Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2005 J1 SirkusJacko aftur í gang Réttarhöldin yfir Mich- ael Jackson eru aftur komin í gang með vali í kviðdóm. Auk þess hefur lög- maður Jackos sett ífam nýjan lista af þekktu og ríku fólki sem hann hyggst leiða í vitnastúkuna og láta tjá sig um hve dásamlegur per- sónuleiki Jacko er í raun og veru. Á listanum eru nöfn á borð við Eddie Murphy, Macauley Culkin og Smok- ey Robinson. Bætast þessi nöfn við fyrri fistann sem innhélt m.a. Liz Taylor, Jay Leno, Larry King og Stevie Wonder. Réttarhöldunum hefur verið lýst sem fjöl- miðlasirkus af ýmsum vest- anhafs. „Frítt háskólanám" Ungu fólki eru flestir vegir færir í dag. Götur eru svo greiðar að bank- amir slást um að dæla í okkur pen- ingum þangað til að einn daginn allt fer í botn. Stopp. Við höldum þeim uppi með vöxtunum okkar, en ok? Myndlistarneminn segir Sylvía Dögg Halldórsdóttir gefur skuldsettum ungmennum sem vilja I háskóla erlendis góðráð. Fyrsta memitaskóladaginn minn slógust þrír bankar um aö veita okk- ur 50 þúsund króna yfirdrátt án ábyrgðarmanns og þar eiginlega byrjaði lífið. Já takk! - Hvar skrifa ég undir? Ef þú vast klár þá náttúrlega gastu opnað reikning með yfirdrætti í öllum bönkunum, ekki vandamál- ið. Ég þekki fúllt af þessum „klárum" sem sitja efdr f skuldasúpunni og komast ekki út fýrir landsteinana. Ég þekki ekki einn sem skuldar ekki krónu! Allt of margir snillingar sitja fastir á Fróni að drukkna í skuldum. Námslánin þurfa að vera hærri, en þetta er samt besta líf í heimi! Vera í nýju umhverfi og læra. Ef kæri/a þú ert einn af þessum snill- ingum - taktu þá eftir. Mörg Evr- ópulandanna styrkja ungdóminn til framhaldsnáms. Ráð er að pakka saman ogyfirgefa eyjuna okkar góðu og fá sér vinnu innan EES. Þar get- urðu svo unnið og pikkað upp máfið á einu ári. Að því loknu ertu kominn inn í kerfið. Það þýðir að þú nýtur sömu réttinda og fólkið í landinu. Sem þýðir í mörgum löndum að þú átt rétt á styrk til náms frá viðkom- andi ifld. Eftir árið ertu svo kominn með menninguna og málið á hreint og getur skellt þér í skóla á kostnað viðkomandi lands. Þú hefúr lagt þitt í þjóðarbúið - með sköttunum þín- um á heilu ári og getur eytt hverri krónu nánast í landinu líka. En til baka færðu fullt háskólanám, nánast í vasann! Ef þú stendur þína pligt og nærð öllu, þarftu ekki einu sinni að endurgreiða ríkinu! „Frítt háskólanám." Þetta er eina leiðin sem ég sé fyiir skuldahalana okkar sem þrá að komast utan í nám. Vinna erlendis og greiða skuld- imar að utan. Lifa helmingi ódýrara lffi og betra fyrir vikið! Hin Ieiðin, námslán frá LÍN - sem þarf að hækka svo ég og fleiri getum hætt að hækka yfirdráttinn okkar - er ekki jafn snjöll, en sæt. Evrópusambandið endurgreiðir LÍN-fólkinu svo 80% af skólagjöld- um innan, jú auðvitað - Evrópu. Góður dfll. Þá er bara að drífa sig. Dansgólfið þar sem JohnTravolta sveiflaði sér til heimsfrægðar í myndinni Saturday Night Fever verður boðið upp. Búið er að rífa næturklúbbinn þar sem gólfið var stað- sett en eigandi klúbbsins, Jay Rizzo, bjargaði gólíinu frá því að enda á haugunum. í mál við Connery Nágrannar leikarans Seans Connery