Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 39

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 39
buraþungun væri ógreind. Það gerist tæpast á Islandi með góðri og almennri ómskoðun. Ergómetrín er því í heildina ekki eins heppilegt lyf í þróunarríkjum, en hér á landi getur notkun þess hafit kosti umfram oxýtósín. Notkun ergómetríns er byggð á sí- gildunr rannsóknum breska læknisins Chassar Moir og er það samdráttarlyf sem mælt var með í „klassískum“ kennslubókum sem höfðu mikil áhrif á þróun fæðingafræði á Vesturlöndum, þ-e.a.s. hinum þekktu kennslubókum Donalds (2), Bairds (3) og Myles (4). bar var mælt með gjöf ergómetríns sem fyrsta lyfs þegar höfuð eða fremri öxl er komin fram úr sköpum eða strax eftir fæðingu barnsins, í vöðva eða í æð. Oxýtósín gefið með sama hætti mátti nota í staðinn, og mælt var með að það væri eina samdráttarhvetjandi lyfið ef konan hefði blóðþrýstingshækkun (-* 140/90 mmHg). Rannsóknir upp úr miðri síðustu öld (2), sem endurteknar hafa verið á síð- ustu árum í stórunr hendingarvals-rann- sóknum (5) hafa ljóslega sýnt að venju- bundin virk meðferð þriðja stigs fæð- 'ngar með fastri gjöf samdráttarlyfja e>" betri en að bíða átekta og gefa að- eins lyf ef þörf sýnist vera á því, bæði hvað varðar blóðtap, asablæðingu eftir fæðingu og önnur alvarleg 'andamál á þriðja stigi eða í sængur- legu (lengt 3.stig, blóðleysi). Hér er nnr niðurstöður gagnreyndar læknis- fræði (evidence-based medicine) að ræða sem ekki er unnt að horfa framhjá (ó) og hafa ekki breyst frá birtingu yfir- [ýsingarinnar. Virk meðferð er því fyr- lrbyggjandi og á að vera föst venja v'ð allar eðlilegar fæðingar, þ.e.a.s. 8jöf ergómetríns eða oxytósíns (blöndu lyfjanna má einnig nota). 'frkri meðferð tilheyrir einnig að khppa snemma á naflastrenginn og beita stýrðu togi á strenginn (controlled cord traction) til að ná fylgjunni seni fyrst út. 1 þeim rannsóknum sem nýjastar eru °g hafa byggst á gagnreyndri læknis- fræði (5) reyndist lítill munur á °xytósíni og ergómetríni og ekki var ávinningur af blöndu lyfjanna. Fyrir- byggjandi gjöf lyljanna minnkaði hins vegar blóðtap marktækt við fæðinguna og þörf á aukalegu oxytósíni til að stöðva blæðingu minnkaði einnig. Gjöf ergometríns leiddi aðeins oftar til að sækja þurfti fylgju og blóðþrýstings- hækkun var algengari, en eldri rann- sóknir hafa þó ekki bent til þess að fylgjan „festist“ frekar inn í legholinu (2). Gjöf ergómetríns með oxýtósíni (sem er hraðvirkara en ergómetrín) minnkaði hættu á asablæðingu (5). Prostaglandin, þ.e.a.s. mísópróstól töfl- ur, drógu einnig úr blóðtapi, en ekki betur og það lyf hafði meiri aukaverk- anir (5,6). Mísóprostól er ekki enn framleitt fýrir þessa ábendingu. Þá skortir enn rannsóknir á þeiri lyfjagjöf. Prostaglandín E1 lyf (Prostinfenem®) í legvöðva er einnig virkt sem viðbótar- meðferð þegar asablæðing er að hefjast. í tilvikum, þar sem fæðing gengur mjög vel fyrir sig, má hugleiða að sleppa gjöf lyíjanna, en þá verður skráning