Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 25
DV FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ2005 25 Gefum hvort öðru tíma brúðkaupa „Það er mikilvægast að hjón gefi sér tfma til að vera til, njóta lífsins og leggja sig fram við að taka frá ein- hverja stund á hverjum degi saman," segir séra Vigfús Þór Árnason þegar við spyrjum hann um góð ráð fyrir verðandi brúðhjón en hann leggur mikla áherslu á að hjónin eigi reglu- lega tíma fyrir hvort annað.„Þó ekki væri nema klukkutlmi (lok anna dagsins þar sem hjón ræða um við- burði dagins hjá hvort öðru," segir hann alúðlegur og hlýr.„Þegar ástin og kærleikurinn eru til staðar þá eru engin vandamál svostór að ekki sé hægt að leysa , , _ . þau," segir séra Vigfús. //PrOStUrillll Brúðkaup eru ailtaf jafn yndisleg og ógleymanleg fjölskylduathöfh.Það er að mörgu að huga fyrir stóra daginn þegar pör ákveða að stíga skrefið til fulls og gifta sig með tilheyrandi veislu og gleði. Fátt er fallegra en þegar fólk ákveður að opna hjarta sitt fyrir manneskjunni sem það elskar og sameinast í heilögu hjónabandi. Demantar fyrir hvert barn //Gullsmiðurinn^ „Mér finnst hvíta- gullið koma áberandi sterkt inn í sumar," segir Helga Jóns- dóttlr eigandi Gullkúnstar á Laugavegi 54 þegar við spyrjum hana hvernig gift- ingarhringar séu vinsælastir (sumar að hennar mati.„Það er llka töluvert um að fólk velji að setja litla demanta (hring- ana en við erum með úrval af demönt- um," segir Helga og bætir við að það sé nokkuð algengt að fólk sem ákveður að ganga (það heilaga eftir að hafa verið sambúð og á jafnvel börn, kjósi að setja einn demant í hring móður fyrir hvert barn og bæta þá við demöntum eftir því sem börnum fjölgar. „Það er svo sætt þegar fólk kýs að gera eitthvað óvænt fyrir hvort annað, með þv( að láta grafa persónuleg skilaboð inn (hringapörin og en yfir- leitt eru trúlofunarhringarnir pússaðir upp og lagaðir til," segir Helga og Ijóm ar öll við frásögnina.„Brúðhjón vilja I meiri mæli koma hvort öðru á óvart þegar þau setja hringana upp," segir Helga og rifjar upp fallega setningu sem snart hana þegar brúðguminn kaus að láta grafa (hring verðandi eig- Helga JónsdóRir gullsmiður Hefur gaman afþvfþegar fólk lætur grafa falleg skilaboð fgift- ingarhringina. inkonu sinnar:„Ást m(n til þ(n'.„Svo ein- falt en segir samt allt sem segja þarf," segir Helga sem nýtur starfsins og tekur það sér- staklega fram að ávallt þurfi að panta hringana með góðum fýrirvara, tvær vikur (það minnsta. V * wBmi'M Hrafnhildur Þorleifsdóttir I Blómaskreytingameistari hjá f Grænum markaði segir tlsku- * strauma i blómaskreytingum eins og öðru. er vinsælt í sumar og nóttin ekki verri Rómantískar //Hárgreiðslumeistarinn K „íslenskar konur vilja vera látlausar og nátt- úrulegar á brúðkaupsdaginn,en svolftið rómó, með villt blóm í hárinu," segir hjá Hár- greiðslustofu Helenu. „Svo eru brúðarmeyj- arnar (st(l við brúðina frekar rómantískar þar sem einfaldleikinn er (fyrirrúmi og strákarnir eru yfirleitt hafðir svolítið gamaldags og þá helst vatnsgreiddir," segir Helena og áhuginn skín úr augum hennar.