæðarnar skulu lagð- ar þannig, að aðalæðin liggi ávalt i annari gang- stjettinni, en á stöku stað sje farið yfir götuna með liliðaræð. Þegar bærinn byggist meir og ástæða er til þess að stækka hitaveituna, skal leggja nýja aðalæð í hina gangstjettina og hliðaræðarnar frá gömlu aðalæðinni skal taka burtu, en gamla aðal- æðin skal upp frá þvi aðeins flytja vatn til þeirra húsa, sem liggja hennar megin við götuna. Með vissu millihili skulu vera hrunnar í gang- stjettinni, þar sem komið er fyrir þensluhelgjum, og þar skal einnig vera liægt að tengja liúsæðar við aðalæðina, án þess að hún sje skert, þótt nýtt hús byggist við götuna. Á húsæðinni skal vera hani, vatnsmælir, „kontra- ventill" og „vatnsskamtari" (hemill). Vatninu skal hleypt inn á aðrenslispípu miðstöðvarinnar og blandast þar með frárenslisvatni, þannig að hægt sje að breyta hitastigi ofnanna eftir hitaþörfinni. Stærð veitunnar: Vatnsmagn laugarinnar er 40.3600 = 144.000 lítr./kl.st. og með (4 álagi í 10 kl.st. á sólarliring getur liún því fullnægt liitaþörf sem nemur 144 000 -48-45 33 9 400 000 hel U. st. Vatninu er dælt frá laug til geymis í 200 mm pípu og er sú vegalengd um 2800 metrar. Laugin liggur um 36 metrum lægra en geymirinn. Mótstöður í pípunni nema um 17 m, svo að dælan við laugina verður að geta unnið gegn 53 m vatnss. þrýstingi. Stærð rafhreyfilsins er þá ákveðin af 53 • 40 • 0,736 75 • 0,6 • 0,9 38,5 kw. (52 hk. Árleg rafmagnsnotkun mun verða um 100.000 kw.st. Geymir sá, sem hyggja verður á Skólavörðu- liæðinni, verður að rúma 40 • 3,6 • 10 • 8/„ = 1080 * 1100 cbm. Iljer skulu eldci, að svo stöddu, ákveðnar pípu- víddir fj'rir bæjarveituna, en í kostnaðaráætlun þeirri, sem lijer fer á eftir, er reiknað með því, að meðalvídd sje 100 mm. Hitatap veitunnar: Hitatap i þró við dælistöð. Yfirborð þróar er um 71 qm og sje reiknað með því, að hitastuðull sje lc = 2,0 verður hitatapið 71.2.83 = 11800 he/kl.st. Á einni kl.st. renna gegnum þróna 144.000 lítrar, svo að hitafall vatnsins verður 11800 144 000 0,082° C Hitatap i aðalveitu: Hitatap fyrir hl. metra, á kl.st. er (93-10) • n rn _ , q =------------— = 47 ■*' 50 he. 1 0,541 2 • 0,048 og hitafall vatnsins frá laug lil geymis er 50 • 2800 144 000 0,97° C

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.