Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 6

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 6
Tafla 2. Át, nyt, efnainnihald mjólkur og holdafar kúa í tilraun fóöraöar á þremur mismunandi gerðum grænfóðurs. (R = vetrarrýgresi, F = fóðurmergkál, V = vetrarrepja) Hvað er um að ræða? Grænfóðurgerðirnar R F V Meðal- Marktækur tal munur ; Átmagn í kg Kg grænfóðurs/dag 50,10 52,00 57,70 53,30 Já Kg þurrefnis grf/dag 6,56 6,97 6,81 6,78 Nei Hlutfallslegt át, miðað við kg þe. Grænfóður af gróffóðri 66,98 67,15 67,35 67,16 Nei ; Afurðir Kg mjólk/dag 14,15 14,54 14,12 14,27 Nei Fita, % 3,83 3,75 3,75 3,78 Nei Prótein, % 3,33 3,31 3,24 3,30 Nei Innbyrt orka - orka til þarfa FEm jafnvægi 2,04 2,38 3,59 2,34 Nei Holdafar og þungi m.v. upphaf tilraunar , Þungabreytingar í kg -6,30 -11,60 -11,80 -9,90 Nei Holdafarsbreytingar (skali 1-5) 0,22 0,15 0,29 0,22 Nei áti á þurrefnisgrundvelli, nyt og efnainnihaldi mjólkur milli græn- fóðurtegundanna. Þar með eru afurðatekjurnar svipaðar en að- föngin geta hins vegar reynst misdýr. Fræið af fóðurmergkáli er dýrt í samanburði við hinar gerðirnar, aðeins minni áburður fór á rýgresið sem aftur þurfti meiri vinnu við sáningu (raðsán- ing, hinu var dreifsáð). Munur- inn liggur því ekki í breytilegum afurðum vegna mismunandi teg- unda heldur í sjálfri ræktuninni! I þessu tilviki komu káltegund- irnar vel út m.t.t. uppskerumagns. Hafa ber í huga að kálfluga getur sett strik í reikninginn. Annar óvættur, illgresið, hefur líka sín áhrif og má að einhverju leyti kenna arfa um lélega uppskeru rýgresisins. Nýting þess getur þó verið mun betri en hér um ræðir því að oft á tíðum má ná tvíslætti af því sem þó var ekki stílað upp á í þessu tilviki. Hvað má þá ætla af grænfóðri í gripi á beit? Gömul og góð þum- alfingurregla segir 30 kýr í 30 daga þurfa 1 ha. Það gerir 11 lengdarmetra af metersbreiðri ræmu á kú á dag. Eins og áður hefur komið fram er það uppsker- an sem skiptir miklu máli í út- reikningum sem þessum. Miðað við át sem nemur 6,8 kg/þe. á kú á dag eins og kom fram í tilraun- inni og uppskeru sem mældist þar (sjá myndir 1-3) þarf 21 lengdar- metra af metersbreiðri rýgresis- ræmu en helmingi minna af kál- inu, rúmlega 10. Kálið er í góðu samræmi við þumalfingurregl- una. Hins vegar erum við með át inni og má þá ætla 100% nýtingu grænfóðursins. Það næst aldrei úti við beit en út frá 85% nýtingu er lengdarmetrinn á kúna kominn upp í 25 eða 12 metra út frá sömu forsendum. Ekki er úr vegi að áætla uppskeru grænfóðurs frá u.þ.b. 4000 kg þe./ha upp í 5500 kg. Mynd 4 sýnir þá, miðað við sama átmagn og í tilraun og 85% nýtingu grænfóðurs, hversu mik- ið þarf í kúna af metersbreiðri ræmu á dag. Að gefnum forsendum þurfa því 30 kýr i 30 daga 1,3 - 1,8 ha grænfóðurakurs, háð uppskeru. í tilrauninni fengu kýrnar rúllu- verkað vallarfoxgras með græn- fóðrinu, takmarkað við 6 kg á dag. Hlutfall þess í gróffóður- skammtinum nemur rúmum 30% (itafla 2). Kýrnar tóku vel í vallar- foxgrasið og hefðu auðveldlega innbyrt meira hefði þeim staðið slikt til boða. Þá má ætla að meira magn hefði neikvæð áhrif á upptöku grænfóðursins. Eins og alltaf vill verða er einstaklings- munurinn milli gripa ætíð fyrir hendi. Engu að síður, i grænfóð- urræktun er uppskeran mikilvæg- asti afkomuþátturinn. Það má reikna út tilkostnað (fræ-, áburð og vinnu við að koma fræinu niður), vinna mót arfa og kálflugu en um einn ónefndan þátt fær eng- inn ráðið; veðurfarið. Þá er ekki óeðlilegt að menn haldi sig við það sem tekist hefur vel áður. Fyrir þá sem eru að horfa til breytinga hjá sér verða menn að vega og meta eigin aðstæður; hvað tekst mér að rcekta, hvaða tegund er örugg í rœktun og gefur vel á mínu landi? 25 4000 4500 5000 5500 Uppskera grænfóðurs í kg þe/ha Mynd 4. Fjöldi lengdarmetra á dag af metersbreiðri rœmu grœnfóðurs sem kýr þarf við mismunandi uppskerumagn (m.v. 85% nýtingu og 6,8 kgþe. át/kú/dag. 6- FREYR 4/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.