Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 9. JÚNl2005 DV heilræði fyrir brúðhjón 1 Sá sem gefur lítið öðlast fátt en sá sem gefur mikið af sér fær svo sannarlega margt (staðinn. 2 (hjónabandi og öllum samböndum fæst virðing aðeins með því að vera virðingarverður. 3 Góð sjálfsvirðing leiðir til þess að mað- ur getur einbeitt sér að elskhuga sinum og gefið af sér. 4 Aldrei má gleyma þeirri staðreynd að hamingjan hvílir á verkum okkar, því sem við gerum, sköpum og afrekum og ekki síður á hæfninni til að njóta afrakstursins. 5 Hamingjan hvílir líka á getu okkar til að tengjast þeim sem við elskum (lika á erfiðum stundum). aðHp brúðhion „Það að fá að aðstoða verðandi brúð- hjón við val á fatnaðinum sem þau klæðast þennan mikilvæga dag eru sannkölluð forréttindi," segir Sigurdis Ólafsdóttir sem rekur brúðarkjólaleig- unaTvö hjörtu (Bæjarlind (Kóþavogi ásamt Friðrik Ólafssyni.eiginmanni sin- um. „Svokölluð A-lína er vinsælust í sumar ég held það sé enginn vafi á því, en það eru fallegir kjólar með mjóum hlir- um eða alveg hlíralausir," segir hún og sýnir blaðamanni úrvalið af fallegum brúðarkjólum.„Slörin eru lika alltaf mjög vinsæl," segir hún og tekur fram að það er undantekning ef ekki er tekið slör með. „Vfddirnar eru mismunandi 1 kjólun- um (sumar, allt frá þvf að vera beinir eða aðeins meiri pils og þá lengri slóði. Annars er það nýjasta (sumar svona kjólar (styttra lagi þar sem brúðir vilja jafnvel leggja áherslu á fallega ökla ( fallegum skóm við. Svo er lika töluvert um það að konur sérpanti kjólana og það er yfirleitt gert með 8-12 vikna fyr- irvara.Vinsælast hjá herrunum eru Jackettinn,ensku fötin og satínvesti þar undir og svo er áberandi að Ijós jakka- föt eru að ryðja sér til rúms hér á landi og koma á móti Ijósu kjólunum," segir Sigurdis sem er menntaður kjólameist- ari. //Kjólameistarinn Við reyndum bara að slaka á og njóta dags- ins,“ svarar Rakel og það geislar af henni þegar hún rifjar upp brúðkaupsdaginn þeirra Gunnars. „Sólin reif sig fram úr skýjunum þegar við stigum út úr kirkjunni þannig að þetta var bara eins og í góðri bíómynd og nóttin var ekki verri,“ bætir hún við stríðnisleg á svipinn. Presturinn gleymdi kossinum Við giftum okkur í Súðavíkurkirkju, en þar giftu foreldrar mínir sig og svo var ég líka skírð í sömu kirkju," segir hún einlæg og dreymin á svip. „Gifting- in gekk vel fyrir utan það að presturinn gleymdi koss- inum," segir Rakel og hlær. „Við Gunnar redduðum því í lokin og fengum mikil fagnaðarlæti gestanna. Veislan var haldin hinum megin við götuna í Súðavík- urskóla þar sem voru mættir um 120 gestir en við buðum vinum okkar og svo nánustu ættingjum," seg- ir Rakel. Ekkert stress við undirbúninginn „Við sáum sjálf um allan undirbúning sem við stressuðum okkur ekkert sérstaklega yfir. Þetta var allt fremur hefðbundið, hvítir dúkar, hvítar rósir og hvít stór kerti úti um allt og maturinn var mjög góður þó ég segi sjálf frá,“ segir Rakel og lítur dreymin á Gunnar en faðir hans sá um að elda ofan í veislugesti. „Tengdapabbi er kokkur og gerir bestu humarsúpu Hjónin Rakel Sævarsdóttir