á Man- hattan hafa höfðað skaða- bótamál gegn honum og krefjast 1,7 milljarða króna. Um er að ræða íbúð sem sonur Seans á en nágrann- arnir segja að gamfi maður- inn hafi breytt lífi þeirra í helvíti með því að spila há- væra tónfist í íbúðinni allan sólarhringinn. Einnig er Sean lýst sem óforskömm- uðum, feitum og gömlum frethólki af nágrönnunum sem greinilega þola ekki leikarann. Sjálfur segir Sean að máfið sé hreint bull frá upphafi til enda þar sem hann noti íbúðina afar sjaldan. Mætirekki í giftinguna Ekkert lát er á vand- ræðaganginum í kringum brúðkaup þeirra Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles því nú hefur Elísabet Breta- drottning, móðir brúð- gumans, sagt að hún muni ekki mæta í giftingarathöfhina. Ástæðan er sögð vera óskir þeirra Karls og Camillu um rólegt og hógvært brúðkaup. Hins- vegar telja allir að með þessu sé Efi'sabet að lýsa óánægju sinni með ráða- haginn. Þetta er í fyrsta sinn í 142 ár sem þjóðhöfð- ingi Bretlands er ekki við- staddur giftingu barna sinna. Viktoría drottning kom ekki í giftingu Edvards sonar síns og Alexöndru prinsessu árið 1863 þar sem hún var þá nýbúin að missa Albert, mann sinn. Allir vilja diskógðlfið í Saturday Night Fever Blikkandi diskógdlf í Brooklyn sem John Travolta gerði frægt í kvikmyndinni Saturday Night Fever fer á uppboð í vor. Myndin og dansgólfið komu af stað diskóæðinu svokallaða á áttunda áratugnum. Búið er að rífa næturklúbbinn þar sem gólfið var staðsett en eig- andi klúbbsins, Jay Rizzo, bjargaði gólfinu frá því að enda á haugunum. Og nú lítur út fýrir að hann þéni dá- góðan skilding því svo virðist sem allir, og frændur þeirra líka, vilji eignast gólfið. Gólfið sem samanstendur af 300 blikkandi ljósum í öllum regnbog- ans litum undir perspex-yfirborði var eitt aðalaðdráttarafl 2001 Odyss- ey-klúbbsins eftir að sýningar hófúst á myndinni Saturday Night Fever. Nafni klúbbsins var breytt í Spectr- um árið 1987 en fram á þennan dag hefur mikill fjöldi ferðamanna, víða að úr heiminum, komið við í klúbbnum bara til að sjá gólfið og kannski sveifla sér svoldið á því í leiðinni. Mikill áhugi Það er minjagripafyrirtækið Profiles in History í Hollywood sem sjá mun um söluna á gólfinu. Safn- arar frá öllum heimshomum hafa sent inn fyrirspumir um uppboðið á gólfinu sem áformað er í aprfl. Upp- boðsstríð er þegar hafið og er verðið á gólfinu þegar komið í 80.000 doll- ara, eða tæpar 5 milljónir króna. „Við höfum fengið fyrirspumir frá söfnurum sem vilja eignast gólfið fyrir sig sjálfa og frá eigendum næt- urklúbba sem skilja viðskiptalegt gildi þess að hafa þetta gólf á sínum stað,“ segir Brian Chanes sölustjóri Profiles in History. Óskarstilnefning í myndinni Saturday Night Fever sem gerð var 1977 leikur John Trav- olta hinn 19 ára gamla Tony Man- ero. Hann lifir leiðinlegu lífi sem af- greiðslumaður í málningavömbúð í Broolyn. Hins vegar gleymir hann öllum leiðindunum og daglega amstrinu hvert laugardagskvöld er hann stígur fram á dansgólfið og er konungur þess um stund. Travolta var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt, myndin halaði inn tæplega 150 milljónir dollara og plata með