Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 30
Svæði 1 2 3 4 5 Gallrauði í serini (pmol/L) 100 150 200 250 >250 mg/100 ml 5,9 8,8 11,7 14,6 >14,6 Tajla 1 gaf þeim númer frá 1 til 5 (sjá Mynd 1). Bömin voru skoðuð allsnakin undir bláhvítu flúrljósi. Hann fann sterkt og nrarktækt samband milli dreifingar gul- unnar og magns gallrauða í sermi á því tímabili þegar gulan er að ágerast (sjá Töflu 1). Það er þó mikilvægt að átta sig á því að þegar gulan er að lagast hverfur guli liturinn ekki með sama hætti og hann kom, heldur dofnar hann smátt og smátt á öllum svæðunr í einu. Síðan Kramer setti fram sínar niður- stöður hafa verið gerðar margar rann- sóknir á áreiðanleika þessarar aðferðar. Madlon-Kay (1997) gerði rannsókn á hæfni foreldra, hjúkrunarfræðinga og lækna til að meta gulu og alvarleika gulu miðað við dreifingu gulunnar um líkamann. Hún rannsakaði einnig áreiðanleika gulumælis (e. icterometer) (sjá Mynd 2) sem er í raun litaspjald sem borið er við barnið til að meta al- varleika gulu. Mat með gulumælinum reyndist hafa frekar sterka fylgni við rnagn gallrauða í sermi og kom vel út úr þessari rannsókn og var mun nákvæm- Mynd 2 ari en klínískt mat hjúkrunarfræðinga og lækna. Niðurstöður rannsóknarinnar voru athyglisverðar að því leyti að for- eldrum gekk betur en hjúkrunarfræð- ingum og læknum að meta gulu og al- varleika hennar því mesta fylgni var á milli klínísks mats foreldranna á dreif- ingu gulunnar og magni gallrauða í sermi. Moyer, Ahn og Sneed (2000) gerðu rannsókn á því hvort reyndir barna- hjúkrunarfræðingar og barnalæknar gætu metið alvarleika gulu og hvenær þörf væri á frekari mælingum eða blóð- rannsóknum með skoðun eingöngu. Úrtakið var þægindaúrtak 122 barna sem einhverra hluta vegna þurfti að mæla gallrauða í sermi. Hvert barn var skoðað af 2 þátttakendum í björtu her- bergi sem lýst var með björtu flúrljósi. Hver þátttakandi átti að meta dreifingu gulunnar og taka eftir gulu á ákveðnum stöðum á líkamanum s.s. í hvítunni í augunum, nefbroddinum og efri gómn- um því samkvæmt reyndum barna- læknum átti að vera gagnlegt að rneta gulu á þessum ákveðnum stöðum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að frekar sterk fylgni var milli gallrauða í sermi og hversu sterkan eða djúpan þau mátu gula litinn á húð bamsins. Mjög veik fylgni var á milli gallrauða í sermi og sjáanlegrar gulu í hvítunni í augunum, nefbroddinum og efri gómnum. Rannsakendur drógu þá ályktun af niðurstöðum sínum að ný- buri sem ekki var með gula húð neðan við geirvörtur væri með minna en 205 pmol/L (12 mg/dL) af gallrauða í sermi. Með þessari ályktun má segja sem svo að yfirleitt sé ekki sé þörf á mælingum á gallrauða ef guli liturinn sést ekki fyrir neðan geirvörtur ný- burans. Madlon-Kay (2001) rannsakaði hæfni hjúkrunarfræðinga í ungbarna- vemd til að meta gulu. Skoðuð voru alls 162 börn og gerður var samanburð- ur á 3 aðferðum við klínískt mat á al- varleika gulu. I fyrsta lagi var skoðuð aðferð sem hjúkrunarfræðingarnir voru vanir að nota en samkvæmt viðtölum við hjúkrunarfræðingana virðist sú að- ferð byggja á því að skoða dreifingu gulunnar um líkamann, leita eftir gulu á ákveðnum svæðum s.s. iljum og lófum auk þess að skoða hversu djúpur guli liturinn er. í öðru lagi var skoðuð að- ferð sem miðar við dreifingu gulunnar um líkamann og í þriðja lagi var skoð- uð notkun á gulunræli. Til samanburðar vom svo tekin blóðsýni til að mæla raunverulegan gallrauða í sermi. Hjúkrunarfræðingarnir fengu leiðbein- ingar um notkun gulumælis og hvernig meta má gulu út frá því hvernig guli lit- urinn dreifist unr líkamann. Hjúkrunar- fræðingunum gekk best að nota sína gönrlu aðferð sem sennilega var ekki sú sama hjá öllum hjúkrunarfræðingunum og var ekki skilgreind nákvæmlega í greininni en virðist þó vera blanda af hinum tveimur aðferðunum auk þess að athuga gulu á ákveðnum stöðum á lík- amanum. Þeirra aðferð hafði mesta fylgni við raunverulegt magn gallrauða í sermi. Aðferð sem miðar við dreifingu gulunnar um líkamann eingöngu hafði frekar veika fylgni, svipað og í fyrri rannsóknum höfundar. Notkun á gulu- mæli eingöngu hafði einnig frekar veika fylgni og mun minni fylgni en mælst hafði i fyrri rannsóknunr höfund- ar. Hjúkrunarfræðingamir sem tóku þátt í rannsókninni vom taldir mjög hæfir til að meta gulu sem gefúr vís- bendingu um hvað reynsla er mikilvæg og gefur einnig til kynna að betra getur verið að nota saman fleiri en eina að- ferð til að fá sem nákvæmasta niður- stöðu. Madlon-Kay (2002) gerði einnig rannsókn á hæfni mæðra til að meta gulu og alvarleika gulu. Fyrir útskrift af sjúkrahúsi var mæðrunum kennt að meta gulu með því að skoða dreifingu gula litarins frá toppi til táar. Þeim var einnig kennt að nota gulumæli. Mæð- urnar skoðuðu og mátu börnin sín í 7 daga eftir útskrift. Hjúkrunarfræðingur í ungbarnavernd kom svo heim til þeirra, mat einnig guluna með skoðun og gulumæli og tók blóðpmfú til sam- anburðar. Út frá niðurstöðum um á- reiðanleika á mati á dreifingu gula lit- arins frá toppi til táar ályktar rannsak- andi sem svo að sjáist ekki gula fyrir neðan geirvörtulínu sé hægt að fullyrða að gallrauði sé innan við 290 pmol/L (17 nrg/dl). Þessi ályktun Madlon-Kay er ekki í samræmi við ályktun Moyer, Ahn og Sneed (2000) á niðurstöðum 30 Ljósmæðrablaðið júm' 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.