Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. JÚNl2005 Fréttir DV Landsliðs- kona leik- skólastjóri Fræðsluráð Hafnarfjarð- ar hefur mælt með Ingu Fríðu Tryggvadóttur í starf leikskólastjóra við leikskól- ann Smáralund. Inga Fríða er þjóðinni eflaust kunnari sem ein fremsta handknatt- leikskona landsins, en hún hefúr um árabil spilað á línunni með íslandsmeist- urum Hauka og landslið- inu. Inga Fríða hefur gegnt þessu starfi í vetur, þar sem fráfarandi leikskólastjóri var í launalausu leyfi. Bæj- arstjórn Hafnarfjarðar mun á næstunni taka afstöðu til málsins, en leiða má að því lflcur að hún fari eftir mati fræðsluráðs. Skjalafalsari í kröggum Mál Vilbergs Kristins Kjartanssonar var þing- fest í Héraðsdómi Reykjaness í gær, en hann er ákærður fyrir þjófnað og skjalafals. Vil- bergur stal í febrúar á síðasta ári tékkhefti af heimili í Hafnarfirði og skrifaði tékka og leysti út fyrir 150 þúsund krónur. Fyrir brotið er þess kraf- ist að Vilberg greiði skaðabætur að upphæð rúmlega 400 þúsund kr„ ásamt vöxtum og drátt- arvöxtum. Tryggingamiðstööin í Aðalstræti hefur merkt sér bílastæði sem eru á eignarlóð íbúa í Grjótaþorpi. Skólplögn brast undir bílastæðinu, en borgin segir að nágrann- ar eigi að borga viðgerðina. Nágrannar segja Tryggingamiðstöðina bera ábyrgð á skólplögninni vegna merkinga á bílastæðinu. EINKABÍLÁST/áoí RP-569^^ einkabilastæði NR-705 afiHSWx Bílastæði TM Hérbrast skólplögn en deilt er um hver beri ábyrgð á viðgerðinni. Styr stendur um eignarlóð í Grjótaþorpinu í miðborg Reykjavík- ur. Tryggingamiðstöðin, sem stendur við Aðalstræti 6 í Reykja- vík, hefur merkt sér bflastæði sem eru á lóð aftan við bygging- una. Lóðin sú mun þó ekki vera að öflu leyti í eigu Trygginga- miðstöðvarinnar, heldur tilheyrir hluti svæðisins eignarlóð í Mjóstræti og annar hluti tilheyrir Reykjavíkurborg. Brostin skólplögn varð til þess að endurvekja málið. bflastæöi sem merkt er starfsmanni Tryggingamiðstöðvarinnar. íbúamir hölluðust að því, að ef eignarréttur Tryggingarmiðstöðvarinnar væri jafii óskoraður og starfsmenn vildu meina, þá ætti Tryggingamiðstöðin að borga brúsann. Þessu vildi Trygg- ingamiðstöðin ekki ganga að. „Efstæðin hérna fyrír aftan eru merkt okkur á einhvern hátt, þá er réttast að athuga þau mál við húsvörðinn Ókeypis leik- skóli í Súðavík Hugsanlegt er að leik- skólagjöld í Súðavík verði felld niður, byggingarlóðir verði ókeypis og húsbyggj- endur hafi möguleika á fjárframlagi frá sveitinni. Allt verða þetta liðir í stefnumótun í atvinnu- og byggðamálum þar vestra. Málin eru nú rædd í sveitarstjórn og verða form- lega kynnt undir mánaðar- lok. Fjárhagsstaða Súðavík- urhrepps mun vera sterk um þessar mundir og er ætlunin að fjölga íbúum í Súðavík um 40 á næstu fimm árum. Bæjarins besta greinir frá. Sigurður Einarsson, skrifstófu- stjóri hjá Tryggingamiðstöðinni vildi í fyrstu ekki kannast við málið. „Ég kannast ekkert við að Tryggingamið- stöðin hafi merkt sér stæði héma fyrir aftan,“ segir Sigurður. Aðspurð- ur hvort starfsmenn Tryggingamið- stöðvarinnar leggi bflum sfnum á lóð bak við húsið í Aðalstræti 6, seg- ir Sigurður að starfsmenn leggi víða um bæinn og hann þekki þessi