Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 21
DV Sport FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 21 Campbell ekkl með í seinni leiknum Útlit er fyrir aö Sol Campbell, varnarmaðurinn sterki hjá Arsenal, veröi ekki með Úðinu í seinni leiknum gegn Bayem Miinchen í sextán liða úrslitum meistaradeildarinnar eftir tvær vikur. Campbell er meiddur á ökkla og Arsene Wenger, knatt spyrnustjóri Arsenal, viður- kenndi fýrir íjölmiðlamönnum í gær að það væri ólíklegt að Campbell yrði með. „Það er of snemmt að segja til um það núna hvort hann verði klár í slaginn en ég hef ekki mikla trú á þvf að hann verði tilbúinn," sagði Wenger sem þarf svo sannarlega á Campbell að halda miðað við irammistöðu varnarmanna liðs ins í Þýskalandi á þriðjudaginn. Aldrei svona auðvelt Jens Lehmann, hinn þyski markvörður Arsenal, gekk snej'ptur af velli eftir tapið gegn Bayem Múnchen á þriðjudags- kvöldið. Lehmann mætti Oliver Kahn, keppinaut sínum um markv'aróarstööuna hjá þýska landsliðinu og er óhætt að scgja að Kahn hafi haft betur í þetta skipti. „Ég veit það eitt að við gáfiim öll þrjú mörkin. Ég man ekki eftir því þann tíma sem ég hef verið héma að við höfúm gef- ___ ið svona auðveíd -■ . mörkenstund- umgeristþað. V % Það hefði verið (íí \ aö |H komast / 1 áframefvið f\ ! jKjtj 5 heföum ' ‘Úf* htapað 3-0 - enmarkið rC-* ■ semvið 1I-«.. - skoruöum j gefur okk- I ur von. ! ,Þaö erailt ?!*■ > hægt fc 1 m m ,t-------nuna, ’ W ,'s sagðiLeh- sP mann. jEcá irl Liverpool vann nokkuð óvæntan en öruggan sigur á Lever- kusen í sextán liða úrslitum meistaradeildarinnar þrátt fyrir að vera án síns besta manns, Stevens Gerrard. Líf í Liverpool án Gerrards Liverpool tók stórt skref í átt að sæti í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar með því að leggja Bayer Leverkusen að velli, 3-1, á Anfield í fyrri leik liðanna í sex- tán liða úrslitum á þriðju- dagskvöldið. „Efeinhver hefði sagt við mig fyrir leikinn Æ aðvið myndum vinna 3-1 þáhefðiégþegið það meðþökkum." Staða Liverpool hefði getað verið enn betri því eftir að þýski miðjumaðurinn Dietmar Hamann hafði aukið muninn í 3- 0 í leiknum þá urðu mistök pólska markvarðarins Jerzys Dudek til þess að brasilíski sóknarmaðurinn Franca náði að minnka muninn í 3-1 á síðustu mínútu leiksins og gefa þýska liðinu von. „Ef einhver hefði sagt við mig fyrir leikinn að við myndum vinna 3-1 þá hefði ég þegið það méð þökkum. Miðað við hvernig leikurinn þróaðist hefði ég held- ur viljað vinna 2-0 og 3-0 hefðu verið frábær úrslit. Leikmenn verða að gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að halda einbeit- ingu allt til síðustu sekúndu leiksins,“ sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liver- pool, eftir leikinn. Hann horfði upp á Luis Garcia og John Luis Garcia Sést hér fagna marki slnu fyrir Liverpool gegn Bayer Leverkusen á þriöjudaginn. Reuters Dudek ósáttur við mistðk sin Pólski markvöröurinn Jerzy Dudek, sem leikur með Liverpool, var ósáttur við sjálfan sig eftir leik Liverpool og Bayer Leverkusen í sextán liöa úrslitum meistaradeildar- innar á Anfield Road á þriðjudagskvöldið. Dudek gerði hrapaleg mistök sem gerðu brasilíska sóknar- manninum Franca kleift að skora eina mark þýska Uðsins og gera stöðu Uðsins betri. Dudek missti laust skot Búlgarans Dimitar Berbatov frá sér og Franca fylgdi á eftir. „Ég held að skotiö hafi kornið frá víta- teignum. Boltinn skoppaði fyrir framan mig og fór í öxlina á mér. Þetta var fúllkomið fyrir framherja til að fylgja á eftír og ná frákastinu. Þetta er alltaf erfitt fyrir markverði. Ég er mjög pirraður yfir þessum mistökum en verð aö halda haus. Við unnum leikinn og það er mikilvægt," sagði Dudek. Ame Riise koma Liverpool í 2-0 áður en Hamann bætti við þriðja markinu. Mark Leverkusen var reiðarslag en Benitez vildi ekki kenna markverðinum Dudek um það. Kenni Dudek ekki um „Ég vil ekki kenna Jerzey um markið. Hann spilað mjög vel í leiknum, varði tvívegis frábærlega og ég er mjög ánægður með hann." Það hlýtur að gleðja Benitez mik- ið að Liverpool skyldi vinna þennan góða sigur án fyrirliða síns og besta manns, Stevens Gerrards, en hann var í leikbanni. Gerrard verður með í seinni leiknum og það er Benitez ánægður með. „Steven Gerrard er lykilmaður hjá okkur. Þegar hann spilar þá gerir hann aðra leikmenn í kringum sig betri. Hann er einn af bestu leik- mönnum heims en ég þarf líka að hafa lið sem snýst ekki í kringum eúin leikmann. Allir þeir ellefu leik- j menn sem eru inni á vellinuml hverju sinni verða að standa sig." PSV bar sigurorð, 1-0, af Mónakó í gær Hlddink vill fleiri mörk frá sínum mönnum Staða PSV Eindhoven er þokka- leg fyrir seinni leikinn gegn Mónakó í sextán liða úrslitum meistaradeild- arinnar eftir sigur, 1-0, í fyrri leik lið- anna í Hollandi á þriðjudagskvöldið. Það var brasilíski sóknarmaður- inn Alex sem skoraði sigurmarkið strax á níundu mínútu leiksins. Gus Hiddink, þjálfari PSV, ætlar þó ekki að leggjast í skotgrafirnar í seinni leiknum í Frakklandi og segist vilja fleiri mörk í þeim leik. „Seinni leikurinn ræður úrslitum en ég get sagt ykkur að PSV mun ekki spila varnarleik. Við ætlum okkur að skora mörk í Frakklandi. Við erum í ágætri stöðu en við verðum að skora fleiri mörk til að komast áfram," sagði Hiddink sem var þokkalega ánægður með spilamennsku sinna manna. „Við byrjuðum leikinn vel og vorum sterkari í fýrri hálfleik en leikmenn Mónakó komust meira inn í leikinn í þeim síðari." Didier Deschamps, þjálfari Mónakó, sagði sína menn ekki hafa spilað sinn besta leik. „Við áttum í vandræðum með að skapa pláss fyrir sóknarmenn okkar. Það er alveg ljóst að við verðum að spila betur í seinni leiknum ef við ætlum að komast áfram. PSV er með gott lið en ég veit að við eigum mikið inni,“ sagði Deschamps. Mark van Bommel, fyrirliði PSV Eindhoven, sagði að hann væri ánægður með sigurinn og að liðið gæti slakað örlítið á fyrir seinni leik liðanna í Frakklandi. „Það er alltaf upplifun að spila leiki í meistaradeildinni. Andrúms- loftið á leikjunum er alltaf öðruvísi, leikirnir eru stærri og meira í húfi. Við ætluðum okkur að skora annað mark en vissum að við þurftum að hafa varann á því að Mónakó-liðið er stórhættulegt í skyndisóknum," sagði van Bommel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.