Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Tilberará Ströndum Strandamenn sitja nú sveittir við að búa til tilbera og fleiri galdratæki fyrir galdrasýningu á Ströndum. Verkefnið hófst um síðustu mánaðamót og unnið hefur verið að ýmsum hugmynd- um að handgerðum minja- gripum. Tilberar voru þekkt- ir sem kvengaldur á fýrri tíð. Dæmi voru um að prestar flettu upp um konur til að reyna að sanna á þær að þær hefðu þar undir tilbera. Einn missti hempuna vegna þess. Nú geta konur komið sér upp tilbera á ný ef þær eiga leið um Strandir. íbúðaverð hækkar Miklar hækkanir hafa verið á íbúðaverði að und- anfömu og hafa verðhækk- anir á höfúðborgarsvæðinu á síðustu tólf mánuðum verið 27,9%. Þetta kemur fram á vef Alþýðusambands íslands þar sem fjallað er um nýja áfangaskýrslu Hag- deildar ASÍ um þróun íbúðaverðs. Þar kemur einnig fram að hækkanimar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mun meiri og hraðari en á öðrum svæðum lands- ins. „Hækkun íbúðaverðs hér á landi hefur verið langt umfram hækkanir í löndun- um í kringum okkur," segir á vefnum. Laugavegur eða Kringlan? Samúel Samúelsson tónlistarmaður. „Það er nú Laugavegurinn. Ég bý niðri í bæ og þar vil ég vera. Mér líöur hálfilla I versl- unarmiðstöðvum þó aö þær séu nú til margs gagnlegar I landi þar sem veður eru válind. Hann segir / Hún segir „Laugavegurinn. Ekki spurn- ing. Laugavegurinn rokkar! Ég var nú í myndatöku áðan í Smáralind og það var hleg- ið þessi ósköp að mér þvi ég haföi bara komið þangað tvisvar. Svo það er miðbær- inn.Hannermálið." Steinunn Valdfs Óskarsdóttir borgarstjóri. Ómar Þór Ómarsson, nemandi í Verzlunarskóla íslands, þáöi boð Strákanna á Stöð 2 og fór í sleik við skólafélaga sinn í sjónvarpinu gegn 10 þúsund króna greiðslu. Þorvarður Elíasson skólastjóri varð ekki ánægður með þetta og fleira kom til þegar hann setti Ómar Þór út af sakramentinu í félagslífi skólans. Sjonvarpssleikur dregur dilk á eflir sár í Verzlé | Dýrkeyptur sleikur Ómar Þár Ómarsson fer sleik við skólafélaga sint hjá Strákunum á Stöð 2. „Annars var það ekki bara sleikurinn sem fór fyrir brjóstið á skólastjóranum. Frekar annar hrekkur sem við gerðum þegar við læddum laxerolíu í drykk eins nefndarformanns hér í skólanum og tókum hann svo upp með falinni myndavél á salerni þegar hann var kominn með niðurgang af drykknum." Ein aðalsprautan í félagslífi nem- enda í Verzlunarskóla Islands hefur verið fryst úti eftir að hún tók tilboði Strákanna á Stöð 2 um að fara í sleik fyrir tíu þúsund króna þóknun. Hefði svo sem verið í lagi ef ekki hefði verið um að ræða pilt sem fór í sleik við annan pilt. Ómar Þór Ómarsson er ekki sáttur við að vera kominn út f kuldann: Videó-bann „Við höfum staðið fyrir starfsemi hér í skólanum sem kölluð er Rjóm- inn en þar tökum við alls kyns viðburði í skólalífinu upp á mynd- band og sýnum svo hér á göngun- um. Nú hefur mér verið bannað að að sjá um þetta frekar og reyndar fengið skipun frá skólastjóra um að snerta ekki myndbandsupptökuvél hér í skólanum það sem eftir lifir skólaársins," segir Ómar Þór Ómars- son sem er ekki sáttur þó svo hann hafi farið í sleik við strák í sjónvarp- inu. Laxerað í beinni „Annars var það ekki bara sleik- urinn sem fór fýrir brjóstið á skóla- stjóranum. Frekar annar hrekkur sem við gerðum þegar við læddum laxerolíu í drykk eins nefndarfor- manns hér í skólanum og tókum hann svo upp með falinni myndavél á salerni þegar hann var kominn með niðurgang af drykknum," segir Ómar Þór og skammast sín ekkert fyrir hrekkinn. „Við sýndum upptök- una af stráknum á klósettinu hér í frímínútum og fátt efni frá okkur hefur vakið jafn mikla athygli og kátínu," segir hann. Hvað segir skólastjórinn? Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskóla íslands, vill sem minnst tjá sig um strákapör nem- enda sinna eða franska kossa skóla- pilta í sjónvarpinu: „Ég tel mig geta skammað nem- endur eins og þarf án þess að fara með það á síður DV,“ segir Þorvarð- ur skólastjóri í Verzló. Ómar Þór Ómarsson er 21 árs og stefnir að því að Ijúka námi í Verzló í vor: „Nei, ég ætla ekki í kvik- myndagerð eða leikhst. Ætli ég fari ekki í Háskól- ann í Reykjavfk segir hann. Skólastjórinn Þorvarður Eií- asson áskilursér rétttiiað skamma nem- endursínaað vild án þess að fara með þaö á siðurDV. . Héraðsdómur Reykjavíkur felldi þung- an dóm yfir landskunnum lögfræðingi Lögfræðingur dæmdur í átta mánaða fangelsi Lögfræðingurinn Sveinn Skúla- son var í gær dæmdur í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir auðg- unarbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa skert rétt þrotabús með því að búa til kröfu og falsa dagsetningu til að koma í veg fyrir að þrotabúið gæti gert kröfu í eign skjólstæðinga hans. Skjólstæðingur Sveins, Petra Jóns- dóttir eiginkona hins látna, var einnig dæmd í fjögurra mánaða fangelsi. Sveinn Skúlason segir málið eiga sér afar langa forsögu. Hann hafi lent upp á kant við ríkislög- reglustjóraembættið og þarna sé vegið áð starfsheiðri hans og æru. „Ég ætla að áfrýja málinu enda er ég saklaus," segir Sveinn ákveðinn. Samtals voru það um fimm millj- ónir sem Sveinn er sagður hafa svik- ið út úr þrotabúinu. Málið snýst um fasteign í Reykjavík sem Sveinn kom höndum yfir. Málið komst upp árið Sveinn Skúlason lögfræðingur Segist saklaus og setlar að áfrýja. 2002 en ekki var dæmt í því fyrr en nú. Dómurinn taldi brot Sveins alvarlegt. Hann hafi framið auðgunarbrot í skjóli opinbers leyfis og því sé brot hans sérlega ámælisvert þar sem í þeim felist brot á mikils- verðum starfsskyldum hans sem lögmanns. Þá er dómurinn yfir Sveini ekki skilorðs- bundinn, þannig að ef Hæstiréttur staðfestir dóminn mun lögfræð- ingurinn Sveinn þurfa að dúsa átta mánuði innan fangelsisveggja. En Sveinn ætlar sér það ekki. Hann segist sak- laus og trúir því að réttlæt- ið muni sigra að lokum. simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.