Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1999, Page 33

Freyr - 15.04.1999, Page 33
búið dagsdaglega en kaupir sér af- leysingamann í hálfu starfi til að hafa eftirlit með búinu um helgar og þegar hann fer í frí. Fóðuröflun- in er þá að talsverðu leyti aðkeypt líka. Eiginkonan vinnur svo ein- hvers staðar annars staðar. Þetta eru auðvitað öðruvísi aðstæður en hjá okkur en það er þó ljóst að einn maður getur auðveldlega séð um bú með einu slíku tæki með því að hafa einhvem til að leysa sig af á frídögunum. Samkeppni. Samkeppni í sölu alsjálfvirkra mjaltatækja er ennþá afar lítil. Tvö fyrirtæki eru að framleiða og selja slíkan búnað í dag, þ.e.a.s. Lely og Prolion, en það virðist vera sem all nokkur munur sé á því hversu þau eru langt komin með að þróa búnað sinn, Lely í hag. Við óskuðum eftir því við fararstjóra okkar, sem var fulltrúi Lely íyrirtækisins, að hann færi með okkur á bú sem hefði tæki frá Prolion, og varð hann fúslega við því og fór með okkur á myndar- legt skólabú þar sem slíkt tæki var, og er rétt að taka fram að heima- menn voru mjög ánægðir með það tæki og kváðu það hafa reynst vel og virka vel. Það fer þó ekki fram hjá neinum að tæknilega stendur það tæki hinu nokkuð að baki enda byggt upp á nokkuð annan hátt. Þar er einn armur sem sér um að mjólka í fleiri en einum mjaltaklefa (þrem- ur á þessu búi) þannig að þegar hann er búinn að setja hylkin á eina kú fer armurinn í burtu að næsta klefa að mjólka kúna sem þar er. Ef kýrin, sem fyrst var sett á, spark- ar af sér er því enginn armur til að setja strax á aftur og verður að bíða nokkra stund eftir því að hann hafi tíma. Þetta tæki getur heldur ekki tekið af einum og einum spena heldur er tekið af öllum þegar búið er úr hinum síðasta þannig að tóm- mjaltir geta orðið ef um mismjólka kýr er að ræða. Lely hefur unnið að þróun þessa búnaðar síðan snemma á níunda áratugnum. Það var þó ekki fyrr en Mynd 3. Vélbúnaðurinn JJósmegin. Mynd 4. „Hinum megin". árið 1992 sem tæknin komst á það stig að sett var upp eitt tæki á til- raunabúi. Sex í viðbót voru settir upp á árunum 1993-1994 og 1995 er hafin sala á almennum markaði. Það er því komin nokkurra ára reynsla á allmörgum búum og ljóst að búnaðurinn virkar og uppíyllir allar megin kröfur sem til hans eru gerðar. Mikill áhugi er orðinn á þessari tækni víða um lönd og samkvæmt upplýsingum Lely manna þá eru þeir um þessar mundir t.d. að af- Ljósmynd: ÞS. Ljósmynd: ÞS. greiða 3-4 tæki á viku til Danmerk- ur. í Sviþjóð var gefið grænt ljós á þessa tækni á dögunum og þar er mikill áhugi. í Hollandi eru talsvert á annað hundrað bú komin með þessa tækni og eitthvað hefur selst í Japan, Þýskalandi, Belgíu og víðar. Fjöldi Astronaut tækja í notkun er kominn vel yfir 400 alls. Alfa Laval Agri hafa undanfarin ár unnið hörðum höndum að því að þróa alsjálfvirkan mjaltabúnað sem þeir kalla VMS (voluntary milking system - „mjaltir af frjálsum vilja“) FREYR 4/99 - 33

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.