Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 23
Uósmæðraskýrslur hennar sýna að þau voru bæði alin á pela frá fæðingu. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart. í samfélagi þar sem löng hefð var fyrir Því að ala börn á annarri fæðu en brjóstamjólk verður að teljast eðlilegt að elstu mæðurnar kysu að halda áfram fyrri háttum og gefa börnum sínum Pela í stað brjósts. Það verður líka að teljast harla ólíklegt að það hafi hvarfl- að að ungum og óreyndum ljósmæðrum að reyna að hafa vit fyrir reyndum mæðrum. Móðir Róshildar var hrepp- stjórafrú, komin yfir fertugt þegar hún atti yngstu börnin sín tvö og ljósmóðir- m hefur tæpast talið það í sínum verka- hring að ráðleggja sér miklu eldri konu um barnaeldi eða uppeldi yfir höfuð. Allt öðru máli hefur gengt um yngri °g óreyndari mæður. Áhugasöm ljós- móðir sem hafði fulla trú á ágæti óijóstatnjólkur hefur án efa getað talið frumbyrjur á að gefa brjóst. Þær hafa flestar tekið ráðum ljósmóður fegins hendi og líklegt að þær hafi mjólkað hörnum sínum í það minnsta framan af. hó verður að gera ráð fyrir að brjósta- gJöf í samfélögum þar sem brjóstagjaf- arhefð var veik hafi oft á tíðum verið skammvinn. Ef vandamál komu upp við brjóstagjöf, barnið var óvært eða veiktist, er líklegt að mæður hafi freist- ast til þess að beita gömlum og góðum húsráðum og gefið barninu aðra fæðu Samhliða brjóstinu. Það er alkunna að hratt dregur úr mjólkurmyndun ef byrj- að er að gefa bömum viðbótarfæðu og því má gera ráð fyrir að brjóstagjöf hafi verið skammvinn í þessum héruðum fram eftir 20. öldinni. Ljósmæðmm í sveitum landsins var af ýmsum ástæðum afar þröngur stakk- ur skorinn. Landið var dreifbýlt og ljós- Hræðrahéruð smá. Ljósmæður í dreif- hýlustu sveitunum tóku því í besta falli a móti tveimur eða þremur börnum á ari. Þessar konur öðluðust því litla þjálfun í starfi og gátu alls ekki sinnt sLirfinu með sama reglubundna hætti °8 ljósmæður í þéttbýlinu. Flestar þeirra voru, eins og fyrirrennarar þeirra, giftar húsmæður í sveit með eig- ln börn og heimilisrekstur. Þessu var ekki alltaf þannig háttað í þéttbýlinu. horbjörg Sveinsdóttir (f. 1829), emb- ®ttisljósmóðir í Reykjavík, giftist aldrei og hið sama má segja um Þór- Ur>ni Björnsdóttur (f. 1859) í Reykjavík Sem skv. ljósmæðraskýrslum tók á móti 'vorki meira né minna en 1.560 börn- Urr> á árunum 1914-1925. Ljósmæðraskýrslur sýna að ekki var óalgengt að ljósmæður í þéttbýli tækju á móti 100 börnum á ári. Það gefur auga leið að þessar konur höfðu ljós- móðurstarfið að meginstarfi og starfsvitund þeirra hefur verið allt önn- ur en starfssystra þeirra í dreifbýlum sveitum. Aðstæður þeirra til þess að veita mæðrum fræðslu og stuðning við umönnun nýbura voru líka allt aðrar og betri en flestra ljósmæðra í sveitum. Sumar þeirra kusu að bjóða konum af fátækum heimilum að fæða heima hjá sér37 og lágu sumar konur því sængur- Ieguna á heimili Ijósmóður. Að öllu jöfnu var stutt fyrir ljósmóður að fara milli heimila enda sóttu ljósmæður í þéttbýli konur heim í um tvær vikur eft- ir barnsburð á meðan sjaldgæft var að ljósmæður í sveit væru lengur en tvo til þrjá daga hjá sængurkonum. Þetta hef- ur verið mikill stuðningur fyrir mæður við bijóstagjöf og aðra umönnun