„Brúðurin kemur venju- lega (prufugreiðslu til okkar og við gefum okkur mjög góðan tfma til að gera ýmsar prufuhárgreiðslur þangað til við finnum réttu brúðargreiðsluna (samræmi við kjólinn, blómin og förðunina," segir hún. Það er mikið hlegið á hárgreiðslustofunni hennar Helenu Helena Einfalt og látlaust hár I tlsku. þegar hún rifjar upp þegar hún fékk breska brúði óvænt til sln sem var stödd hér á landi með (slenskum unnusta s(num.„Þau höfðu ákveðið að gifta sig með mjög stuttum fyrir- vara á Þingvöllum," segir Helena með bros á vör.„Ég klæddi hana í kjólinn,farðaðí hana, skellti upp á henni hárinu, setti slörið (og setti á hana skartgripina á einum klukku- tíma.Vinkona þeirra,sem er góður viðskipta- vinur hjá mér, vildi endilega að hún kæmi til mln þennan dag og ég tók á móti henni opn- um örmum. Hún var stórglæsileg og ánægð með árangur- inn," segir Helena og bætir þv( við að það sé yndislegt að fá að vera þátttakandi í degi sem þessum hjá fólki. „( sumar er bleikt mjög vinsælt," segir Hrafnhildur Þorleifsdóttir, blómaskreyt- ingameistari hjá Grænum markaði,og handleikurfallegan blómavönd sem hún er að setja saman. Hún segir eftir smá um- hugsun:„Svona fallega bleikir tónar og oft er þeim mikið blandað saman við kremlit eða alveg hreina hv(ta liti.Einnig kemur græni liturinn sterkur inn með en við notum hann þá mikið í skreytingum." Vendirnir einkennast einna helst af fá- um tegundum af blómum sem er blandað saman, að sögn Hrafnhildar, þv( fólk kýs einfaldleikann núna og mikla rómant(k.„En auðvitað er þetta eins mis- jafnt og brúðirnar eru margar," bætir hún við. „Það sem er mikilvægast er að brúður- in velji vönd sem passar vel við kjólinn og velji lit sem henni þykir fallegur og fer henni vel. Margar verðandir brúðir vita nákvæmlega hvernig þær vilja hafa blómin og fá þá heldur ráðleggingar um samsetningu á litum og form á vendin- um sem ég gef þeim svo sannarlega með mikilli ánægju því þetta er jú það sem ég hef unun af að gera." Hrafnhildur stundaði tveggja ára nám við blómaskreytingar (Álaborg.„Þar var ég á nemasamningi (búð sem heitir Kreativ blomster," segir Hrafnhildur þeg- ar hún rifjar upp dvölina erlendis. (Dan- mörku er námið byggt þannig upp að maður er samningsbundinn (tvö ár en ég lærði ósköpin öll á þessum tveimur árum, bæði verklegt og bóklegt. Það er svo mikilvægt að halda huganum gang- andi.fá hugmyndir og sjá hvað aðrir eru að gera skemmtilegt með blómunum," segir Hrafnhildur áhugasöm. „Ég tóktvisvar þátt (keppnum og þær //Blómaskreytingameistarinn gáfur mér rosalega mikið þv( ég lærði svo mikið um sjálfa mig þegar ég tók þátt (alvöru keppni þar sem ég gat kom- ið hugmyndunum á flug og lærði að vinna á annan hátt. Þetta var keppni um Norðurjótlandsmeistara," segir Hrafnhild- ur ánægð og viðurkennir aö hún hafi verið himinlifandi yfir þriðja sætinu. „Blómavöndurinn og allar skreytingar brúðkaupsins eru tilfinningamál þv( þetta túlkar jú ákveðna hluti með skreytingaað- ferðunum og blómavalinu.lslendingar fylgjast mjög vel með hvað er að gerast annars staðar og það er áberandi hvað við erum að verða duglegri við að kaupa blóm fyrir okkur sjálf, einfaldlega til að gleðja okkur og þá sem okkur þykir vænt um. Svo er úrvalið l(ka að aukast hjá okkur og það er jákvætt," segir þessi fallega blómarós sem handleikur blómin af þv(- Kkri nærgætni að unun er að fylgjast með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.