Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2002, Side 38

Freyr - 01.11.2002, Side 38
Maðurinn til vinstri á miðri mynd er danski bóndinn Lars Pedersen, fráfar- andi formaður NÖK. Athygli okkar vakti hvernig stoðir höfðu verið fjar- lægðar úr þessari byggingu og stálgrind sett innan í. Þessi aðferð gæti hugsanlega gengið í hefðbundnum islenskum fjósum ef verió er að breyta yfir í lausagöngu. fjarlægó milli býla í samrekstri megi ekki fara yfir 10 km. Töluvert var ijallað um sam- keppni á ráðgjafar- og rannsóknar- markaði en aðfangasalar og einka- aðilar sinna slíku í vaxandi mæli. Sveinn Sigurmundsson, ffam- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, gerði grein fyrir stöðu þessara mála á ísland. Þá ræddu menn gildi fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir sjúkdóma, ekki síst þátt dýralækna í því. Fjallað var um notkun tölvu- skráðra upplýsinga og í ffamhaldi af því hvemig nútímabóndinn ver tíma sínum. Hjá flestum kom ffam sú skoðun að mikilvægast væri fyrir bóndann að veija tíma sínum meira í bústjómina og um- hirðu gripanna en kaupa að ýmsa sérhæfða vinnu, eins og bókhald, sértæka vélavinnu o.fl. Loks var fjallað nokkuð um ræktunarstarfið og áhrif ýmissa tækninýjunga, eins og kyngreiningar á sæði, fóst- urvísaflutninga og genabreytinga. Meðal annars var á það bent að þó að klónun væri nú orðin möguleg með nautgripi væri þar ekki um ræktun að ræða, aðeins fram- leiðslu, því að erfðabreytileiki væri forsenda ræktunar og ffam- fara. Hvaða gagn hafa svo íslenskir bændur af svona samkomum? Við getum að sjálfsögðu ekki svarað fyrir aðra en okkur sjálfa en svar okkar er að þátttaka í samstarfi sem þessu sé fyrir flesta hluti jákvæð. Þegar horft er til samanburðar á íslenskum aðstæðum og því sem við sáum þama, að ffá- dregnu því forskoti sem veður- og gróðurfar skapar, em niður- stöður okkar þær helstar að menn em í meginatriðum að fást við það sama þegar um mjólkurffam- leiðslu er að ræða, þ.e. öflun gæðafóðurs, nýtingu lands og endurræktun, heilbrigði, velferð og kynbætur gripa, með það að markmiði að auka afkastagetu og afurðasemi búanna. Sama má segja hvað tækni og nýjungar varðar, t.d. byggingar, fóðmn og mjaltir. Þegar inn í fjósin er komið em menn að fást við mjög svipaða hluti og fer það helst eftir fjölda gripa og stærð búa hversu sjálfvirkan og öflugan búnað hver og einn velur sér. SjálfVirkni við mjaltir er mikil, íslenski hópurinn samankominn fyrir utan lýðskólann i Brönderslev þar sem fundurinn fór fram. | 38 - Freyr 9/2002

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.