Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 24

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 24
Asólfsskáli undir Eyjafjöllum. áburði á framræsta mýri. Samkvæmt jarðvegssýnum vantar magnesíum í jarðveginn en nægilegt magn hefur mælst í heyjunum. Meðan svo er, munum við ekki bera magnesíum sérstakiega á en fylgjumst vel með heysýnum.“ En kornið? „Héma hefur verið ræktað kom frá árinu 1989 og það er ekki spuming að halda því áfram. Við ræktum það í tæpum sjö hekturum og mikill sparnaður er að geta ræktað sitt kjamfóður að stórum hluta en einnig er það hluti af endurræktuninni. Vinnan við þreskingu er keypt að og aðeins valsari keyptur svo og stór- sekkir til að súrsa byggið í. Þá er hægt að endumýta en kaupa þarf ár- lega nýja plastpoka inn í þá. I sumar var uppskeran af bygginu góð og höfum við stílað upp á að láta það endast allan veturinn. A haustin sjá- um við nokkurn veginn hve mikið má gefa af byggi og kjamfóður er valið á móti því.“ Gjöfín yfir veturinn? „Rúllunum er raðað á stórt svæði heima við þannig að við vitum ná- kvæmlega hvers konar hey er í hvaða rúllu og á haustin, þegar hey- sýnin koma, þá fæ ég Runólf Sigur- sveinsson, ráðunaut, til að reikna fyrir mig hve mikið ég á að gefa af kjamfóðri og hvemig best sé að velja saman heygerðir, þannig að kýmar fái öll næringarefni í réttum hlutföllum. Þetta fyrirkomulag hefur gefið mjög góða raun, meðalnytin er góð og dýralæknakostnaður er mjög lágur hjá okkur. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með súrdoða eða magnesíumskort enda er stein- efnainnihald í heyjunum mjög gott. Lykilatriðið er að fylgjast vel með og taka heysýni. - Öðruvísi tel ég vart búandi með kýr.“ Ásólfsskáli undir Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu Efnagreiningar heysýna, meðaltöl 1995 til 1997 Fjöldi FEm Prótein AAT PBV Ca P Mg 1995 9 0,84 53 72 28 2,6 3,6 2,1 1 1996 10 0,86 141 74 14 3,1 3,0 2,2 j 1997 13 0,87 140 74 12 3,4 3,1 2,1 Viðmiðun 0,80 150 85 1 4,0 3,0 2,1 20 - Freyr 1/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.