lögunum í myndinni seldist í um 30 milljónum eintaka og kom hljómsveitinni Bee Gees vel og vandlega á heimskortið. Platan fékk Grammy-verðlaunin sem plata árs- ins 1978. Varð að bjarga því Spectmm-klúbburinn verður rifinn eftir að fasteignafyrirtæki keypti lóðina undir íbúðablokkir. Jay Rizzo, eigandi klúbbsins, segir hins vegar að hann hafi fundið sig knúinn til að bjarga gólfinu. „í gegnum árin hafa þúsundir manna komið hingað bara til þess að skoða gólfið," segir Rizzo. „Það var gífur- lega vinsælt meðal ferðamanna, einkum frá Evrópu." Klámhermir fyrir tölvur Klámstjaman Jenna J ameson er dugleg við að finna nýjar leiðir til að þéna peninga á kroppi sínum. Það nýj- asta er tölvuspilið „Virtual Jenna" sem er nokkurskonar klám- hermir fyrir tölvur. Með spilinu geta allir, sem orðnir em 18 ára, prófað að vera klámstjama á netinu, það er klámstjaman Jenna Jameson. Viðkomandi getur framleitt og ekki hvað síst leikið í klámmynd með spil- inu. Og ef marka má kynn- ingu á spilinu á heimasíðu Jennu er grafíkin þannig að ekkert er skilið eftir handa ímyndunaraflinu. Ekkert múður í Alabama Bannað að selja kynlífsleikföng Dómstóll í fylkinu Alabama í Bandaríkjunum hefur ákveðið að það sé ólöglegt að selja hjálpartæki ástarlífsins í fylkinu. Og ef bannið er brotið kostar það fangelsisvist eða milljón krónur í sekt. Þeir sem em gripnir með titrara eða uppblásna dúkku í fórum sínum í Alabama em því í slæmum málum. Lög sem banna sölu á kynlífsleik- föngum vom samþykkt í fylkinu árið 1998 en hópur fólks áfrýjaði þeirra ákvörðun til dómstóla þar sem fólk- ið taldi að það ætti rétt á að njóta heilbrigðs kynlífs. Lögfræðingar frá Stranglega bannað Þaökostar fangelsisvist eöa milljón króna sekt aö selja svona pakka I Alabama. Bandarísku mannréttindasamtök- unum sótm málið fyrir dómstólnum og helsm rök þeirra vom að réttur fólksins til þess arna væri bundinn í stjómarskrá landsins. En áfrýjunar- dómstólfinn í Alabama var ekki á sama máli og staðfesti lögin frá 1998. Rannsóknir sýna að um 20% bandarískra kvenna nota hjálpar- tæki ástarlífsins að staðaldri. Tvö önnur fylki banna einnig kynlífsleik- föng en það em Georgia og Texas. Búin að fá nóg af röngum veðurspám Veðurfræðingar sekt- aðir fyrir rangar spár Veðurfræðingar í Moskvu hafa fengið þau skilaboð frá borgaryfirvöldum að í hvert sinn sem þeir setja fram rangar veðurspár muni þeir verða sektaðir. Borgaryfirvöld em búin að fá nóg af mgfinu í veður- fræðingum sínum en það sem fyllti mælinn var spá Ion Poiana sem sagði að hlýjar lægðir væm á leið til borgar- innar en í reynd kom eitt mesta frost Snjór í Moskvu Sumir láta veöriö ekkert á sig fá eins og þessi maöur sem skutlar sér tilsunds leinum af aimenningsgöröum Moskvuborgar. vetrarins með allt að mín- us 36 gráðu kulda. Ion var ekki sektaður heldur rek- inn úr starfi. Juri Luschkov borgar- stjóri Moskvu segir að veðurfræðingar í borg- inni og næsta nágrenni verði látnir bera ábyrgð á því ef rangar veður- spár þeirra muni leiða til fjárhagstjóns fyrir borgina. Oft hafi komið fyrir að veðurfræðingar hafi ekki gefið aðvörun um mikla snjókomu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.