Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 9

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 9
Bjartsýnir bœndur Rætt við Jóhann Nikulásson og Sigrúnu Hildi Ragnarsdóttur, Akurey II í Vestur-Landeyjum AAkurey II í Vestur-Landeyj- um búa hjónin Jóhann Niku- lásson og Sigrún Hildur Ragnarsdóttir. Bústofninn er fyrst og fremst nautgripir en fáeinar kindur eru á grillið og hross eru tii á bænum eins og alsiða er í Landeyjum. Jörð- ina keyptu þau vorið 1991 og hafa ekki setið auðum höndum síðan. Nánast allar vélar hafa verið endur- nýjaðar, fjósið gert upp, tún endur- ræktuð, ræktað korn og skuldir greiddar niður eftir áætlun. Jóhann er fæddur og uppalinn á Hvolsvelli en kynntist ungur búskap hjá frændfólki sínu í Fljótshlíð og víðar. Hann hefur einnig stundað ýmis önnur störf. Hildur er úr Stykk- ishólmi og þekkti ekki mikið til sveitastarfa áður en hún hellti sér út í búskapinn af fullum krafti. Hildur og Jóhann eiga fjögur böm, Iris er 17 ára, Sigrún 7 ára, Ragnar fjögurra ára og Guðrún tveggja ára. Blaða- maður Freys tók hús á þeim hjónum til að forvitnast um búskap þeirra. Hvernig bar það til að þið fóruð að búa? Það stóð alltaf til að fara í búskap en við gátum ekki séð að við gætum það. Umræðan var þannig að aðeins þeir sem ættu miklar eignir gætu keypt jörð og við töldum okkur svo sannarlega ekki í þeim hópi. Ævin- týrið byrjaði þannig að góð vinkona okkar, sem er bóndi héma í nágrenn- inu, sagði að við værum að „mygla í bænum“ og benti okkur á að þessi jörð væri til sölu. Við héldum að það þýddi nú ekkert, við áttum bara litla íbúð í Reykjavík og jörðin kostaði Jóhann Nikulásson og Hildur Ragnarsdóttir standa við nýju milligerðimar í fjósinu. Freyr 1/98 - 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.