Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1999, Síða 23

Freyr - 15.04.1999, Síða 23
slakt kynbótamat um þennan þátt, en það kemur hvergi greinilega fram í öðrum upplýsingum um júg- urhreysti þessara kúa. Því miður er ekki í þessum hópi að fínna neitt naut sem hefur afgerandi kosti gagnvart þessum eiginleika. Skap - gæðaröð Upplýsingar um skap kúnna fást bæði við skoðun og einnig við mjaltaathugun. Aðeins upplýsingar úr skoðun kúnna eru hins vegar nýttar við útreikning á kynbótamati nautanna um skap. Samræmi á milli þeirra upplýsinga, sem koma fram í mjaltaathugun og skoðun, er hins vegar nokkuð gott með tilliti til þeirra skala sem notaðir eru, vegna þess að góðu heilli eru skapgalla- gripimir yfirleitt lágt hlutfall og þess vegna verður niðurstaða margra hópa yfirleitt mjög áþekkt og þá verður erfitt að greina skýran mun. Þetta er raunar almennt ein- kenni eiginleika sem sýna lágt arf- gengi. Til þess að geta greint vel mun á milli dætrahópa þyrfti mun stærri hópa en hér er verið að vinna með upplýsingar fyrir. Við mjaltaathugun kemur að vísu fram eitt naut með miklu hærra hlutfall gripa með skapgalla en dæmi eru um nokkm sinni áður og er það Púki 92002 sem fær merkt við skapgalla hjá þriðjungi dætra sinna á sama tíma og þetta hlutfall er um eða innan við 10% hjá flest- um dætrahópunum. Hjá dætrum Móses 92010 er þetta hlutfall einn- ig hátt eða 20%. Eitt naut kom fram þar sem ekki var merkt við neina dóttur með skapgalla og var það Tengill 92026. Þessar niðurstöður eru í nokkru samræmi við mat við kvíguskoðun- ina. Það eru örfá naut í árgangnum sem eru gallagripir að þessu leyti og má einnig lesa það í kynbóta- mati þeirra í töflu 2 um þennan þátt. Það eru nautin Poki 92002, Móses 92010, Brúni 92019 og Bjarmi 92030. Mjög mörg nautanna í hópnum fá hins vegar afar jákvæð- an dóm um þennan þátt og er tæpast nokkurt vafamál á að hér eru á ferð- inni gagnvart þessum eiginleika miklu sterkari gripir en oft hefur verið. Þetta á hvað frekast við um Þistilssynina sem margir hafa greinilega erft hin einstaklaga miklu skapgæði sem þekkt eru hjá dætrum hans og systrum þessar nauta. Eins og lesa má i töflunni eru sjö naut sem eru með kynbótamat yfir 120 fyrir þennan eiginleika. I mjaltaathugun eru bændur beðnir um að gæðaraða kúnum. Eins og oft hefur verið bent á er þetta mjög óljóst skilgreindur eiginleiki en samt vafalítið mjög gagnleg vísbending, því að hún endurspeglar hvemig umráðamenn meta viðkomandi grip. Alla jafnan er mjög gott samræmi á milli þess- arar niðurstöðu og því sem lesa hef- ur mátt úr afurðatölum og kvígu- skoðun. Skoðun á þessum tölum frá fyrri ámm bendir eindregið til að þeir þættir, sem við þessa röðun vegi lang þyngst, séu afkastageta kúnna í magni mjólkur og mjaltir þeirra, einstaka sinnum koma einn- ig fram skýr áhrif af skapi kúnna. Það sem vakti hins vegar athygli við slíka skoðun var að þessi gæða- röð hafði mjög sterka neikvæða fylgni við efnahlutfoll mjólkur hjá kúnum. Það er því vísbending um að bændur horfi ekki til þess þáttar þegar þeir meta einstaka gripi. í heild er myndin sem gæðaröðun gefur af þessum nautahópi jákvæð. Munur er samt vemlegur. Þar em tvö naut sem skera sig mikið úr. Þeir em Tjakkur 92022 og Smellur 92028 sem báðir fá um 2,5 að með- altali fyrir röðun. Þessar kýr em því að mati eigenda yfirleitt miklir kostagripir. Þess skal getið að þegar skoðuð er dreifing á röðun dætra þessara nauta kemur fram ákveðinn munur þannig að mjög hátt hlutfall dætra Smells er sett í fyrsta sæti, en hinar dreifast nokkuð á hin fjögur sætin, en dætmm Tjakks er undan- tekningarlítið skipað í einhver af þrem efstu sætunum, en sárafáum í fjórða eða fimmta sæti. I raun em Púki 92002 og Geysir 92023 einu nautin sem fá það slaka umsögn fyrir þennan þátt að þeim sé nánast hafnað af bændum. Frjósemi Fyrir þennan eiginleika var tekið upp kynbótamat á síðasta ári. Til að meta hann em notaðar upplýsingar um bil á milli burða hjá kúnum. Frjósemismælikvarðar eru mis- munandi og hafa ýmsa annmarka, en flestum þeirra er samt sameigin- legt að bústjórnandi getur haft veruleg áhrif á þá. Þess vegna m.a. verða þetta allt ónákvæmir mæli- kvarðar til að meta erfðaeðli gripa og þarf miklu stærri dætrahópa en hér um ræðir til að fá sæmilega ná- kvæmt mat. Annmarki við bil milli burða er að mæling fyrir eiginleikann fæst fyrst þegar kýrin ber öðmm kálfi. Auk þess er ekki ósennilegt að af- urðir kúnna hafi á sumum búum einhver áhrif um það hvenær farið er að sæða þær eftir burð. Sé svo er mælikvarðinn þegar skekktur með tilliti til annars eiginleika. Hitt stendur eftir að góð frjósemi kúnna er lykilatriði fyrir hagkvæm- an rekstur í mjólkurframleiðslu. Þess vegna er eðlilegt að huga að því á næstunni að reyna að treysta grann að kynbótamati fyrir þennan eiginleika. Jafnframt því að skoða bil milli burða em einnig skoðaðar niður- stöður um sæðingar hjá einstökum dætrahópum. Því miður er sam- ræmi á milli þeirra upplýsinga sem fást þannig um eiginleikann með mismunandi mælikvörðum mjög takmarkað. Það er því ljóst að það kynbóta- mat, sem birt er um frjósemi, er að líkindum ónákvæmasta matið gagnvart einstökum eiginleikum og verður því að skoðast með það í huga. í töflu 2 er þetta mat sýnt fyr- ir nautin. Það er talsvert breytilegt fyrir þennan hóp, en í heildina fremur jákvætt. Bestan dóm hljóta Galmar 92005, Hvammur 92012 og Vetur 92031. FREYR 4/99 - 23

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.