Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 14

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 14
Tafla 1. Naut sem eiga flestar dætur meöal afuröahæstu kúnna áriö 1998 Nafn Númer Yfir5000kg mjólk Yfir 200 kg mjólkurfita Yfir 200 kg mjólkurprótein j Dálkur 80014 38 33 11 Tangi 80037 32 28 17 Dreki 81010 40 33 10 Hólmur 81018 82 100 22 Tvistur 81026 28 26 11 j Kópur 82001 50 55 12 Jóki 82008 75 69 20 í Rauður 82025 78 85 28 ! Kaupi 83016 32 33 5 Ái 83023 22 27 11 Bjartur 83024 52 58 21 Hrókur 83033 57 53 18 Sopi 84004 49 46 12 ij Þistill 84013 145 137 55 Suðri 84023 149 142 52 ; Belgur 84036 93 92 23 ; Prestur 85019 97 92 29 Austri 85027 60 75 22 Prammi 85034 30 30 3 Listi 86002 66 59 19 ; Draumur 86009 22 24 3 i Þráður 86013 113 115 31 Bassi 86021 122 148 35 ; Þegjandi 86031 47 54 16 Daði 87003 58 78 11 f Flekkur 87013 31 37 4 Andvari 87014 125 122 26 i Öm 87023 39 55 9 Búi 89017 21 25 10 Hvanni 89022 22 22 6 Dalur 90010 23 21 5 Kati 90013 27 29 5 Gnúpur 90018 20 23 7 J Álmur 90019 26 30 5 ) Hafur 90026 25 21 8 Negri 91002 21 21 8 j Hlemmur 91004 23 22 5 Miðill 91008 20 19 4 Raftur 91015 25 22 4 Gyrðir 91016 21 21 5 Orka 248 í Skipholti III í Hruna- mannahreppi mjólkaði 9984 kg af mjólk með 4,02% fítu eða 401 kg af mjólkurfitu og hjá henni koma frarn einkenni föður hennar því að pró- teinhlutfall mjólkur mælist 3,54% sem gefur 354 kg af mjólkurpró- teini. Þessi kýr er dóttir Krafts 90004 sem er þekktur fyrir að hafa gefið dætur með mjög hátt prótein- hlutfall í mjólk. Orka kemur frá Miðengi í Grímsnesi. Hér verður ekki sérstaklega ijall- að um fleiri af þessum afrekskúm en þama fylgja á eftir fjölmargar af þekktum afrekskúm síðustu ára og ýmsar þekktar nautsmæður er þar að finna. Röð kúa eftir magni fitu og próteins Þegar aðrar mælistikur en mjólk- urmagnið eru notaðar þá raðast kýmar að sjálfsögðu aðeins á annan veg. Þegar raðað er eftir magni mjólkurfitu skipar Nína 149 áfram efsta sætið með sín 416 kg, þá kem- ur Skrauta 300 með 410 kg, Orka 248 með 401 kg, þá kemur Nál 164 í Guttormshaga í Holtum með 393 kg, Flekka 922 á Efri-Brunná í Saurbæ með 387 kg og Hyma 273 í Sigtúnum í Eyjafjarðarsveit með 386 kg. Röðun eftir próteinmagni skipar einnig Nínu 149 í efsta sæti með 375 kg, þá Orka 248 með 354 kg, Ljóma 64 með 331 kg, Flekka 922 með 323 kg, Skotta 116 í Leiru- lækjarseli með 313 kg, Kóróna 130 á Berustöðum í Ásahreppi með 311 kg, Gæfa 167 á sama búi með 306 kg og Rauðka 106 í Jörfa í Kol- beinsstaðahreppi með 303 kg. í samanlögðu magni verðefna verður röðin því að Nina 149 er með 791 kg, Orka 248 með 755 kg, Ljóma 64 og Flekka 922 báðar með 710 kg og Skrauta 300 með 709 kg. Margar af þeim kúm, sem skila miklum afurðum, gera það vegna þess að þær eru á búum þar sem fóðrun og meðferð gripa er sinnt af einstakri alúð og kunnáttu. Þess vegna getur val kynbótagripa aldrei orðið markvisst ef það er byggt á afurðatölum eins og þær koma fyr- ir, því að góð meðferð og fóðrun gengur ekki í erfðir til gripa á öðr- um búum. Til að velja þær kýr, sem við teljum best fallnar til að ala undan næstu kynslóð gripa, hefur því lengi verið stuðst við kynbóta- mat. Sú viðmiðun hefur verið höfð að kýr sem fá 110 eða meira í kyn- bótamati geti komið til skoðunar við val nautsmæðra. Með nýju kyn- bótamati hefur kúm fjölgað, sem ná þessu marki, auk þess sem miklar mælanlegar erfðaframfarir í stofn- inum allra síðustu ár hafa fjölgað 14- FREYR4/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.