og Gunnar Hólm giftu sig í Súðavíkurkirkju. Þau stressuðu sig ekkert yfir undirbún- ingnum og reyndu að hafa brúð- kaupið einfalt og fallegt. sem fæst á landinu, svo grilluðum við lambakjöt og kjúklingabringur sem var borið fram með chilli kart- öflusalati og rjómasósu. í eftirrétt var súkkulaðiterta sem pabbi keyrði með að sunnan á 30 km hraða með kælinguna í botni. Þessu var svo skolað niður með rauðu og hvítu víni,“ segir Rakel og hlær dátt. Gott að vera temmilega kærulaus og njóta dagsins í botn Þegar við biðjum Rakel og Gunnar um ráð til handa fólki sem ætlar að giftast í sumar þá svara þau hiklaust að fólk eigi að vera temmilega kærulaust við undirbúninginn og hlusta á þá sem gefa þeim ráð en ekki gleyma að fara sínar eigin leiðir og muna að njóta þess í botn. Þetta er áreiðanlega rétt hjá þessum gullfallegu hjónum sem eiga framtíðina og eflaust margar hamingjustundir fyrir sér. „Giftingin gekk vel fyrir utan það að presturinn gleyrridi kossinum/ Heitt fyrir dökkhærðar, kait fyrir Ijóshærðar „Mérfinnst alltaf skipta miklu máli að fá frá brúðinni upplýsingar um hvort hún hafi farið í förðun áður, hvort hún noti farða dags daglega, þvi það hjálp- ar mér að sjá hvað hentar og hverju þær óska eftir. Oftar vilja konur sem eru vanar að farða sig örlítið sterkari förðun en þær sem eru það ekki," segir Þórdís sem finnst það líka skipta máli hvort um er að ræða brúðkaup snemma dags eða að kvöldi til. „Hvað liti varðar þá skiptir mjög miklu máli að litgreina brúðina rétt þvi förðunin er svo mikilvægur hluti af heildinni," segir Þórdís innileg og blíð. „Það er yndislegt að sjá bros kvikna á vörum brúðarinnar þegarförðunin er fullkláruð og hún heldur af stað ánægð með útkomuna," segir hún og bendir á að rétt litaval skiptir sköpum og þá þarf m.a. að taka tillit til húð-, hár- og augnalits konunnar sem á að Ijóma þennan dag og finna fyrir vellíð- an og góðu jafnvægi innra með sér og utan. „Ég byrja á því að greina á milli heitra og kalda lita," útskýrir Þórdís og tekur dæmi um að kaldir litir séu til dæmis bleikur, blár og lillaður en dæmi um heita liti eru brúnn,appelsínugulur og grænn. „Jarðarlitirnir eru alltaf klassískir og fallegir. Brúnn, kopar og appelsinugul- WM Þórdís förðunarfræðingur Ráð- leggur konum við litavalog fallega förðun á brúðkaupsdaginn. //Förðunarfræðinguinn ur,en þeir henta gjarnan konum sem eru dökkhærðar og með svolítið rauð- leita húð, rauðhærðum konum og svo sumum Ijóshærðum konum sem eru þá gjarnan brún- eða græneygðar," út- skýrir Þórdís og veit greinilega hvað hún syngur. „Köldu litirnir henta Ijóshærðum konum sem hafa frekargulan undirtón (húðinni og eru gjarnan bláeygar og svo dökk- eða svarthærðum konum með Ijósa húð, svona Mjallhvítar-týpur," bætir hún við brosandi. Það þarf að taka tillit til margra þátta í lit- greiningu og sumar hverjar þola bæði heita og kalda liti.