Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1999, Síða 21

Freyr - 15.04.1999, Síða 21
tveim leiðum. Á mynd er sýnt það samhengi er eftir þessum dómum fyrir þá dætrahópa sem voru í mati að þessu sinni. Þar sést að samræm- ið er þama gott á milli eins og raun- ar ætíð hefur verið. I sambandi við mjaltaathugun hefur oft verið talað um að raun- hæfara væri að láta eigendur meta mjaltir með stigagjöf vegna þess að oft væri verið að bera saman svo líka gripi. Þetta var reynt á síðasta ári þar sem umsjónarmönnum var boðið að gefa einkunn ásamt röðun um mjaltir. Þar kom í ljós að kýmar vom þannig metnar betri en gerist í kvíguskoðun. Einnig var nánast fullt samræmi á milli röðunar og þess mats sem þannig fékkst. Við nánari skoðun gagna kom samt í ljós það, sem ég raunar hafði ætíð reiknað með við slíkt mat, að það er mun ónákvæmara en röðun eins og notuð er við mjaltaathugun. Skýr- ingin á því er ofur einföld. Sjálf- stæð stigagjöf umráðaðila verður aldrei samræmd á þann hátt að við- unandi sé á annan hátt en þann að binda niður skala eins og gert er við röðun í mjaltaathugun. Að fengnum þessum niðurstöður hefur verið rennt enn styrkari stoðun undir það að besti kostur, sem við eigum til að meta þennan eiginleika með hóf- legum tilkostnaði, er að nota þær aðferðir sem notaðar hafa verið, þ.e leggja áherslu á mjaltaathugunina. Það sem hefur verið viss galli við framkvæmd mjaltaathugunarinnar síðari ár er að frá of mörgum búum berast niðurstöður of seint og vil ég biðja bændur að bæta úr þessu á næstu árum. Þegar niðurstöður mjaltaathug- unarinnar eru skoðaðar, en þær eru sýndar í töflu 1, kemur í ljós að þessi hópur fær sem heild ffemur jákvætt mat og meðaltal þeirra bendir til að þessar kýr standi í þessum eiginleika framar meðal- kúnum. Auk röðunarinnar er leitað umsagnar um ýmsa mjaltagalla sem yfirleitt má lesa fjölmargar upplýs- ingar frá. Lekar kýr eru ekki al- gengar í þessum afkvæmahópum og aðeins dætur Hvamms 92012 sýna hátt hlutfall slíkra gripa eða 17%. Kýr sem eru þungar í mjölt- um er helst að fínna meðal dætra Myrkva 92011 og Tengils 92026. Mismjaltir eru, eins og ætíð áður, alvarlegasti gallinn sem fram kem- ur í mjöltum. í eftirtöldum af- kvæmahópum fer tíðni kúa sem taldar eru mismjalta yfir 20% sem verður að teljast of mikið: Púka 92002, Galmars 92005, Myrkva 92011, Sudda 92015, Jarps 92016, Freks 92017, Geysis 92023 og Skugga 92025. Þegar niðurstöður mjaltaathug- unar eru skoðaðar sést að tveir dætrahópar fá í röðun langbestan dóm, með 2,41 að meðaltali, en það eru dætur Poka 92014 og Tjakks 92022. Þessi niðurstaða er fyrir dætur Poka í algeru samræmi við kvíguskoðun vegna þess að þar fengu dætur hans hagstæðast með- altal um þennan eiginleika en dæt- ur Tjakks eru þar einnig með góð- an dóm. Þá eru dætur Smells 92028 með ákaflega hagstæða nið- urstöðu eða 2,57 í röðum að með- altali og sá hópur, ásamt dætrum Poka, eru með besta dóma í kvígu- skoðun um eiginleikann. Allt eru þetta því naut sem virðast gefa kýr með sérlega góðar mjaltir. Önnur naut sem einnig fá mjög hagstæða röðun eru: Hvellur 92006, Koti 92008, Hvammur 92012, Beri 92021, Bjarmi 92030 og Vetur 92031. í raun verður ekki sagt að neitt naut fái afleitan dóm um þennan eiginleika að þessu sinni. Júgurhreysti Síðustu ár, eftir að ákvæði um frumutölu í mjólk voru verulega hert, hefur athygli beinst í auknum mæli að júgurhreysti kúnna. Veru- legur hluti af förgun kúnna er orðin vegna júgurheilbrigði kúnna. Ákaf- lega margir þættir hafa þama áhrif. Einn þeirra er vafalítið erfðaþáttur, þó að allar erlendar rannsóknir sýni að sá þáttur sé hlutfallslega lítill í samanburði við marga af umhverf- isþáttunum. Hér á landi er engin skipuleg skráning sjúkdóma eins og þekkist á hinum Norðurlandanna, sem þar leggja gmnn að mati á júgurheil- brigði. Ýmsar upplýsingar em samt fyrir hendi sem nota má til að reyna að fá mat á þennan þátt. í fyrsta lagi em mælingar á fmmutölu mjólkur hjá kúnum sem tvímælalaust má nota sem óbeinan mælikvarða á júgurheilbrigði. Þá koma frarn í skýrslum upplýsingar um förgun kúa vegna júgurbólgu. Þá er við mjaltaathugun spurst fyrir um júgurbólgu hjá kúnum. Þegar þessum mismunandi þáttum er raðað saman þá fæst að vonum ekki nema takmarkað samræmi á milli þessara mismunandi þátta. Á mynd 5. er sýnt samband milli júgur- bólguhlutfalls samkvæmt mjalta- athugun og meðaltals úr frumutölu- mælingu hjá dætrahópunum. Þama sést greinilega ákveðið samræmi en um leið umtalsverð frávik. Vafalítið er meginskýring þeirra að þessar kýr em á mjög breytilegum aldri í hinum mismunandi hópum. Sá þáttur hefur Frumutal - júgurbólga 150 200 250 Frumutal 300 350 Mynd 5. Samhengi frumutölu ogjúgurbólguhlutfalls hjá einstökum dætrahóp- um undan nautum í árgangi frá 1992. FREYR 4/99 - 21

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.