Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1999, Side 5

Freyr - 15.04.1999, Side 5
gresið reyndist hins vegar vera með hæst þurrefni en repjan lægst (tafla 1) þannig að þegar litið er á átið í kg þurrefnis jafnar sá munur sig út og þær eru að éta svipað magn, óháð tegund! Gripimir em að éta vel umfram það sem þeir eru að gefa í afurðum en léttast þrátt fyrir það. Þegar litið er á holdafarsbreytingarnar sést hins vegar að kýmar bæta við hold sín í tilrauninni frá því sem þau voru við upphaf hennar. Vambarfyllin hefur trúlega mikil áhrif á þung- ann og getur sveiflast þar sem um mjög vatnsrikt fóður er að ræða. Þurrefnisprósenta grænfóðurs- ins sveiflaðist eftir veðurfarinu (frá 7 og upp í rúm 20%). Grip- irnir virtust, innan ákveðinna marka, éta meira af grænfóðrinu þegar það var blautara þannig að dagsveiflumar urðu ekki miklar miðað við kg þe. Grænfóðrið var rúllað á velli og flutt heim í fjós þar sem rúllan var tekin upp í fóð- j urvagn sem skar rúlluna niður. Við það bútaðist stöngullinn niður og var ekki að sjá annað en hvoru tveggja, stöngull og blað, væri kúnum að skapi. Ekki var áber- andi að einungis stöngulhlutinn væri eftir í leifunum. Efnainni- hald leifanna mældist ekki eins orkuríkt og fóðrið sem gefið var þannig að kýrnar ná að velja besta hlutann úr skammtinum. Eftir því sem leið á tímabilið jókst uppskeran, einkum í kálteg- undunum. Rýgresið sýnir ekki eins sterka þróun í þá átt og er sveiflukenndara. Þar má að ein- hverju leyti kenna arfa um sem var töluverður í stykkinu, skellur hér og þar. Myndir 1-3 sýna upp- skeru, át og próteininnihald græn- fóðurgerðanna í upphafí tilraunar, um miðbikið og á síðari hluta j hennar. Ætla má að uppskera káltegund- anna sé ofmetin vegna aðferða sem voru notaðar við uppskeru- matið. Þó var reynt að leiðrétta fyrir því eins og unnt var. Um miðbik tilraunarinnar sem er þá í kringum 20. sept. er átið í hámarki hjá kúnum og fer síðan niður á við, mishratt eftir tegundum. Má þar að einhverju leyti kenna þroskastiginu um; uppskeran eykst töluvert á þessum tíma og próteinið fellur. Þó heldur blaða- og stöngulhlutfallið sér svipað eftir að blaðhlutfallið minnkaði frá því sem var upphaflega. Kýrn- ar geta jafnvel verið leiðar á grænfóðrinu enda sýndu þær ekki eins mikla áfergju í það þegar líða tók á eins og fyrst. Samkvæmt niðurstöðum til- raunarinnar fékkst ekki munur á ......Uppsk. kg/ha ------Át kg/dag ------Prótein% skrið 5% skrið Mynd 1. Vaxtarferill rýgresis og át kúnna. Meðaltalsuppskera 3320 kg þe/ha. Meðalát 50,1 kg/dag (6,56 kg/þe). Mynd 2. Vaxtarferill fóðurmergskáls og át kúnna. Meðaltalsuppskera 6645 kg þe/ha. Meðalát 52,0 kg/dag (6,97 kg/þe). Mynd 3. Vaxtarferill vetrarrepju og át kúnna. Meðaltalsuppskera 6878 kg þe/ha. Meðalát 57,7 kg/dag (6,81 kg/þe). FREYR 4/99 - 5

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.