Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 32
♦ *r |—1 S t I I I __ jJMW£mK 0 !j Við tökum við fréttaskotum allan sóiarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^iafnleyndar er gætt. -~J Q fj (JQ (J SKAFTAHLÍÐ24,10SREYKJAVÍK [ STOFNAÐ 7970] SÍMISS05000 5 690710 TÍT117 • Skilnaðaralda ríður nú yfir r fræga fólíáð. Séð og heyrt greinir frá því á sorgar- grunni á forsíðu sinni að við- skiptajöfurinn Jón Ólafsson sé skilinn við eiginkonu sína Helgu Hilmarsdóttur. Einnig er hinn geðþekki Sigmar Guðmundsson í Kastíjósinu skilinn við sína konu og ekki er langt síðan skilnaður Bubba og Brynju skók þjóðina. Nú þykir skilnaður Jóns og Helgu í flóloiara lagi, enda þéttriðið viðskiptanet á milli þeirra. Þau hjónin eru meðal annars byrjuð á vatnsútflutningi ... frá Þorlákshöfn. Jón, sem hefur í gegnum árin verið viðriðinn ýmis loðin viðskiptaævintýri, er nú byrjaður að flytja út blátært íslenskt vatn... « Siv-juð? ■■■ I I ■■■ f f Disney World vdl unga moður a verðlaunahátíð Borgar ekki farið Jóna Magnea Pálsdóttir datt inn á alþjóðlega ljóðasamkeppni á netinu og nú vilja aðstandendur keppninn- ar fá hana til Disney World að taka á móti verðlaunum. „Mig dauðlangar en ég á stóra fjölskyldu og er í skóla svo ég hef hreinlega ekki efni á þessu. Ég á þrjú börn og er með þrjú fósturbörn heima í Breiðholtinu í Reykjavík," sagði Jóna Magnea sem verður þrítug í mars. „Ég var að leika mér á netinu og þetta var auglýst og ég setti inn ljóð að gamni og þeir sendu mér strax svar með bréfí og ég sendi fleiri ljóð sem þeir vilja birta í einhverri ljóða- bók. Nú vilja þeir fá mig á verð- launahátíðina þann 25. febrúar í Disney en núna eru sexljóð eftir mig inni á heimasíðu keppninnar, poetry.com,“ sagði Jóna Magnea. „Ég hringdi í bandaríska sendi- ráðið því ég vissi ekki hvort þetta væri alvöru og þeir sögðu að þetta væri lögleg og virt keppni. Ef ég hins vegar færi þyrfti ég að borga farið sjálf og kemst því ekki. Fjarvera mín gerir það að verkum að ég missi möguleikann á peningaverð- laununum, sem eru 20.000 dalir á milli 36 ljóða og af þeim á ég sex. Éin verð- /i launin eru líka skemmti- i/ ferðasigling um Mexíkóflóa, svo þetta eru ágætis peningar sem í boði eru," sagði móðirin unga. „Ég er búin að vera að skrifa ljóð frá því ég var krakki og held því áfram en maður er svolítið spenntur fyrir þessu öllu þó ég sjái ekki fram á að láta þennan draum verða að veruleika, sem er voða leiðiniegt því þetta er svona „einu sinni á ævinni" dærni," bætir hin hagmælta Jóna Magnea við. Það væri gaman fyrir land og þjóð að fylgjast með Jónu Magneu fara þarna út og taka þátt í ævintýrinu og aldrei að vita nema einhverjir fjár- sterkir aðilar komi til með að hafa áhuga á því þótt Jóna segist sjálf ekki hafa sóst eftír neinum styrkjum. Jóna Magnea Pálsdóttirjg hringdi I bandartska sendi- ráðið þvl ég vissi ekki hvort þetta væri alvöru og Þe'r sögðu að þetta væri lögleg og virt keppm. Efég hms veg færi þyrfti ég að borga farið sjálf og kemst þvl ekki. Disney World Hefur boðað sex barna fs- lenska móður á verðlaunahátíö atþjóðlegrar Ijóðakeppni, sem fram fer í Bandaríkjunum, að taka á móti viðurkenningum, meðal ann- ars í peningaformi. 1 Siv svaf yf ir sig Siv Friðleifsdóttir, fýrrverandi umhverfisráðherra, svaf yfir sig í fyrradag og missti af fundi efnahags- og viðskiptanefndar á Alþingi. Hún segir á heimasíðu sinni að fundur- inn hafi hreinlega farið fram hjá sér, en dagurinn áður hafði verið strembinn. Hún veitti íjölmörg við- töl vegna stofnunar framsóknar- kvennafélagsins Brynju, var með símaviðtalstíma á flokksskrifstof- unni og fékk gamla vini í heimsókn um kvöldið. Eftir að hafa sofið yfir sig fylgdist hún með umræðum um Landsvirkjun á þinginu, skaust í skol og klippingu á hárgreiðslustofunni ValhöU og sviptí sér í stórglæsilegt sextugsafinæli Jóhönnu Engiiberts- dóttur. Siv Friðleifsdóttir Glæsileg til fara hvað sem kemur upp á. Morguninn eftir gekk allt að ósk- um. Siv vaknaði snemma og mættí galvösk á fund heilbrigðisnefndar Alþingis klukkan hálfníu. Framsóknarkonur stela Brynju frá Flateyringum „Við erum bara gamaldags kven- félag. Við stöndum fyrir fjáröflunum og gefum svo til menningar- og mannúðarmála hér í samfélaginu," segir Jóhanna Guðrún Kristjánsdótt- ir, formaður kvenfélagsins Brynju á Flateyri. Stofnaður hefur verið ann- ar félagsskapur kvenna með sama nafni. Flateyrskar konur stofnuðu félag sitt árið 1918 og hafa átt nafnið einar síðan þá. Nú hafa uppreisnar- konur í Éramsóknarflokknum í Flateyri Kvenfélagskonurnar þar eru ekkert fyrir plott eins og stöllur þeirra I Kópavogi. Kópavogi klofið sig út úr félaginu Freyju og tekið sér nafn Brynju. Jóhanna formaður segir að kon- urnar á Flateyri séu lítið í pólitískum plottum. Þær einbeiti sér frekar að því sem meira máli skiptir f heims- byggðinni. „Við eigum nú örugglega ekki eftir að halda neinn krísufund út af þessu," segir hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.