Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 24
Lengd brjóstagjafar í Gullbringusýsiu 1920 Mynd 5 Mynd 4 sýnir að talsverður munur var á brjóstagjöf í strjálbýli og þéttbýli á Suðurlandi (Árnessýslu, Rangárvalla- sýslu og Skaftafellssýslum). Börn í strjálbýli voru höfð á brjósti í mjög skamman tíma og nær öll höfðu verið vanin af brjóstinu við þriggja mánaða aldur. Aðeins 10% barna voru enn lögð á brjóst við hálfs árs aldur. Þetta bendir eindregið til þess að þótt um helmingur barna hafi verið lagður á brjóst við fæð- ingu hafi snemma verið farið að gefa bömum viðbótarfæðu og því dregið hratt úr mjólkurmyndun. Allt önnur mynd er dregin fram af kauptúnum í sýslunum þremur á Suður- landi. í Vestmannaeyjum voru rúmlega 80% nýbura lagðir á brjóst en börn voru vanin af fljótlega. Á Stokkseyri og Eyrarbakka var brjóstagjöf aftur á móti bæði almenn og langvinn, 90% nýbura vom á brjósti og við níu mánaða aldur voru um helmingur barna enn á brjósti. Hafa ber í huga að á Eyrarbakka vora danskættaðar ijölskyldur margar. Ekki er útilokað að dönsk viðhorf til brjósta- gjafar hafi náð að festa rætur á Bakkan- um enda er brjóstagjöf í þessum sjávar- plássum er í góðu samræmi við lengd og umfang brjóstagjafar í ýmsum Evr- ópulöndum þar sem brjóstagjafarhefð var sterk. Sem fýrr segir var ekki óal- gengt að börn í Danmörku væru höfð á brjósti í meira en hálft ár.38 Mynd 5 sýnir lengd og umfang brjóstagjafar í sjávarbyggðum á suð- vesturhorni landsins, þ.e. í Reykjavík, í Haíharfirði og loks í öðrum prestaköll- um í Gullbringusýslu. Það mynstur sem þar birtist svipar nokkuð til þess sem fram kemur í þéttbýlisstöðunum á Suð- urlandi. Almennust var brjóstagjöf í Reykjavík, þar voru rúmlega 85% ný- bura lagðir á brjóst og um það bil helm- ingur ungbama þar voru enn á brjósti við hálfs árs aldur. Á Suðurnesjum var heldur sjaldgæfara að nýburar væru lagðir á brjóst en í Reykjavík og áber- andi er hversu miklu fyrr börn voru vanin af bijósti. Einungis rúmlega þriðjungur bama þar voru á brjósti við þriggja mánaða aldur. Hafharfjörður sker sig nokkuð úr öðrum svæðum í Gullbringusýslu að því leyti að fremur fáir nýburar fengu brjóstið en sam- kvæmt manntalinu voru 45% nýbura aldir á pela í Hafnarfirði. Sem fyrr segir voru barnaeldishefðir norðausturlands allt aðrar en annars staðar í sveitum landsins um miðbik 19. aldar og manntalsupplýsingar frá 1920 benda eindregið til sterkrar brjóstagjaf- arhefðar í Þingeyjarsýslum (sjá mynd 6). Þetta á einkum við um Norður-Þing- eyjarsýslu en þar voru nær allir nýburar lagðir á bijóst. Ennfremur má sjá að mæður kusu að gefa börnum brjóst langt fram eftir fýrsta árinu. Meira en 70% barna vora enn höfð á brjósti við 6 mánaða aldur (180 dagar) og í lok 10. mánaðar voru meira en helmingur barna á brjósti. Brjóstagjöf var sjald- gæfari í suðursýslunni, þar voru aðeins 70% nýbura lagðir á brjóst. Þau börn sem fengu brjóstið voru aftur á móti lengi á bijósti líkt og brjóstabörn í norðursýslunni. Upplýsingar um brjóstagjöf sem fengnar eru af ljósmæðraskýrslum og úr manntali 1920 sýna glöggt hversu sterkar hefðir reynast. Á þeim stöðum þar sem brjóstagjafarhefð var sterk um miðbik 19. aldar var þorri nýbura lagð- ur á bijóst og börn höfð á brjósti langt fram eftir fyrsta árinu. Augljóst er að á- róður heilbrigðisyfirvalda fyrir bættu barnaeldi hafði sitt að segja og ekki fer á milli mála að á þeim stöðum þar sem brjóstagjafarhefð var veikust var mun almennara að nýburar væru lagðir á brjóst í upphafi 20. aldar en verið hafði um miðbik þeirrar 19. Aftur á móti voru flest börn á þessum svæðum vanin af afar snemma. Þetta bendir eindregið til þess að ekki hafi verið óalgengt að mæður gripu til gamalla húsráða ef börn væru óvær og gæfu þeim viðbót- arfæðu. Slíkt leiddi svo til þess að hratt dró úr mjólkurmyndun og lítil von til þess að brjóstagjöf væri langvinn. í ljósi þess hve skammvinn bijósta- gjöf var hér á landi um 1920 vekur það óneitanlega nokkra furðu að ungbarna- dauði skuli hafa verið jafn lítill og raun ber vitni en þegar hér er komið sögu eru fá samfélög í Evrópu með lægri ung- barnadauða en ísland. Hér að ofan var vísað til breskrar rannsóknar frá því um 1920 sem sýndi að ungbarnadauði meðal pelabarna í London var margfalt meiri en meðal brjóstabarna. Það voru yfirleitt magasjúkdómar sem drógu ungbörn, sem ekki voru alin á brjósti, til dauða og áfram var dánartíðni mest heitustu mánuði ársins þegar erfiðast reyndist að koma í veg fyrir að matvæli skemmdust og vatnsból menguðust. Ekki fer á milli mála að hér á landi var mun aðveldara að forðast aðstæður á borð við þær sem sköpuðust í stórborg- um sunnar í álfunni. Jafnvel þótt hrein- læti í íslenskum sjávarplássum hafi, miðað við það sem nú tíðkast, ekki ver- ið upp á marga fiska var ólíku saman að jafna. Auðveldara var að koma í veg fyrir mengun mjólkur og vatns í fá- mennum sjávarþorpum en stórborgum- Svo má heldur ekki gleyma því að veð- urfar hér á landi var ákjósanlegra en á meginlandinu þar sem erfitt var að geyma mat og koma í veg fyrir að hann skemmdist, einkanlega að sumri til. Það sem hjálpaði enn frekar til hér á landi var að menn þurftu ekki í sama mæli og fólk erlendis að berjast við vágesti a borð við kóleru og taugaveiki sem skutu upp kollinum yfir sumarmánuð- ina, einkum þegar hlýjast var. Það má því gera ráð fyrir því að minna hefði þurft til að kosta til að ná árangri í bar- áttu við ungbarnadauða hér á landi en 24 Ljósmæðrablaðið júní 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.