Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki sist FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ2005 39 Sigurjón Kjartansson hóf í vikunni leit að Bobby Fischer. Tilefnið var að fá skák- goðið til að tefla við sig skák sem Sigurjón hefur fundið upp sjálfur. Hann samdi reglurnar og fór í Bókavörðuna, á Ölstofuna og á Hótel Loftleiðir. Bókovarðan Hrayi rak mig út. Ölstofan Sat <id sumbli! fjóia tima. Síðast en ekki síst Ég hef nú fundið út að maður get- ur fengið allt upp í hendurnar ef maður er nógu ákveðinn. Það eina sem þarf að gera er að taka ákvörðun og þá er eftirleikurinn auðveldur. Tók þá ákvörðun að leyfa Bobby Fischer að tefla við mig í skák sem ég fann upp sjálfúr. Fischer varð fyrir valinu eftir miklar bollaleggingar. Hann er sennilega frægasti skákmað- ur heims og hefur ekki teflt lengi. Þess vegna mundi þessi skák vekja heimsathygli og það er einmitt það sem ég hef ákveðið að sækjast eftir. Fór því af stað að leita að honum. Byrjaði í Fombókaverslun Braga á Hverfisgötunni. Fischer er sagður hanga þar stundum dögum saman. Ég leitaði í krókum og kimum en fann ekki meistarann. Skipaði Braga að segja mér hvar hann væri en þá rak hann mig út. Braga verður minnst sem fyrsta mannsins sem lagði stein í mina götu í leit minni að Fischer. Fór á Ölstofuna þar sem kappinn ku sitja að sumbli oft daglangt. Sat sjálfur að sumbli í íjóra tíma í þeirri von að hann léti sjá sig. Enginn Fischer. Fór þá á Hótel Lofdeiðir, þar sem ég hafði frétt að hann byggi. Bankaði Sigurjón Kjartansson skrifaríDValla fimmtudaga. Skipaði Braga að segja mér hvar hann væri en þá rak hann mig út. uppá í Gimli-svítunni. Ekkert svar. Fischer er maður númer tvö sem ákveður að leggja stein í mína götu. Það gerði hann með því að vera ekki heima. Fann sem sagt ekki Fischer og tók því þá ákvörðun að draga mig út úr skák. Ég samþykki ekki aðra mót- heija og er ósáttur við hvemig að málum var staðið. Aumt að sjá hvemig fólk tekur sig stundum sam- an til að hampa meðalmennskunni. Það er ekki spuming að ég hefði unn- ið, enda samdi ég reglumar sjálfúr. i % ÍÉÉt ; ; ff | ■I Fyrir utan hjá Braga Sigurjór mærtui með litla ferðataflið í leit sinni að sjálfum tíobby Fischer. SÉ8llflf JtmBm Nokkur vitidur (dag finnum við smjörþefinn af góðri helgi. Nokkuðstlfvestanátt veldur þvl að veðrið er best fyrir austan. Smári Geirsson og félagar I Fjarðarbyggð njóta góðs af vestanáttinni, enda er eins dauði annars brauð. Sé vilji fyrir ferðalögum er fýsilegast að stefna austur eða norður á bóginn. \ »/!, W Súekkingur NokKuTvÍndur HQ Nokkur vindur Nokkur vindur A+9 Cb-n Nokkur vindur 20 Alicante 15 • Blaðamaðurinn Sigríður Dögg Auðunsdóttir er ýmist lofuð eða atyrt fyrir greinarflokk sinn um einkavæðingu bankanna í Frétta- blaðinu. Einkum fara skrifin fyrir brjóstið á þeim sem fylgja stjómar- flokkunum að málum og tala slikir um atlögu að Davíð Oddssyni ogHall- dóriÁs- grímssyni í þessu sambandi. Sjálfstæðismenn tefla fram hinum smásmyglislega handhafa sannleik- ans Ólafi Teiti Guðnasyni sem hlýt- ur að teljast aum naflaló í saman- burði við þau verkfæri sem ffam- sóknarmenn vilja nota. Þannig hafa Sigríði Dögg borist hótanir frá vildar- vinum þess flokks sem segja að hún eigi nú eftir að fá að finna fyrir því hvernig er að fá Framsóknarflokk- inn upp á móti sér... • Grínistarnir miklu Gísli Rúnar Jónsson og Laddi em nú að semja gamansöm örleikrit sem þeir ætía til flutnings í útvarpi. Gott ef sjálfur Jör- undur Guömunds- son er ekki með þeim í liði. Þeir horfðu fyrst til Rásar 2 en þar var kominn köttur í ból bjamar - þau Helga Braga og SteiimÁr- mann með sitt grín- aktuga Útvarp Bolur. Þeir eru nú í samningaviðræðum við Bylgjuna um að útvörpun grínsins... • Marmlífkemur í búðir á morgun og þó svo að Kalli Bjami skreyti for- síðuna má viðtal við hann sín lítils í samanburði við viðtal við Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgunblaðsins sem er þungamiðja blaðsins. Styrmir hefúr aldrei sóst eftir sviðsljósinu þótt hann hafi sjálfur fjallað um aðra í blaði sínu um 40 ára skeið. Reynir Traustason kallaði til gamla brýnið Halldór Halldórs- son, gjaman kennd- ur við Hafskipsmál- ið, til að ræða við Styrmi. Víða er kom- ið við og talar rit- stjórinn meðal ann- ars opinskátt um baráttu konu sinnar Sigrúnar Finn- bogadóttur við alvarleg geðhvörf en Styrmir hefur einmitt látið þann málaflokk mjög til sín taka... • Að uppistöðu fjallar viðtalið við Styrmi Gunnarsson þó að mestu um pólitík og þannig kemur fram að í menntaskóla var hann í klíku þar sem vom meðal annars Jón Baldvin Hannibalsson, Atíi Heimir Sveinsson og Halldór Blöndal. Styrmir var eini hægrimaðurinn í hópnum! Já, það kemur nefnilega fram að Halldór Blöndal, þessi fráfar- andi forseti þingsins og sjálfstæðismaður, var miklu ffernur til vinstri en hægri í þá daga... * *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.