Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 11
Óneitanlega erfitt að ráðleggja jjölbreytilegt matarœði með 5 ávexti oggrœnmeti á dag ífá- tœklegu úrvali verslana. sama skapi er markmið heilbrigðis- þjónustunnar að allar fæðingar fari fram á sjúkrahúsum og það markmið hefur nánast verið uppfyllt. Sem svar við þessu er nú rekin mjög íhaldssöm flutningsstefna fyrir konur í áhættuhóp- um og þeini ráðlagt að fara til Nuuk til að fæða. Það er hins vegar hægt að setja spurningamerki við hvernig þessir á- hættuhópar hafa verið skilgreindir. T.d. eru frumbyrjur sem eru undir 16 ára og yfir 35 ára á þessum lista sem og konur sem hafa fætt oftar en 6 sinnum. At- hyglisvert er að í ítarlegri rannsókn sem var gerð fyrir nokkrum árum á upplifun Grænlendinga sjálfra á eigin heilsufari, lífsaðstæðum og heilbrigðisþjónustu kom í ljós að rnikill munur er á því hvar fólk í raun óskar eftir því að fæða og hvar það svo fæðir. Rannsóknin leiddi t-d. í ljós að þriðjungur ibúa í litlu þorp- unum taldi eðlilegt að fæða heima eða í sjúkraskýlinu í þorpinu en þrátt fyrir það hafa fæðingar færst inn á sjúkrahús af miklum krafti3. Skv. munnlegri heimild Susanne Houd voru 3 heima- fæðingar á Grænlandi á sl. ári., þannig að ólíklegt er að hægt sé að kenna heimafæðingum um hinn háa bama- dauða í Grænlandi Mér fannst niðurstaða þessarar rann- sóknar afar athyglisverð og spurði því flestar konur sem ég átti samskipti við hvers vegna þær veldu að fæða á sjúkrahúsinu. Þær horfðu yfirleitt á mig uteð spurnaraugum og svöruðu því til að þær kæmu á sjúkrahúsið til að fæða því þær „ættu“ að gera það. Ég fékk a.m.k. sterkt á tilfinninguna að konurn- ar upplifðu ekkert sérstaklega sterkt að það væri öruggara fyrir þær að fæða á sjúkrahúsinu heldur en heima, þær bara gerðu það vegna þess að þær ættu að gera það. Mér virtist því hin svokallaða úryggisumræða, sem heyrist hæst hér i °kkar samfélagi þegar talið berst að sjúkrahúsfæðingum, eiga lítinn þátt í á- stæðunum að baki þess að grænlensku konurnar í Tasiilaq lalla sér niður á sjúkrahús til að fæða. ^rjár yndislegar eskimóastelpur... Ég var á fæðingavakt allan tímann minn ’ Tasiilaq og ég tók á móti þremur ynd- 'slegum eskimóastelpum. Þessar fæð- 'ngar gengu allar vel og mér fannst konurnar vera í góðum tengslum við sjúlfar sig, fóru inn á við og fæddu að því er virtist fremur áreynslulaust. Að Sama skapi hlökkuðu flestar konurnar Ú1 fæðingarinnar þegar þær voru spurð- ar í mæðraverndinni. Vissulega var stundum ákveðinn kvíði í þeim, en til- hlökkun var sterkari tilfinning. í viðtali sem ég tók við Elísu, eina af græn- lensku ljósmæðrunum, spurði ég hana hvernig hún undirbyggi sig fyrir fæð- ingar þegar hún væri kölluð til, en áður höfðunr við rætt um öryggi og hræðslu í fæðingum. Elísa svaraði: Ég er nú eiginlega meira hrœdd við hundana á leiðinni hingað á spítalann en við sjálfa fœðinguna. En þegar ég kem hingað þá skoða ég konuna og met hríðarnar, en svo er það nú eiginlega bara fjölskyldan sem hugsar um hana. Einhver úr fjölskyldunni nuddar hana, eða heldur við bakið á henni og svo þegar þetta er orðið verra þá kem ég og er með henni þegar hun fceðit. Stundum vilja þœr alls ekki fá þetta nudd, finnst það óþœgilegt. En þœr eru mikið á ferðinni hér um gangana. Annars held ég að grœnlensku konurnar ftnni ekki eins mikið til, eða k\>arta ekki svo mik- ið um verkina i sjálfrifœðingunni. Þetta gengur yfirieitt vel. Það kom nokkrum sinnum fyrir á þessum mánuði að við höfðum konur innlagðar með yfirvofandi fyrirbura- fæðingu. Ein þeirra var loksins flutt til Nuuk eftir að hafa verið veðurteppt í 3 daga í Tasiilaq. Það var skrítin tilfinn- ing að vera með konu í yfirsetu gengna tæpar 30 vikur með reglulega samdrætti og allar flugleiðir lokaðar. í þessum að- stæðum upplifði ég hins vegar mikla sálarró hjá konunni sjálfri og starfsfólki sjúkrahússins sem leiddi af sér að ég sjálf varð róleg. Ég breytti sjálfri mér í mónitor og skráði samviskusamlega hjartslátt barns og hríðir móður á heimagert línurit og „komst að því að barninu virtist líða vel“. Önnur kona sem var með fyrirvaraverki, vildi t.d. undir engum kringumstæðum vera lengur á spítalanum eftir að hún hafði fengið stera og bricanyl í æð. Hún vildi fara heim. Við Susanne sömdum við hana að hún gæti farið heim ef ég kæmi til hennar tvisvar í viku og hún myndi hafa lágan þröskuld á því að koma ef samdrættir myndu aukast. Þessi með- ferð reyndist árangursrík, a.m.k. fæddi þessi kona ekki barnið sitt fyrr en eftir að ég var farin, þá gengin rúmar 37 vik- ur. Það er fremur algengur siður í Græn- landi og almennt í ínúítamenningu að foreldrar gefi börn sín í fóstur til for- eldra eða náinna fjölskyldumeðlima. Susanne sagði mér að u.þ.b. 10% barna væru gefin í fóstur af þessum sökum. Þessi siður þarf alls ekki að tengjast bágum hag foreldra, heldur þvert á móti sögðu konurnar mér að „mæður“ þeirra gætu nánast krafist þess að fá ömmu- barn númer tvö í fóstur. Af þeim þrem- ur stúlkubörnum sem ég tók á móti áttu til að mynda tvær þeirra að fara í fóstur til ömmu og afa. Það er hins vegar á stundum sem þessum, sem skilningur milli ólíkra menningarheima sýnir tak- markanir sínar. Það nísti hjarta mitt að sjá mæðurnar miður sín yfir því að þurfa að skilja við börn sín og gefa þau í burtu og ég átti afar erfitt með að sætta mig við að slíkt þyrfti að viðgang- ast. En það var ekki mitt að dæma hefð- ir og venjur ókunns samfélags, hefðir Ljósmæðrablaðið únf 2005 11

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.