slíkrar ákvörðunar, ábyrgð og eftirlit að vera með skýru móti. Sú aðferð hefur verið notuð talsvert hér á landi s.l. áratug (svonefnd lífeðlisfræðileg umönnun, e. expectant management), en ætti nú að vera undantekning fremur en regla. Al- þjóðasamtökin taka fram að verklags- reglurnar geti breyst og að stofnanir séu ekki skuldbundnar til að fylgja þeim í öllu. Þær geti haft einstaka þætti með öðru móti en þar segir, en þá þurfi að skilgreina frávikin vel. Á fæðingadeild kvennasviðs Land- spítalans eru til lyfin Methergin® = ergómetrín 200 míkróg (0.2 mg) og Syntocinon® = 10 a.e. oxytósín. Prostinfenem® hefúr einnig verið til sem varalyf og mísópróstól (Cytotec®) er einnig tiltækt. Á tímabili var til Syntometrine® = ergómetrín 500 míkróg (0.5 mg) + 5 a.e. oxytósín. Síð- asttalda sérlyfið er allnokkru dýrara en hin tvö sem bæði eru meðal ódýrustu lyfja. Ergómetrín eða annað hvort hinna lyfjanna á að vera tilbúið og uppdregið til inngjafar við fæðinguna. Vert er að minna sérstaklega á að gæta varúðar þegar um er að ræða konur í áhættuhóp varðandi blæðingu, þ.e.a.s. þær sem hafa sögu um fyrri asablæðingu, blæð- ingu fyrir fæðingu, fyrri keisaraskurð, blóðleysi, andvana fóstur, ungar mæður (<20 ára), eldri mæður, þær sem eru taldar ganga með stórt barn, hafa átt fleiri en fimm börn áður, ganga með fleirbura og hafa þekkta blæðingatil- hneigingu (t.d. von Willebrandssjúk- dóm). Muna þarf að ekkert kemur í stað forvarna og undirbúnings undir mögu- leg vandamál, eða skjót viðbrögð þegar blæðing byrjar. Mæla og meta á blæð- inguna. Muna þarf að margar smá- skvettur skipta máli og eru hættulegar. Þvagblaðran þarf að vera tóm/tæmd. Læknar og ljósmæður eru í þessum til- vikum oft á eftir orðnum hlut í með- ferðinni og meðvitund um það skiptir miklu. Blóð konunnar sjálfrar, sem hún hefur ekki misst, verður ávallt miklu betra en blóðgjöf. Heimildaskrá 1. Moir JC. The action of ergot preparation on the puerperal uterus. BMJ 1932;1:119-22. 2. Donald I. Practical Obstetric Poblerns. Ll- oyd-Luke (Medical Books) Ltd, London 1969. 3. Baird D. Combined Textbook of Obstetrics and Gynaecology. E.S. Livingstone LTD. Edinburgh, 1969 4. Myles MF. Textbook for midwives. Churchill Livingstone, Edinburgh, 1985. 5. Prendiville WJ, Elbourne D, McDonald S. Active vs. expectant management in the third stage of labour. In: Cochrane Libiary, Issue 3, 2003. Oxford. Update Software (http://gateway2.ovid.com/ovidweb.cgi). 6. Villar J, Gtilmezoglu AM, Hofmeyr GJ, Forna F. Systematic review of randomized trials of misoprostol to prevent postpartum hemorrhage. Obstet Gynecol 2002;100:1301-12. Fyrirspurnir: Reynir Tómas Geirsson, prófessor/yfirlœknir Kvennasviði, Landspítala-háskólasjúkrahúsi, 101 Reykjavík. Grein þessi birtist fyrst í Læknablaðinu 05. tbl 91. árg. 2005 <http://www.laeknabladid.is/2005/05/>. Er birt með góðfuslegu leyfi ritstjórnarfulltrúa Læknablaðsins. Ljósmæðrabíaðið iúnf 2005 39

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.