Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 23

Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 23
Um feminíska gagnrýni á kanónu og menningu heimspekinnar 21 áfram sígild hugtök og kenningar heimspekinnar. Þessi endurheimt hefðarinnar hefur m.a. haft í för með sér að femínísk heimspeki hefiir dregið fram höfiinda eða nánar tiltekið kenningar þeirra sem hafa með einhverjum hætti verið á skjön við ráðandi strauma. Femínísk heimspeki finnur t.d. samhljóm með heimspeki Heraklítosar um verðandi, skriföm Hume um samband vitsmuna og tilfinninga og heimspeki Spinoza um vináttu. Saga heimspekikanónunnar er ekki breiðgata sem rúmar allt sem skiptir máli. Hún h'kist fremur fljóti eða á sem fær inntak sitt víða að og fer um landslag menningar og samfélags í bugðum, mótast af því og mótar það. Ain breytir um farveg, skilur eftir kvíslar sem þorna upp og myndar nýjar. Femínísk heimspeki á það sameiginlegt með hugsuðum á borð við Heid- egger og Nietzsche, sem líta ævinlega yfir heimspekisögu Vesturlanda frá árdögum hennar í forngrískri heimspeki og fram á okkar daga, að minnast annars upphafs eða annarra aðveitna sem hurfö sjónum eða urðu undir í meginstraumi sögunnar. Femínísk heimspeki á það einnig sameiginlegt með heimspeki Nietzsches og síðar Foucaults að horfa á mótun og framþróun heimspekisögunnar, og þess sem heför verið viðurkennt sem þekking og sannleikur hverju sinni, með gleraugum sem eygja virkni valds og yfirráða. Samkvæmt tölum frá Unifem, þróunarsjóði Sam- einuðu þjóðanna fyrir konur, eiga konur á heimsvísu ekki nema i% af landi, 2-3% af auðmagni og fá ekki nema um 11% af launatekjum heimsins. Femínísk heim- speki felst í leit að þekkingu sem veitir valdi viðnám. Hún leitast jafnframt við að vera frelsandi þekking sem geti af sér nýja möguleika fyrir einstaklinga og rétt- látara samfélag. I ljósi alls þessa má segja að tilgangur femínískrar heimspeki sé að varpa ljósi á fleiri víddir mannlegs lífs. Vilji heimspekin túlka mannlegan veruleika verður hún að ganga út frá því að maðurinn er bæði karl og kona. Vissulega er kyn ekki eina breytan sem taka þarf tillit til. Hver manneskja er samsett. Hún er af ákveðnu kyni, þjóðerni, þjóðfélagsstöðu, stétt, aldri o.s.frv. Það gerir að verkum að fem- ínískar kenningar samtímans leggja mikla áherslu á margbreytileika kvenna og hvernig eiginleikar mótast af samfélagslegum aðstæðum og samhengi. I samhengi gagnrýni á kanónu heimspekinnar er hins vegar einkum beint sjónum að því hvernig þeir eiginleikar sem iðulega hafa verið tengdir konum hafa verið settir skör lægra en þeir eiginleikar sem hafa verið eignaðir körlum. Nálganir sem sleppa því að taka bæði sjónarmið karla og kvenna inn eru þess vegna kreddukenndar að því marki sem þær eru bundnar hugmyndafræði sexisma. Eins og Iris Marion Young heför orðað það er heimspekingurinn ævinlega „í ákveðinni þjóðfélags- stöðu, og ef samfélagið er klofið vegna kúgunar þá leggst heimspekingurinn annað hvort á sveif með því sem kúgar eða berst gegn því“ (Young 1991: 5). Því fer fjarri að heimspekingar kanónunnar hafi ævinlega snúist á sveif með kúgurum annars kynsins. Ekki má gleyma því að Platon mælti fyrir jafnrétti kynjanna (a.m.k. í hinni ráðandi stétt) í Ríkinu jafnvel þótt þessi afstaða stangist á við hugmyndir hans um hlutverk kynjanna í Lögunum. Descartes var einnig þeirrar skoðunar að bæði kynin hefðu jafnar forsendur til þess að nýta sér vitsmuni sína í þágu fræði- legrar hugsunar. Sú staðreynd að bæði kynin höfðu ekki jöfn tækifæri fram að því varð honum hins vegar ekki tilefni til frekari skrifa um efnið. Það leið allnokkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.