Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1929, Qupperneq 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1929, Qupperneq 10
20 TÍMARIT V. F. í. 1929. voru smíðaðar. Fulígérðir kaflar voru samtals um 3,2 km., en að nokkru leyti var undirbygging þeirra gerð 1927. Kostnaður varð kr. 9,991,53. Hvítárbraut. Gerðiir var stutlur kafli frá Hesli að vegamótum þjóðvegarins á Götuás og smábrú steypt á læk á þeirri leið. Að öðru leyti var brautin fullgerð beggja megin Hvítárbrúar og endurbættir nokkuð eldri kaflar. Nýir kaflar voru samtals um 0,6 km. yHlur kostnaður varð kr. 2,984,47. Norðurárdalsvegur var fullgerður skamt norður fyrir Sanddalsá. Þá var hlaupið yfir kaflann fram i'yrir Fornabvamm, en byrjað þar á vegagerð áleiðis fram að Holtavörðubeiði. Yoru alls fullgerðir 8,7 km, sem kostaði kr. 60,434,74. Vesturlandsvegur. Ákveðið var að geyma til næsta árs 10 þús. kr. fjárveitingu til vegagerðar hjá Dals- mynni áíeiðis vestur i Dali úm Bjarnardal og Sökk- ólfsdal. Er nú byrjað á þeirri vegagerð. Húnavatnssýsluvegur. Lagður var 8,0 km. langur kafli vestan Víðidalsár inn á vegamót gamla þjóð- vegarins á Miðfjarðarbálsi. Vegur þessi var gerður fær, en er ekki fullgerður fyr en 1929. Kostnaðúr varð kr. 43,SÍ18,80. Vallhólmsvegur var fullgerður frá vegamótum austan í Reykjarhóli um Húseyjarkvisl auslur undir brúna á Hjeraðsvötnum á Grundarstokki, er gerð var 1927. Ér þessi kafli um 3,5 km að lengd og kostáði kr. 28,953,01. Undirbygging var að nokkru gerð 1927. Þelamerkurvegur var fullgerður yfir Bægisá um 2,5 km og kostaði kr. 15,669,58. Vaðlaheiðarvegur. Fullgerður var 0,7 km langur vegarkafh, vestan undir Vaðlaheiði um svonefnda Eyrarlandsfit. I Vaðlaheiði var gerð undirhygging vegar að lengd 4,16 km, þar af fullgerður kafli að lengd 2,875 km. Kostnaður nam kr. 37,940,34. Vopnafjarðarvegur. Byrjað var á vegagerð frá Vopnafjarðarkauptúni inn að Hofsá og lagður um 1,91 km langur kafli, sem kostaði kr.11,739,54. Hróarstunguvegur. Fullgerður var 3,4 km langur kafli og ennfremur gerð undirbygging 800 m að lengd. Var þá enn ólagt að Jökulsárbrú hjá Fossvöll- um tæpir 200 metrar. Kostnaður varð kr. 18,736,91. Skaftárhraunsvegur. Ákveðið var að geyma til næsta árs (1929) 10 ])ús. kr. fjárveitingu til vega- gerðar yfir Brunabraunið undan Fossnúp, Teiging- arlæk að Hverfisfljótsbrú í Fljótsbverfi. Biskupstungnabraut komst að Vatnsleysugili, og var fullgerður 4,12 km langur kafli, og hafði að visu undirbvgging að 2,02 km vegarlengd verið gerð 1927. Ennfremur var gerð undirbygging að um 0,5 km löngum kafla austan Vatnsleysugils og loks endur- bættur til muna sá kafli, sem lagður var 1927. Kostn- aður varð kr. 24,386,62. Hólmahálsvegur. Byrjað var að haustinu að géra akfæran veginn um Hóímaháls milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Byrjað var sunnan við Eskifjarðar- brú og rúddur og lagfærður um 3 km langur kafli. Nam kostnaður kr. 7,799,35, sem Eskifjarðarbrepþ- ur og sýslusjóður Suður-Múlasýslu bafa greitt Yi hluta af. Þingvallavegurinn nýi. Samkvæmt sjerstakri heimild Alþingis var byrjað á þessúm vegi, er ligg- ur af Mosfellssveitarvegi skamt sunnan við Köldu- kvísl, um gamla sýsluveginn í Mosfellsdal, sunnan við Sauðafell og á núverandi Þingvallaveg nálægt 39 km frá Reykjavík. Var gerð undirbygging bins nýja vegar að lengd 13,48 km, en allur er hann áð lengd frá vegsenda gamla sýsluvegárins hjá Laxnesi 17,6 km. Malborinn var kafli 9,2 km að lengd og einnig gerð ræsi öll á þeim kafla. Gamli sýsluveg- urinn var breikkaður og er nú, eins og nýi vegurinn, 4,0 m á breidd. Kostnaðurinn við vegabætur þessar nam samtals kr. li 1,246,12. Á Þingvöllum var byrjað á nýjum vegum sjer- stalclega á vegi sunnan við prestsetrið áíeiðis að Val- höll hinni nýju og varið til þeirra framkvæmda sam- tals úr ríkissjóði kr. 9,188,20. II. Til viðhalds og umbóta þjoðvegúm var varið kr. 357,691,82 og er þar með tálinn bifreíðaskattúr- inn að úpþhæð 50 þús. kr. og 8 þús. kr., sem várið var til vetrarviðhalds á Súðurlandsbraút aústur yfir Hellisheiði og til þess að greiða þar fyrir vetrarum- ferð. Voru víða gerðar slíkar umbætur, lagðir kaflar eða umbættir eldri vegir ruddir og mölbornir, að bifreiðaferðir hófust í fyrsta sinn milli landsfjórð- unga. 1927 og 1928 var lokið að gera brýr yfir þær ár á þjóðvegum milli Borgarness og Norðurlands og Borgarness og Stykkishólms, sem til þessa böfðu verið farartálmi bifreiðum og voru þá engar óbrú- aðar ár lengur því til fyrirsiöðu, að fára íiiælti úm leiðir þessar tálmunarlaust að sumarlagi. Jafnframt var lokið vegágerðum í sveitum um þá kafla, þar sem torfásrur höfðu verið mestar. Hinsvegar ekki ýkja mikið verk að lagfæra svo vegi um heiðar þær, er þjóðvegur liggur úm hiilli bygða, að akfært yrði sumartímann, sehi og tókst, ekki síst vegna þess, bve sumarið 1928 var óvenju þurviðrasamt. Fjárveitingar til þessara framkvæmda námu 1928 kr. 238,000,00 og var því eýtt nálega 120 þús. kr. eða um 50% urhfram fjárveitingu. Með vaxandi bifreiða- úniferð er og eðlilegt, að viðhalds- og umbótaþörf veganna aukist til mikilla litiina frá því, sem verið liefir. Sjerstaklega þarf að vanda betur til slillags- ins, en þörf var fyrir besta og kerruumferð og bleypa þær umbælur víðast kostnaðinum æði mikið fram. Þaririig er nú viðhaldskostnaður súmra ak- brautanna kominn yfir 1000 kr. á hvérn km vegar, og má það lieita hátt, samanborið við viðhaldskostn- að malarvega t. d. í Noregi.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.