Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 22
burði við allt suður- og vesturland en í engu öðru prestakalli í þeim landshlut- um var ungbarnadauði minni en í Reykjavík. Þar var brjóstagjöf bæði al- menn og langvarandi.26 Að sama skapi var brjóstagjöf almenn venja í Þingeyj- arsýslu í það minnsta um og eftir miðja 19. öld. Svo virðist sem ljósmæður hafi átt veigamikinn þátt í því hve umfangs- mikil brjóstagjöf var í Þingeyjarsýslum og í Reykjavík. Fljótlega eftir að land- læknisembætti var stofnsett hér á landi 1762 var ráðin embættisljósmóðir sem hafði aðsetur í Reykjavík og sinnti sængurkonum í því umdæmi. Framan af voru embættisljósmæður danskar og allar höfðu þær alist í upp í Danmörku, lært þar til ljósmóður og eignast börn áður en þær fluttust til íslands. Þetta tel ég að hafi haft úrslitaáhrif á lífslíkur barna í Reykjavík. Allt fram undir lok 19. aldar var það almenn regla á Norðurlöndum að ljós- mæðraefni væru gift og hefðu eignast börn áður en þau fengu inngöngu í ljós- mæðranám. í Danmörku var alvanalegt að börn væru höfð á brjósti í a.m.k. sex til níu mánuði.27 Dönsku ljósmæðurnar í Reykjavík höfðu því alist upp í landi þar sem brjóstagjöf var bæði talin æski- legur og eðlilegur þáttur i uppeldi ung- barna, þær höfðu persónulega reynslu af brjóstagjöf auk þess sem þær höfðu á námstímanum unnið við að leiðbeina mæðrum um brjóstagjöf. Svo virðist sem þeim hafi tekist vel að miðla af þessari reynslu sinni til reykvískra mæðra.28 í læknishéraði Norðurlands eystra virðist áhugi á brjóstagjöf hafa verið með miklum blóma og þar má líka finna dæmi um afar farsælt samband ljósmæðra og læknis. Jón Finsen (1826- 1885) var þar héraðslæknir á sjötta ára- tug 19. aldar. Jón lýsti því allítarlega í læknaskýrslum hvernig námi ljós- mæðra hjá honum var háttað en hann menntaði hvorki meira né minna en 20 ljósmæður þau ár sem hann sinnti læknisstörfum hér á landi (1856-1867). Ljósmæðranemar Finsens fylgdu vanri ljósmóður, sem starfaði á Akureyri, og lærðu af henni. Að áliti Finsens var brjóstagjöf almenn í Þingeyjarsýslum og er lítill ungbarnadauði ótvírætt vitni um það.29 Beinast liggur við að draga þá álykt- un að þá miklu lækkun ungbarnadauða sem varð í Rangárvallasýslu og í Gull- bringusýslu (utan Reykjavikur) undir lok 19. aldar og við upphaf 20. aldar megi rekja til aukinnar brjóstagjafar. Talsverður áróður var rekinn fyrir brjóstagjöf á síðari hluta 19. aldar og eins og annars staðar í álfunni voru heilbrigðisstéttir hér á landi þá á einu máli um að brjóstagjöf væri lykillinn að bættri heilsu og auknum lífslíkum lítilla barna. Þá vaknar aftur spurningin um það hvort raunhæft sé að gera ráð fyrir að hægt hafi verið að koma á almennri og langvinnri brjóstagjöf á svo stuttum tíma í samfélögum þar sem löng hefð var fyrir því að ala ungbörn á annarri fæðu en bijóstamjólk. Mannfólkið er yfirleitt frekar íhaldssamt og róttækar breytingar á menningarlegum þáttum mannlegs samfélags taka oft marga ára- tugi. Auk þess er ljóst að brjóstagjöf er langt í frá að vera einfalt mál. Jafnvel í samfélögum þar sem brjóstagjöf er við- urkennd sem eðlileg og æskileg leið til að næra ungviðið þurfa sængurkonur á tíma, stuðningi og aðstoð þeirra sem kunna til verka að halda.30 í þessu ljósi er líka mikilvægt að hafa í huga að ljós- mæður voru yfirleitt ættaðar úr héruð- unum þar sem þær þjónuðu og höfðu því enga reynslu af brjóstagjöf þegar þær hófu nám í ljósmóðurfræðum i Reykjavík. ÍSLENSKAR LJÓSMÆÐUR AÐ STÖRFUM Sem fyrr segir benda samtímaheimildir frá því um miðbik 19. aldar til þess að brjóstagjöf hafi staðið hvað veikustum fótum í sveitum á Suðurlandi. Ein þeirra ómenntuðu yfirsetukvenna sem störfúðu við ljósmóðurstörf i þessum landhluta var Gyðríður Olafsdóttir (1844-1933) en hún bjó lengst af í Asum í Skaftártungu. I viðtali sem ég tók við barnabarn Gyðríðar, Róshildi Sveinsdóttur árið 1999, lýsti hún ljós- móðurstörfum ömmu sinnar eins og hún minntist þeirra.31 Róshildur var fædd árið 1911, sjö- unda barnið í röð fimmtán systkina. Ljósan, amma hennar, var komið nokk- uð til ára sinna þegar Róshildur fæddist og ný ljósmóðir, Elín Arnadóttir (1886- 1973), hóf störf í sókninni nokkrum árum síðar. Þótt Gyðríður hefði látið af störfum um þetta leyti tók hún á móti barnabörnum sínum, að undanskildum tveimur yngstu sem fæddust 1921 og 1925. Að sögn Róshildar voru börn í sveitinni ekki lögð á brjóst og hún minntist þess glöggt þegar hún var látin þvo pela yngri systkina sinna. Algeng- ast var að túttur væru úr tré, gjarnan tálguð tvinnakefli, sem síðan voru þak- in með ullarþeli og vafin með lérefts- grisju.32 Amma Róshildar átti það til að taka nýbura með sér heim þegar mjög fátæk- ar fjölskyldur áttu í hlut. Þá hafði hún börnin hjá sér í 3-4 vikur á meðan móð- irin lá á sæng. Frásögn Róshildar renn- ir stoðum undir vitnisburð sem finna má hjá samtímamönnum á 18. og 19. öld þar sem fram kemur að algengt hafi verið að ljósmæður tækju hvítvoðunga með sér heim. Hér var greinilega um að ræða leið til að létta undir með fátækum fjölskyldum í dreifbýlu samfélagi þar fjölskyldur áttu þess ekki alltaf kost að leita til nágranna eða ættmenna meðan móðir lá á sæng. Ljósmæður voru yfir- leitt sjálfar húsmæður í sveit og höfðu fyrir eigin bömum að sjá. Oft á tíðum hafa þær ekki getað dvalið eins lengi hjá sængurkonum og þær hefðu kosið. Það er athyglisvert að sá siður að ljósmæður tækju nýbura með sér heim virðist hafa lifað áfram fram á 20. öld, sérstaklega ef tekið er mið af því að þegar um miðbik 19. aldar var farin herferð í að uppræta þennan sið.33 At- hugun á spurningalista þjóðháttasafns Þjóðminjasafns íslands „Barnið fæðing og fyrsta ár“34 sem sendur var út árið 1962 leiðir reyndar í ljós að elstu við- mælendurnir sem ættaðir voru af Suð- urlandi minntust þess að ljósmæður tækju nýbura með sér heim. Nokkrir þeirra nefha viðkomandi ljósmæður með nafni sem hlýtur að renna stoðum undir heimildagildi vitnisburðarins. Einn viðmælenda var sjálf ljósmóðir (f. 1893) og sagðist hafa tekið börn með sér heim, „en þá voru bágar aðstæður“ eins og hún komst að orði.35 Saman- burður við viðmælendur af Norðurlandi er athyglisverður en þar virðist spurn- ingin oftar koma á óvart og í svörum er bent á að þetta hefði tæpast verið mögulegt ef móðir hefði haft barn á brjósti. Sumir viðmælendur af Norður- landi sögðust hafa heyrt af þessum sið en hann hafi löngu verið aflagður þeg- ar þeir mundu eftir sér.36 Sú staðreynd að ljósmæður á Suðurlandi tóku börnin með sér heim verður að teljast nokkuð sterk vísbending um að brjóstagjöf hafi þar staðið höllum fæti. Af ljósmæðraskýrslum má sjá að ljósmóðirin sem tók við af ömmu Rós- hildar tileinkaði sér aðra starfshætti en fyrirrennari hennar. Á tímabilinu 1915- 1925 tók hún á móti 16 börnum og samkvæmt skýrslum hennar voru 10 þeirra lögð á brjóst. Hún tók á móti tveimur yngstu systkinum Róshildar og 22 Ljósmæðrablaðið júm' 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.