Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 33
svokölluð brjóstamjólkurgula heldur cingöngu gula sem kemur fram á fyrstu dögum ævinnar. Sólböð? Það er ekki faglegt að ráðleggja sólböð fyrir nýbura með gulu en ef talin er þörf a meðferð við gulu ætti að vísa barninu til bamalæknis. Schwoebel og Sakraida fjalla ítarlega um gulu í grein sem birt- ist árið 1997. Þar er m.a. fjallað um sól- böð sem meðferð við gulu. í greininni vara þær við þessari meðferð og tína tnargt til. Þær vara við hættu á ofhitnun °g þar með vökvatapi og ofþornun. ^aer benda á áhættu á húðskaða og augnskaða. Einnig benda þær á að af- klæða þurfi börnin að það geti valdið því að þeim verði kalt og það geti ýtt undir skerta líkamsstarfsemi og hækk- un á gallrauða. Þær benda enn fremur á að þurfi barn meðferð vegna gulu þá sé Ijósameðferð það sem viðurkennt er í öag. í leiðbeiningum frá British Col- unibia Reproductive Care Program (2002) er tekið í sama streng. Þar er bent á að engar rannsóknir hafi verið gerðar á þessari meðferð. Ennfremur er bent á að væg gula þurfi ekki meðferð- ar við og ráðleggingar um sólböð þegar tneðferðar er ekki þörf geti valdið á- hyggjum foreldra um veikindi bams. Harrison, Hutton og Nowak (2002) könnuðu hversu algengt væri að heil- öt'igðisstarfsfólk ráðlegði sólböð við nýburagulu. Niðurstöðurnar gefa til að kynna að ljósmæður eru líklegastar til að ráðleggja sólböð við nýburagulu en 45,8% ljósmæðra, 41,9% lækna og 21,4% hjúkrunarfræðinga sögðust ráð- 'cggja sólböð við nýburagulu. Ráðlegg- ’ngarnar voru mjög mismunandi t.d. hvað varðaði tímalengd sólbaðanna og hvort bömin ættu að vera við glugga eöa undir berum himni. Rannsakendur telja óviðeigandi að ráðleggja sólböð Vlð nýburagulu nema á stöðum þar sem Ijósameðferð er ekki í boði. En hvað Varð þá um uppgötvun breska hjúkrun- arfræðingsins sem átti þátt í að leggja grunninn að ljósameðferð? Breskur hjúkrunarfræðingur að nafni Sister J. ^ard tók eftir því að þau börn sem voru nieö gulu og voru við gluggann urðu fyrr bleik en þau sem ekki voru við 8'uggann (McDonagh, 2001). Sólböð nýbura við stofúgluggann á íslandi geta yart ógnað heilsu nýburanna svo líklega Veldur það íslenskum nýburum ekki skaða ef ljósmæður á íslandi ráðleggja s°lböð við nýburagulu. Spurningin er Þá hvort það geri gagn og þeirri spum- ingu svaraði Sister J. Ward fyrir nokkrum áramgum. Þá er rétt að velta íyrir sér hversu lengi í einu eiga börnin að liggja í sólinni og hvernig þessum sólböðum á að vera háttað en þeirri spurningu verður erfitt að svara án rannsókna. Að lokum er rétt að velta fyrir sér hvort það sé ekki óþarfi að ráð- leggja meðferð við einhverju sem er fullkomlega eðlilegt og lagast oftast að sjálfu sér. Ef þörf er að á meðferð við gulu þá er ljósameðferð sú meðferð sem mælt er með í dag. Við þurfúm ekki á rannsóknum að halda til að geta sagt foreldrum að nýburar og nýbakað- ar mæður hafi gott af dagsbirtu og þess vegna sé gott að draga ffá á daginn en við þurfum á rannsóknum að halda til að sýna fram á gagnsemi sólbaða við nýburagulu og hvernig þeim á að vera háttað. Stuðningur við foreldra Það er mikilvægt fyrir ljósmæður að muna að það er ekki sjálfgefið að for- eldrar viti um orsakir og alvarleika gulu og því er mikilvægt að gleyma ekki að fræða foreldra um ástand barna þeirra. Hannon, Willis og Scrimshaw (2001) gerðu rannsókn á upplifún mæðra ný- bura sem fengið höfðu gulu. Tekin voru viðtöl við 47 mæður barna sem fengu nýburagulu en voru að öðru leyti heil- brigð. Rannsóknin leiddi í ljós