Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 36

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 36
höfuð. Háls og herðar vel holdfylltar og útlögur ágætar. Bak vel holdfyllt, malir breiðar og læri ágætlega vöðvuð. Hrútur nr. 99-533 fékk 83,5 stig. Skagafjörður Miklu fleiri hrútar komu til dóms en árið áð- ur eða samtals 204 en af þeim voru sex úr hópi eldri hrúta. Veturgömlu hrútarnir voru miklu vænni en haustið áður eða 83,7 kg að jafnaði og af þeim voru 173 eða 87% sem fengu I. verð- launa dóm. Margt athyglisverðra hrúta komu fram. Að þessu sinni voru tveir stigahæstu hrútarnir á Deplum í Fljótum, Rosi 99-077 og Angi 99-076. Þetta eru harðholda skepnur, hreinhvítar, katt- lágfættar og ákaflega jafnvaxnar. Rosi stóð næstefstur lambhrúta haustið áður en hann er undan Karli 97-418, sem hefur skilað afburða vöðvaflokkun í slátur- húsi. Stubbur 97-080, faðir Anga, stóð efstur hrúta í afkvæmarannsókn á Deplum nú í haust. í þriðja sæti var hrútur á Nautabúi í Hjaltadal, Hrannar 99-442 frá Hólmavík. Þetta er ullar- góður hrútur, með ákaf- lega sívala og jafna bygg- ingu en ekki laus við fótagalla. Leiknir 99-479 á Akri í Torfalækjarhreppi. (Ljósm.Gunnar Kristjánsson). Depill 99-322 frá á Hóli í Sæmundarhlíð kom skammt á eftir. Hann er samræmagóður, með feiknagóð bak- og malahold og ekki síður lærahold. Hann er sonur Skjanna 95-318 sem hef- ur verið að gefa gífurlegt útslag í sláturlömbum á þeim bæ. Haustið 1999 var hann til að mynda með 150 í einkunn fyrir vöðva og 125 fyrir fitu. A hæla Depils kom hrútur frá Miðhúsum, einn besti Atrixsonurinn, Svali 99-316. Hann er geysilega þroskamikill eða rúm 100 kg að þyngd. Hann er fádæma jafnvaxinn en örlítið gall- aður á ull. Það er athyglisvert að það eru kollóttir hrútar sem röðuðu sér í fimm efstu sætin, allt glæsileg- ar kindur. Það er kannski tímanna tákn en í bak- vöðvaþykkt þar sem koll- óttu hrútamir hafa alltaf legið undir mældist nú vöðvinn, að meðaltali, jafnþykkur hjá hymu og kollóttu hrútunum. Koll- óttu hrútamir mældust þó ennþá, að meðaltali, hærri á legginn. Sjötti í röð var Mjaldur 99-124 á Ökrum. Hann er undan Mjaldri 93-985. Hann er útlögugóður og með sterk mala- og læra- hold. I sjöunda og áttunda sæti voru tveir athyglis- verðir hrútar frá Syðra- Skörðugili, Stubbur 99- 439 og Skörungur 99- 440. Þetta eru rígvænir hrútar með sérlega mikla holdfyllingu í baki og mölum. Stubbur mældist með þykkasta bakvöðv- ann, 41 mm. Hann er Bjálfasonur. Hálfbróðir hans, Skörungur, var með næstþykkasta vöðvann, 39 mm. Eyjafjarðarsýsla Umtalsvert fleiri hrútar voru sýndir en árið áður eða samtals 174 og voru þrír þeirra úr hópi eldri hrúta. Veturgömlu hrút- amir vom að meðaltali 85,1 kg eða umtalvert vænni en haustið áður og flokkuðust einnig veru- lega betur því að 150 þeirra (88%) fengu I. verðlauna dóm. í Ólafsfirði dæmdist bestur Roði 99-269 á Bakka en hann er sonur Mjaldurs 93-985. Roði er útlögumikill og holdgró- inn en hefur mjög gallaða ull, hlaut hann samtals 83,5 stig. í Svarfaðardal var Bambi 99-355 í Búrfelli talinn bestur en hann er undan Möttli 94-827. Bambi er sérlega þéttvax- in og fögur kind og hlaut samtals 84 stig. Albróðir hans, Dindill 99-356, gaf honum lítið eftir en hann hlaut 83 stig. A Arskógsströnd dæmdust bestir Röðull 99-513 í Syðri-Haga und- an Sunna 96-830 og Grá- kollur 99-499 á Stóru- Hámundarstöðum undan Atrix 94-824. Röðull er rígvænn og hefur þykkan og vel lagaðan bakvöðva. Grákollur er jafnvaxinn með ágæt lærahold. Báðir hlutu þeir 82,5 stig. I Arnameshreppi stóð efstur Fálki 99-355 í Litla-Dunhaga undan Möttli 94-827. Fálki er með mjög vel lagaðan brjóstkassa og ágæt læra- hold og hlaut samtals 83,5 stig. I öðru sæti var Þynur 99-354, einnig í Litla-Dunhaga, undan Frey 98-832. Þynur er jafnvaxinn með úrvalsull. Hlaut hann einnig 83,5 stig. I Skriðuhreppi var Gyllir á Þúfnavöllum í efsta sæti en hann er keyptur lambið frá Hjarð- arfelli á Snæfellsnesi en undan Mola 93-986. Gyllir er rígvænn, hold- gróinn hvar sem á honum er tekið en þó eru læra- holdin ef til vill athyglis- verðust. Hann hlaut alls 86 stig og var í 2.-5. sæti á búnaðarsambandssvæð- inu. I öðru sæti var Ljóri 99-024 á Staðarbakka undan Mjaldri 93-985. Ljóri er jafnvaxinn, frem- ur smár, með frábær hold á mölum og í lærum og hefur hreinhvíta ull. 36 - FR6VR 6-7/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.