mál ekki sérstaklega. „Borgarskipulag er með þessi mál í sínum höndum og það er best að hringja þangað," bæt- ir Sigurður við. Bílastæði og skólplögn Sérkennilegt atvik varð til þess að rifja upp málið fyrir íbúum í Mjóstræti þegar skólplögn brast á lóðinni umdeildu. Reykjavíkurborg hafði frumkvæði að því að fara fram á það við íbúana í Mjóstræti að þeir létu gera við rörið af heilbrigðis- ástæðum. Þetta þótti húseigendum athyglisvert þar eð brotna rörið er í Sigurður man eftir lyktinni „Jú, ég man nú eftir þessu máli,“ segir Sigurður Einarsson. Hann vildi þó ekki tjá sig um það og vísaði á skrifstofu borgarskipulags, en starfs- maðurinn sem sér um deiluna í Grjótaþorpinu var fjarverandi í gær. Ljóst má þó vera að málið hefúr ratað inn á borð borgaryfirvalda þar sem borgin hafði samband við íbú- ana vegna skólplagnarinnar. Húsvörður merkti „Ef stæðin hérna fyrir aftan eru okkar." merkt okkur á einhvem hátt þá er réttast að athuga þau mál við hús- vörðinn okkar. Hann hefúr væntan- lega verið ábyrgur fyrir að skrúfa þessar merkingar upp,“ segir Sig- urður. Það kemur í hlut borgaryfirvalda að skera úr um hverjum bflastæðin tilheyri og þar með hverjum ber láta gera við brostnu skólplögnina. sigtryggur@dv.is Oq frúin hlær í betri bíl__ „Og frúin hlær í betri bíl frá Bfla- sölu Guðfinns," söng Björgvin Hall- dórsson um árið líkt og margir ís- lendingar muna eftir. Svarthöfði var vanur að syngja fullum hálsi í hvert skipti sem hann heyrði lagið. Svart- höfði gladdist mikið þegar hann sá einn lífseigasta og skemmtilegasta bflasala landsins, Guðfinn Halldórs- son, í fullu ijöri í DV í gær. Svarthöfði hefur nokkra bílana keypt yfir ævina og ailtaf verslaö við iitlu karlana. Svarthöfði hefur aldrei þolað yfirgang stóm umboðanna enda alltaf verið hallur undir lítilmagnann. Guðfinn- ur, eða Guffi eins og flestir þekkja hann, hefur selt Svarthöfða nokkra bflana og það hefur aldrei dregið ský fyrir sólu í samskiptum hins eld- hressa Guffa og Svarthöfða. Það var því gaman að sjá Guffa í toppformi takast á við sjálfan Brim- borgarkónginn. Guffi er með aðstöðu í sama húsi og Brimborg, fyrirtækið sem auglýsir sig sem ömggan stað til að vera á. Það kom þó á daginn að það er allt saman lygi, því ekki var Guffi kallinn hultur fyrir ofsa Brim- borgarkóngsins, sem tók sig til og Hvernig hefur þú það? „Mér líður nú alveg eins og stimpli I gufubaði," segir Stefán Sigurðsson, vetrarmaður og verk- fræðingurhjá dönsku vegagerðinni.„Ég er gjörsamlega að deyja úrhita hérna á skrifstofunni. Það sem verra er, er að ég ermeði bígerð að aka 40.000 kllómetra um Evrópu I sumarhitanum, en þaö getur verið miður auðvelt fyrir vetrarmenn." slökkti á bílasölunni að Guffa for- spurðum. Svarthöfði var þó stoltur af Guffa sem kailaði á lögguna til að rannsaka ódæðisverkið. Guffi er gaur sem lætur ekki vaða yfir sig. Því hefur Brimborgarkóngurinn fengið að kynnast. Það skiptir engu máli þótt Guffi sé á leiðinni á hausinn, sé raf- magnslaus og nánast allslaus. f aug- um Svarthöfða verður hann alltaf miklu meiri töffari en aðrir bílasalar og hlær vonandi áfram í betri bfl frá eigin bflasölu. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.