að marg- ar mæður höfðu verulegar áhyggjur af heilsu barna sinna og litu á gulu sem al- varlegan sjúkdóm sem gæti haft alvar- legar skammtíma og langtíma afleið- ingar. Sektarkennd var algeng því tals- vert var um að mæðurnar kenndu sér að einhverju leyti um að barnið þeirra fékk gulu. Margar mæður létu í ljós óánægju með samskipti sín við heilbrigðisstarfs- fólk og eitthvað var um að tungumála- erfiðleikar höfðu komið í veg fyrir full- nægjandi samskipti. AÐ LOKUM Ég vona að þessar upplýsingar komi ljósmæðrum að gagni við forvarnir, mat og meðferð gulu hjá nýburum. Það er ljóst að sú aðferð að meta dreifingu gula litarins frá toppi til táar getur gagnast þegar gula er að þróast og að gulumælir (litaspjaldið) getur einnig verið góður til stuðnings. Það er rétt að gera blossamælingu ef gula sést fyrir neðan geirvörtulínu hjá barni sem er eldra en 72 klukkustunda gamalt eða ef gildið sem lesið er af gulumælinum er hærra en 2,5. Ljósmæður ættu ekki að byrja á því að ráðleggja þurrmjólkurá- bót fyrir börn sem eru á bijósti en ættu fyrst og fremst mæla með aðferðum sem örva mjólkurframleiðslu svo sem handmjólkun, notkun mjaltavéla og síð- ast en ekki síst að fylgjast með hvort barnið sjúgi rétt. Þurfi að gefa barninu ábót hvort sem um er að ræða þurr- mjólk eða móðurmjólk ætti að ráð- leggja notkun hjálparbrjósts. Ljósmæð- ur ættu ekki ráðleggja sólböð fyrir ný- bura með gulu en geta óhikað mælt með því að gluggatjöld séu dregin frá svo nýburinn fái notið dagsbirtunnar. Telji ljósmæður þörf á meðferð við gulu á að vísa barninu til barnalæknis. Ljósmæður ættu ekki að hika við að skilja á milli í rólegheitum nema aðrar ástæður séu fyrir hendi. Ljósmæður mega heldur ekki gleyma því að einn af fyrirbyggjandi þáttum nýburagulu er að nýfætt barn taki brjóst sem allra fyrst eftir fæðingu og drekki oft fyrstu daga ævinnar. HEIMILDIR Bertini, G., Dani, C., Tronchin, M. og Rubaltelli, F.F. (2001). Is breastfeeding Really Favouring Early Neonatal Jaundice. Pediatrics (107), 3, 5 blaðsíður. Bertini, G. og Rubaltelli, F.F. (2002). Non-in- vasive bilirubinometry in neonatal jaundice, Seminars in Neonatology (7), 2, bls. 129- 133. British Columbia Reproductive Care Program (2002). Canadian Guidelines for the clin- ical management of jaundice in healthy term neonates. Vancouver: British Col- umbia Reproductive Care Program. Coe, L. (1999). Pathology and physiology of neonatal jaundice. British Joumal of Mid- wifery, 7 (4), bls. 240-243. Ebbesen, F., Rasmussen, L.M. og Wimberley, P.D. (2002). A new transcutaneous biliru- binometer, BiliCheck, used in the neonatal intensive care unit and the maternity ward. Acta Pœdiatrica (91), 2, bls. 203-211. Gígja Guðbrandsdóttir (2003). Gula hjá ný- burum. Óbirt rannsókn: Háskóli íslands. Hannon, P.R., Willis, S.K. og Scrimshaw, S.C. (2001). Persistence of Matemal Concerns Surrounding Neonatal Jaundice. Archives of Pediatrics and Adolescent Medicine, 55 (12), bls. 1357-1363. Harrison, S„ Hutton, L. og Nowak, M. (2002). An investigation of professional advice advocation therputic exposure. Australian and New Zealand Journal ofPublic Health (26), 2, bls. 108-115. Hey, E.N. (1995). Neonatal Jaundice - how much do we really know? MIDIRS Midwi- fery Digest (5), 1, bls. 4-8. Kramer, L.I. (1969). Advancement of Dermal Icterus in the Jaundiced Newbom. Amer J Dis Child 118: 454-458. Landspítali, háskólasjúkrahús. Gula (Jaund- ice). Óútgefið handrit. Ljósmæðrablaðið iúm' 2005 33

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.