barna. Tæplega er hægt að gera ráð fyrir að þeir þrír dagar sem ljósmæður dvöldu hjá mæðrum í sveitum liafi alltaf nægt til þess að veita þeim þann stuðning sem þær þurftu til þess að brjóstagjöfin gengi eðlilega fyrir sig, einkum ef lítil sem engin hefð var fyrir brjóstagjöf. Þéttbýlið hafði líka margra aðra kosti umfram strjálbýlið. Hægt var að ná í lækni með frekar auðveldu móti ef eitt- hvað bjátaði á og stuðningur nágranna- kvenna og ættingja hefur oft á tíðum verið ómetanlegur þegar ungar og óreyndar mæður áttu í hlut. í ljósi ofansagðs verður að telja harla ólíklegt að hægt hafi verið að koma á langvinnri brjóstagjafarhefð á aðeins örfáum áratugum í þeim héruðum þar sem ekki var hefð fyrir því að nýburar væru lagðir á brjóst. Sem fyrr segir voru ljósmæður yfirleitt ættaðar úr hér- aðinu þar sem þær þjónuðu og höfðu því sjálfar ekki kynnst bijóstagjöf í uppvextinum. Jafnvel þótt ung ljós- móðir úr þeim héruðum þar sem brjóstagjöf stóð hvað höllustum fæti léti sannfærast um ágæti brjóstamjólkur á meðan á námi hennar stóð í Reykjavík verður að telja ólík- legt að hún hafi getað sannfært allar sængurkonur um mikilvægi langvinnrar brjóstagjafar og enn síður að hún hefði getað veitt þeim þann stuðning sem til þurfti. í strjálbýlu samfélagi má gera ráð fyrir að jafnróttækar breytingar á bamaeldisháttum og um ræðir hafi tekið tvær til þrjár kynslóðir. En hvernig má þá vera að ungbamadauði minnkaði jafnmikið og raun ber vitni á síðustu þremur áratugum 19. aldar og í upphafi þeirrar 20.? Hér á eftir verður sjónum fyrst beint að lengd og umfangi brjóstagjafar eftir landshlutum. Þá verður kannað hvort munur var á lífslíkum brjóstabarna og pelabarna á öðrum og þriðja áratug 20. aldar og leit- að skýringa á helstu áhrifaþáttum. ÓLÍKIR BARNAELDIS- HÆTTIR Á FYRRI HLUTA 20.ALDAR Ekki fer á milli mála að brjóstagjöf jókst allnokkuð hér á landi á síðustu áratugum 19. aldar. Þetta sýna ljós- mæðraskýrslur svo ekki verður um villst. Athuganir á skýrslum leiða þó í ljós að bamaeldisvenjur breyttust frem- ur hægt. I strjálbýlum sveitum sunnan- lands þar sem virðist hafa heyrt til und- antekninga að leggja nýbura á brjóst um miðbik 19. aldar var aðeins rúmlega helmingur nýbura lagður á brjóst á ár- unum 1911-1920 (sjá mynd 3). LJm 5% nýbura fengu brjóst og pela á fyrstu dögum eftir fæðingu en 40% vora ein- ungis alin á pela. I læknishéruðum norðaustanlands var þessu öfugt farið. Þar vom aðeins 10% nýbura pelabörn og hið sama má segja um Reykjavík. í Hafnarfirði var fremur algengt að grip- ið væri til pelans samhliða brjóstinu. Sem fyrr segir veita ljósmæðra- skýrslur ekki upplýsingar um það hversu lengi börn voru á brjósti, heldur birtast þar einungis upplýsingar um brjóstagjöf á meðan ljósmóðir leit eftir rnóður (um 3-14 daga eftir fæðingu). Það má því segja að ljósmæðraskýrslur veiti fyrst og fremst upplýsingar um barnaeldishætti meðal nýbura. Öðru máli gegnir um upplýsingar manntals- ins 1920 en þar má finna ítarlegar upp- lýsingar um lengd brjóstagjafar. Mynd- ir 4, 5 og 6 byggja á upplýsingum úr manntalinu og sýna umfang og Iengd brjóstagjafar frá fæðingu þar til börnin ná 300 daga aldri. Ljósmæðrablaðið júní 2005 23

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.