Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1929, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1929, Blaðsíða 9
TÍMARIT V. F. í. 19 29. 19 fer að verða stórnauðsynj amál sveitum. Einnig munu flestir sjá að einkarafstöðvar við sveitabæi geta ekki nema að örUtlu leyti leyst úr þessu, og á sumum slöðum meira að segja spilla fyrir þvi um langt árabil, að allir bæir geti náð í rafmagn með þvi, að þeir bæir sem eru svo vel setlir, að geta notið einkarafstöðva, verða ekki þátttakendur i sameiginlegri rafveitu fyr en einkastöðin er orðin ófullnægjandi. Á meðan verður strjálbýlið fyrir al- mennings rafveitur enn tilfinnanlegra. Sameigin- legar rafveitur eru eina lciðin i þessu máli, i mörg- um landshlutum. Þótt allir geti verið sammála um nauðsjm þessa máls, og aðeins verði deilt um leið- ina, þá munu ýmsir telja þetta mál svo stórvaxið fjárhagslega, að lítt liugsanlegt sje að takast megi að koma þvi noklcuð áleiðis. Mun meiri liluti fjár- liagsnefnar efri deildar bafa þókt það, er bann setur upp áætlun um rafveitur Islands, og kemst að þeirri niðurstöðu, að hún kosti 71,5 milj. króna, en þessi up])liæð, ef rafveitan verður ekki dýrari, er lireint ekki ólíklegt. í venjulegum fjárhagsreikn- ingum rafveitna er ekki tekinn með kostnaður inn- anhúslagna, og oft ekki lieimtauga; sje það ekki gert hjer, verður kostnaðurinn 60 milj. lcr. Af þess- ari upphæð eru kaupstaðarafveitur upp á 24 mil- jónir, er allar munu geta borið sig fjárhagslega, og aukið sig smám saman. Sveitarafveitur eru þá upp á 34 milj., og munu geta gefið um 2 milj. kr. ár- legar tekjur, eða um belming af því, sem þyrfti til þess að þær yrðu fjárhagslega eins tryggar og kauptúnarafveitur. Það verður þá um 17 milj. kr. sem styrkurinn ætti að vera, ef gróðinn á hinum betur stæðu veitum væri látinn renna til lijálpar hinum lakar stæðu. Væri gert ráð fyrir, að öll þessi veita kæmist i kring á 30 árum, væri styrkurinn til jafnaðar liðug 0,5 milj. kr. á ári, eða líkt og framlag ríkissjóðs til vegagerðar nú. Þessi útreikn- ingur er i raun og veru allur i lausu lofti, því raf- veita ísalnds yrði væntanlega aldrei lögð upp á þennan máta, sem kostnaðarágiskun fjárliagsnefnd- arinnar gerir ráð fyrir, lieldur myndu rafveitur verða lagðar í þeim lijeruðum, sem best væru fall- in til þess að bera sig fjárliagslega, og hin yrðu útundan þangað til þær gætu borið sig eða yrðu lagðar af gróða þeirra veitna, sem fyrir væru. Með því móti gæli beinn stjrrkur orðið mun minni, og málinu þó miðað áfram. Það er þvi vonandi, að ríkisstjórnin, sem nú liefir tekið við frumvarpi þessu, athugi það fljótt og vel, og geri það þannig úr garði að framkvæmdir geti byrjað, þótt í smáum stil yrði fyrsta kastið, en þá mun reynsla fljótt fást, og framhaldið koma af sjálfu sjer. St. J. Yfirlit yfir helstu mannvirki 1928. 1. Framkvæmdir að Vega- og brúargerðum. í fjárl. 1928 var veitt til vegamála kr. 834,450,00, en samkvæmt reikningum hefir koslnaðurinn orðið kr. 1,191,133,96 og er þannig umframeyðsla er nem- ur kr. 356,683,96. Er hún mest á þessum liðum: Viðhald og umbætur iþjóðvega .... kr. 120,000,00 Brúargerðir .......................... — 127,000,00 Tillög til sýsluvega vegna lögbund- inna framlaga til sýsluvegasjóð- anna .............................. — 48,000,00 Auk þessa var samkvæmt heimild i sjerstölcum lögum eða samþyktum Alþingis unnið að vegabót- um fyrir samtals kr. 193,533,21 er greiddar voru úr rikissjóði. Hjer við bætast svo framlög sýslu- og sveitarfjelaga, sem mjer telst að liafi numið sam- tals um 135 þús. kr. Hefir þannig verið unnið fjTÍr um 1 milj. 520 þús. kr. að vegabótum auk annara framlaga sýslu- og sveitarfjelaga, en bjer liafa verið talin. Er talið að samtals liafi verið unnin 74,490 dags- verk (10 klst.) auk allrar vinnu í sýsluvegum. Til samanburðar má geta þess, að tilsvarandi tala nam: 1927 ................... 59,912 dagsverkum. 1926 ............,...... 51,318 1925 ................... 22,496 Eru þannig dagsverkin um 24% fleiri en 1927. Dagsverkum á sýsluvegum liefir fjölgað tiltölulega enn meir. Notkun bifreiða í stað hestvagna til malarflutnings í vegi hefir aukist mjög mikið, en timi liefir ekki enn unnist til þess að telja saman þær tölur. I. Akbrautir á þjóðvegum voru gerðar sem lijer greinir, og nam kostnaður rikissjóðs samtals 394 þús. kr., að meðtöldum kr. 111,246,00 til Þingvalla- vegarins nýja. Kjalarnesvegur, Lagður var kafli 1,7 km að lengd og vegurinn fullgerður að Ártúnsmelum. Kostnaður varð kr. 11,134,84, sem greiddur er að % hluta af sýslusjóði Kjósarsýslu og Kjósarhreppi. Stykkishólmsvegur, Lagður var kafli undan Hjarð- arfelli fyrir vestan Grímsá og fullgerðir vegarkaflar lijá brúm á Laxá, Kleifá og Fáslcrúð, sem einnig

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.