Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 28
Nýburagula Hlutverk Ijósmæðra við forvarnir; mat 02 meðferð. Nýburagula er í flestum tilfellum sak- laust og eólilegt ferli tengt þeim lífeðl- isfrœðilegu breytingum er verða í lík- ama nýburans eftir fœðingu en getur þó verið merki um sjúklegt ástand sem bregðastþarf við. Það er því mikilvœgt fyrir Ijósmæður að geta greint þar á milli. Hlutverk Ijósmœðra við forvarnir nýburagulu byggist fyrst og fremst á þvi að stuðla að brjóstagjöf sem fyrst eftir fœðingu, veita góðan stuðning við hana og fylgjast vel með nýburanum á fyrstu dögunum eftir fœðingu. Ljós- mœður geta ekki minnkað líkur á ný- buragulu með því að skilja fljótt á milli barns og fylgju þar sem rannsóknir sýna engin tengsl milli nýburagulu og þess að skilja seint á milli. Ljósmœður gegna lykilhlutverki við kliniskt mat á alvarleika gulu. Rannsóknir sýna að skoðun á dreijingu gula litarins frá toppi til táar er gagnleg til að meta al- varleika gulu og að jafnvel geti verið gagnlegt að nota svokallaða gulumœla til stuðnings við klínískt mat. Blossamœlar af gerðinni BiliCheck™ eru áreiðanlegir til að skima börn sem eru að koma sér upp gulu og œtti að nota þá áður en ákveðið er að taka blóðprufu. Mælarnir eru áreiðanlegir fyrir nýbura af öllum kynstofnum og gagnast jafnt fyrirburum sem fullburða börnum og geta jafnvel komið í stað blóðrannsókna. Þegar grípa þarf til meðferðar við gulu er mœlt með Ijósameðferð en dugi hún ekki eru framkvæmd blóðskipti. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á gagnsemi sólbaða sem meðferð við nýburagulu og œtti því ekki að ráðleggja þá meðferð. Hlutverk Ijósmœðra i meðferð er mikil- vœgt ogfelst aðallega íþví að hámarka gagnsemi Ijósameðferðar, styðja við brjóstagjöf frœða foreldra um vanda- málið og vera þeim til stuðnings. Nið- urstöður rannsókna styðja ekki þá meðferð að gefa börnum sem eru á brjósti þurrmjólkurábót en sýna fram á mikilvœgi þess að örva mjólkurfram- Anna SigríðurVernharðsdóttir; Ijósmóðir á fæðingadeild Landspítala háskólasjúkrahúsi leiðslu með tíðari gjöfum og notkun mjaltavéla. Þegar ég lauk námi í ljósmóðurfræði vorið 2003, var lokaverkefni mitt um hlutverk ljósmæðra við forvarnir, mat og meðferð nýburagulu. Ástæðan fyrir þessu verkefnavali var sú að í verknámi mínu á Landspítala, háskólasjúkrahúsi kynntist ég umönnun nýbura með gulu og sú reynsla vakti hjá mér spurningar sem ég reyndi að leita svara við í þessu lokaverkefni. • í fyrsta lagi fann ég vanmátt minn í þvi að meta guluna klínískt, það er hversu alvarleg hún væri og hvort þörf væri á frekari mælingum eða rannsóknum. • 1 öðru lagi varð ég vör við að sumar ljósmæður mæla með notkun þurr- mjólkur sem ábót við brjóstagjöf í ákveðinn tíma með það í huga að lækka magn gallrauða (bilirubin) í sermi. • í þriðja lagi hef ég orðið vör við að sumar ljósmæður ráðleggja foreldr- um að hafa nýfædd börn sín sem mest fáklædd og við glugga til að dagsbirtan nái til húðarinnar og auð- veldi þannig niðurbrot gallrauða í húðinni, líkt og ljósameðferð. • I fjórða lagi hef heyrt að börnum sé hættara við gulu þegar ekki er skilið á milli fýlgju og barns strax eftir fæðingu heldur beðið í ró og næði t.d. eftir að sláttur í naflastreng hætti. Hættan er talin meiri vegna þess aukna blóðmagns sem barnið fær frá fylgjunni eftir fæðingu. Ljósmæður eru þeir heilbrigðis- starfsmenn sem koma mest að eftirliti nýbura á Islandi á fyrstu viku ævi þeirra og eru því í lykilhlutverki hvað varðar forvarnir, mat og meðferð á gulu. Það er mikilvægt að ljósmæður hafi þekkingu til að meta nýburann klínískt m.t.t. gulu og alvarleika hennar, þekki hvaða þættir auka áhættuna á gulu, hvað hægt er að gera til að minnka líkur á gulu, þekki hvernig há- marka má árangur meðferðar og síðast en ekki síst að veita foreldrum nýbura sem greinast með gulu ffæðslu og stuðning. Vorið 2003 gerði Gígja Guðbrands- dóttir, þá 4. árs læknanemi, rannsókn á gulu hjá nýburum. Tilgangur rann- sóknarinnar var tvíþættur: Annars vegar að kanna helstu áhættuþætti al- varlegar gulu (s-bilirubin > 350 pmól/L) og hins vegar að kanna ná- kvæmni húðmælingar á bilirubini hjá nýburum. Helstu niðurstöður voru þær að meðgöngulengd barna með al- varlega gulu var marktækt styttri en viðmiðunarhóps og marktækt fleiri böm sem fengu alvarlega gulu fóru heim innan 3 sólarhringa frá fæðingu. Nákvæmni húðmælingar [blossamæl- ingar] var mest við blóðgildi 150-200 pmól/L en ónákvæmni húðmælingar jókst með hækkandi bilirubin blóðgildi- 1 Ijósi niðurstaðna rannsóknarinnar hafa verið settar fram eftirfarandi ályktanir: 28 Ljósmæðrablaðið júnf 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.