Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 110

Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 110
108 Henry Alexander Henrysson raunar varin allt fram eftir átjándu öld hafði „þynnst" töluvert út.62 Það var með öðrum orðum orðið erfitt að greina aðalatriðin frá aukaatriðum og margt af því sem var ætlað einum höfundi átti í raun frekar heima hjá öðrum. I þessu samhengi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að um raunverulegan ágreining var að ræða á sautjándu öld milli Grotiusar annars vegar og Pufendorfs hins vegar.63 Og sá ágreiningur átti sér víðfeðmar frumspekilegar rætur. Það er því ekki hægt að öðlast nokkurn skilning á því hvað Jón var að fást við án þess að kafa nákvæmlega ofan í þessa sögu. En að sama skapi getum við ekki gert ráð fyrir því að Jón hafi séð söguna sömu augum og við gerum í dag. Sveinbjörn Rafnsson skrifar um Jón Eiríksson, að margt við hann og ævi hans geti verið hugstætt þeim sem „hvetja til manndóms".64 Það má vera að ég sé að fara rangt með hvað Sveinbjörn á við með þessu, en ég vil nefna að mögulega vísar hann til þess að náttúruréttur sé einmitt hinn eini sanni manndðmur. Ef náttúru- lögin eru þær leiðir sem mannleg skynsemi sér kristaltært sem leiðina til farsæls lífs, þá gerir náttúrurétturinn ráð fyrir því að þar með sé kominn siðferðilegur grundvöllur athafna og ákvarðana; ekki síst í stjórnsýslu og lagasetningu. Með því að gera ekki ráð fyrir óumdeilanlegum lífsgæðum er hætt við að hlutverk og staða hvers og eins sem siðferðilegrar veru í mannlegu samfélagi fari á flot. Réttindi og skyldur án hlutlægs grundvallar geta virkað tilgangslaus. En slíkur manndómur er ekki þar með endir alls heldur er hann fremur ákveðið upphaf. Ein gagnrýnin á náttúrurétt er einmitt sú að hann eigi aðeins við það sem er sjálfsagt.65 Tómas af Aquino bætir ekki úr skák með staðhæfingum eins og þeirri, að í siðferðilegri breytni eigi „að gera það sem er gott en forðast það sem er illt.“66 Það má vissulega taka undir þessa ábendingu. Líklega eru staðhæfingar um grund- vallarlífsgæði, eins og þekkingu, oft dáh'tið eins og staðhæfingar um að jörðin sé undir fótum okkar og himinn fyrir ofan höfuð hvers og eins. En stundum þurfum við einmitt slíkar staðhæfingar til þess að átta okkur á stöðu okkar. Sérstaklega kemur sú þörf fram í heimi þar sem öllu virðist steypt á hvolf. Hvernig hefur maður vegferð ef upphafsstaður er ekki þekktur? En sá sem horfir til manndóms líkt og Jón Eiríksson horfði til náttúruréttar, þ.e. sem fræðilegrar nálgunar til þess 62 Með hverjum höfundi, Montesquieu, Helvetiusi, Holbach og Burke dró úr vægi náttúru- réttar. Þeir „félagarnir" Rousseau og Hume sáu svo um að Jeremy Bentham þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að dæma náttúruréttinn vitleysu. 63 Jafn mikilvægt er þó að halda því til haga að báðir héldu þeir fram réttnefndum náttúru- réttarkenningum. Sá siðferðilegi grunnur sem gerir ákvarðanir skynsamlegar eða óskyn- samlegar og þar með réttmætar eða óréttmætar getur verið útfærður á mismunandi hátt. Skynsemishyggjan sér náttúruréttinn í beitingu skynseminnar og eðli mannskepnunnar og vildarhyggjan sér hann í sjálfljósum, en jafnframt einföldum, sannindum um hvernig vilji Guðs um friðsælt samfélag kemur fram. Af píetismanum lærði Jón að hamingjan bíði manns í hreinni trú á handanheim þar sem hrcint hjarta skiptir meira máíi en yfirveguð skynsemi, en frá wolífismanum frétti hann að farsældin fýlgdi því að leita hins sanna og rétta og að helstu gæði tengdust mannlegu eðli. 64 Sveinbjörn Rafnsson, „Jón Eiríksson, 1728-1787“, bls. 34. 65 Garðar Gíslason í „Náttúruréttur í nýju ljósi“ ræðir hvers vegna „sjálfsagt“ á betur við en „augljóst sem þýðing á „per se nota á latínu, sem Tómas notar, og John Finnis yfirfærir á þau „self-evident lífsgæði sem hann leggur til grundvalíar sinni kenningu um náttúrurétt. 66 Summa Theologia lallae 94,2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.