Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 24

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 24
Þátttaka 1999 Mynd 1. Hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldinu eftir héruðum árið 1999. á þeim svæðum þar sem það var öflugt fyrir en á þeim svæðum þar sem full þörf var á átaki í þessum málum. Það gerist nú í fyrsta skipti í sögunni að fjöldi á skýrslufærðum ám í landinu fer yfir 200 þúsund. Stærstu félögin Þegar litið er til stærstu félaganna sést þessi þróun glöggt því að þar er greinileg fjölgun. Eins og um langt árabil eru langflestar ær skýrslufærðar hjá Sf. Öxfirðinga þar sem þær eru 6100 og fjölgar talsvert frá fyrra ári. Þá eru 5119 ær á skrá í Sf. Sveinsstaðahrepps, í Sf. Þistli 4513 ær, í Sf. Kolbeinsstaða- hrepps 4398 ær, í Sf. Stafholts- tungna 4244 ær, í Sf. Jökli á Jökul- dal 4229 ær, í Sf. Loga í Suðurdöl- um 4155 ær, í Sf. Vestur-ísfirðinga 3766 ær, í Sf. Vopnfirðinga 3713 ær, í Sf. Reykhólasveitar 3558 ær, í Sf. Hrunamanna 3528 ær, í Sf. Lýt- ingsstaðahrepps 3507 ær, í Sf. Hálshrepps 3496 ær, í Sf. Neista á Fellsströnd 3475 ær, í Sf. Ytri- Torfustaðahrepps 3317 ær, í Sf. Stefni í Bæjarhreppi 3302 ær, í Sf. Drífanda í Skaftárhreppi 3272 ær og í Sf. Fremri-Torfustaðahrepps 3184 ær og eru þar talin öll félögin sem höfðu fleiri en 3000 ær skýrslufærðar árið 1999. Vanhöld ánna að vetrinum eru nokkru minni en þau voru árið áður eða 1750 ær úr hópi þeirra full- orðnu og 221 veturgömul sem skráðar eru að farist á tímabilinu frá hausti til sauðburðar. Þessar ær koma að sjálfsögðu hvergi við sögu þegar farið er að reikna framleiðslu eftir hverja á. Þátttaka í skýrsluhaldinu hefur alllengi verið metin á grunni þess hve stór fjöldi fullorðinna áa er skýrslufærður, samanborið við fjölda ásettra áa haustið áður. Eins og fram hefur komið er umtalsverð fjölgun á skýrslufærðum ám og hún skýrist ekki af fjölgun á sauðfé í landinu heldur aukinni þátttöku sauðfjárbænda í skýrsluhaldinu. Þátttaka metin á þennan hátt mælist nú fyrir landið allt vera 44,3% og liggur þá í augum uppi að það er meiri hlutfallsleg þátttaka en nokkru sinni hefur verið. A 7. mynd er gefið yfirlit um hver hlutfallsleg þátttaka er í einstöku sýslum. Þama kemur fram skörðótt landslag þar sem toppamir em svæðin þar sem þetta starf er frá fomu fari rótgróið og öflugt; Snæfellsnes, Strandir, Þingeyjarsýslur og Austur-Skafta- fellssýsla. Það sem um leið er eftir- tektarvert er að á öllum þessum svæðum er áfram umtalsverð hlut- fallsleg aukning í þessu starfi. Norður-Þingeyingar nálgast nú 75% þátttöku og þar er toppurinn eins og sjá má. Stóra eyðimörkin í þessum samanburði, með hliðsjón af fjárfjölda, er í Rangárvallasýsla, en önnur fjármörg svæði þar sem full þörf væri að taka til hendinni í þessum efnum em Borgarfjarðar- sýsla, Austur-Húnavatnssýsla, Múlasýslur og Ámessýsla. í Kjós- arsýslu er fjárfjöldi orðinn hverf- andi lítill þannig að fjölgun þar breytir lítið um myndina fyrri land- ið. Þáttur í skýrsluhaldinu sem gætt hefur öfugþróunar í um alllangt árabil er að æmar séu vigtaðar að vetrinum. Þetta eru upplýsingar sem vegna ræktunarstarfsins hafa að vísu takmarkað gildi. Hitt er ekki að efa að gagnvart því að fylgjast með fóðrun ánna er þetta mjög markviss þáttur í gæðaeftir- liti. Það sýnist því öfugþróun að eftir því sem aðstaða til að sinna þessari vinnu batnar skuli jafnt og þétt draga úr henni. Það sem raunar er um leið eftirtektarverð er að þessari vinnu er enn fyrst og fremst viðhaldið á þeim svæðum þar sem þessi starfsemi er gamalgróin. Það gæti bent til að þeir sem reynsluna hafa viti að þessi upplýsingaöflun kemur að notum. Það em aðeins 15,5% fullorðnu ánna sem eru vegna haust og vor. Þessar ær em heldur léttari haustið 1998 en haust- ið áður eða 65,2 kg að meðaltali en fóðmn þeirra mjög góð og þynging því miklu meiri en veturinn áður eða heil 10 kg að jafnaði. Frjósemi ánna árið 1999 Fijósemi ánna vorið 1999 var ör- litlu meiri en vorið áður eða 1,81 (1,80) fætt lamb eftir hveija á en vanhöldin örlitlu meiri þannig að lömb að hausti em nákvæmlega jafnmörg eftir ána og haustið áður eða 1,67 lömb að jafnaði eftir hveija á sem lifandi var í sauðburðarbyijun. Skipting eftir lambafjölda hjá án- um sem lifandi eru á sauðburði var eftirfarandi: 4937 vom algeldar eða 2,95%, 31280 ær áttu eitt lamb eða 18,66% þeirra, 122.553 vom tví- lembdar eða 73,17% þeirra, þrí- lembdar ær vom 8.429 eða 5,03% og fleiri en þrjú lömb áttu 304 ær samtals eða 0,18% þeirra. Ná- kvæmlega sama hlutfall ánna eru algeldar og árið áður en hins vegar ofurlítið hærra hlutfall af marg- lembum en þá sem leiðir til fleiri 24 - Fl3€VR 6-7/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.