„Verðandi hjón fara núorðið gjarnan (brúnkumeðferðir nokkrum dögum fýrir brúðkaupið og þá ráðlegg ég þeim að prufa það að minnsta kosti einu sinni áður til að ganga úr skugga um ofnæmi og þess háttar," segir Þórdís og leggur aftur áherslu á vellíðan elskendanna og mik- ilvægi þess fýrir daginn stóra. „Já, ég á mörg ráð fyrir ykkur," svarar Þórdís og skellihlær þegar blaðamaður biður hana um góð ráð svona í lokin. „Sólarpúður og fallegur kinnarlitur ( ferskju eða Ijósbleiku í kinnarnar skapa alltaf ferskleika hjá konum á öllum aldri og svo má alveg setja augnskugga (lausu formi, svokallað stardust,aðeins upp á kinnbeinin lika og lítið áberandi varalitablýant og varalit í Ijósari kantinum,glært gloss yfir eða með smá sanseringu. Ekki má gleyma brúðgumanum því stundum þarf líka aðeins að púðra yfir andlitið á honum fýrir myndatökuna," segir Þór- dís og heldur af stað brosandi með förðunartöskuna á öxlinni. Falleg á brúðkaupsdaginn Rakel Sævarsdóttir og Gunnar Hólm eftir athöfnina I kirkj- unni á Súðarvík. iltu Fiskurínn og nautið góð hvort við annað Rakel (fiskur) leyfir elskhuga sinum að leiða sig áfram en hún kýs umfram allt frelsi tii að skapa,elska og njóta í sam- bandinu og Gunnar (naut) virðir það svo sannarlega og hvetur hana í átt að draumum sinum alla tíð. Fjármagn er aukaatriði i augum fisksins en nautið er eflaust á annarri skoðun þegar peningar eru annars vegar því eignaástríðan er nautinu í blóð borin. Þau eru bæði meðvituð um að tilfinn- ingar þarf að tjá til að þær öðlist Iff og virða eiginleika hvors annars. Þau vita að gott hjónaband byggist einnig á því að vera vakandi yfir tæki- færum til að hrósa og umbuna hvort öðru fýrir það sem vel er gert. Þau gera sér grein fyrir sérkennum hvors annars og gæta þess að móta ekki hvort annað eftir eigin geðþótta. Þau virða eiginieika hvors annars og einmitt þess vegna eru þau fær um að njóta sín sameinuð. Sigurdís Ólafsdóttir kjólameistari i þykir 9°man aö kiæða fólk og hjálpa þvi við val á brúöarfatnaði. //Kokkarnir „Stóru steikarhlaðborðin eru vissulega á undanhaldi og fólk virðist hugsa meira um að hafa bragðgóðan mat (brúðkaup- inu," segir Rúnar aðspurður hvað fslendingar vilji bjóða gestum uppá (brúðkaupsveislum þetta sumarið.„Svo eru heitu og köldu tapas-hlaðborðin llka mjög vinsæl núna," segir Rúnar, annar helminggr Kokkanna. Þegar Rúnar er inntur eftir því hvernig fólk beri sig að við að ákveða hvað skal bjóða uppá í veislunni þá útskýrir hann fyrir blaðamanni að þeir leggi mikla áherslu á bæði hefðbundið og framandi hráefni af bestu gerð. „Annars er fólk mjög misjafnt hvernig það ber sig að þegar undirbúningur veislunnar stendur yfir," segir Rúnar glaður ( bragði,„Sumlr vita nákvæmlega hvað þeir vílja en aðrir vilja sjá hvað við höfum uþp á að bjóða og ákveða sig svo f framhaldi af þv( og það er bara skemmtilegt. Sum verðandi brúðhjón hafa smakkað mat frá okkur einhvers staðar og vilja bara alveg eins, sem segir okkur að fólk er ánægt með það sem við gerum enda gerum við alltaf okkar besta svo að veislan verði eftirminnileg og jákvæð í alla staði," segir Rúnar og brosir breitt. Jón Arnar Guðbrandsson og Rúnar Gíslason sem reka veisluþjónustuna Kokkarnir. Hafa nóg að gera i sumar við að búa til góðan og fallegan mat fyrir brúkaup sumarsins. j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.