Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 140

Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 140
138 Róbert Jack Gilbert virðist hér vera að girða fyrir að fólk skilji bók hans svo að hann telji sig þess umkominn að gefa beinar leiðbeiningar um hvernig það getur orðið ham- ingjusamt, eins og fram kemur í fyrstu setningunni. Markmið bókarinnar er annað, eins og næsta setning segir, nefnilega að fólk verði snjallt eða klárt eða vel að sér um hamingjuna. í samhengi við það sem hann hefur áður sagt beint um sjálfshjálparfræði hljómar þetta svona: það er gott að hjálpa fólki að geta talað um hamingjuna en vont að gefa því leiðbeiningar um hvernig það verður hamingju- samt. Kannski verða skringilegheit þessa viðhorfs ljós með því að breyta fyrstu tveim setningum tilvitnunarinnar aðeins: Bók minni er ekki ætlað að gera fólki fært að baka góða köku. Henni er ætlað að gera fólk snjallt í málefnum kökugerðar með því að segja því hvað vísindin hafa uppgötvað. Það væri skrýtin bók um kökugerð sem teldi sér það sérstaklega til tekna að gefa ekki leiðbeiningar um kökubakstur og gerði gys að bókum sem gerðu það. En hamingjan er ekki kökugerð og vissulega kynni að vera auðveldara að kenna fólki að baka góða köku en vera hamingjusamt. Ekki er þó ljóst af hverju ætti að vera eðlismunur á þessu tvennu, sérstaklega þegar menn hafa til að bera það sem Gil- bert segist hafa í síðari hluta tilvitnunarinnar hér að ofan. Þar hnykkir hann á því að hann ætli sér ekki að segja fólki fyrir verkum, en með því kann hann að vilja forðast gagnrýni fyrir forræðishyggju sem stundum heyrist um sjálfshjálparrit.58 Það sem vekur þó sérstaka athygli hér er að þrátt fyrir að ætla ekki að segja okkur fyrir verkum eða gefa ráð ætlar Gilbert að hjálpa okkur að sjá sannleikann og af samhenginu að dæma sannleikann um hamingjuna. Miðað við tilvísun í vísindin litlu framar má gera ráð fyrir að með tali um sannleika eigi hann við niðurstöður úr vísindalegum rannsóknum. Hér kviknar spurningin um hvort það að hjálpa fólki að sjá sannleikann um hamingjuna, þ.e. skilyrði hamingjunnar, sé eitthvað frábrugðið því að gefa því ráð um hamingjuna því það hljóti að felast ráð í sannleikanum. Raunar virðist Gilbert gefa ákveðin fyrirheit um að hægt sé að nota sannleika hans því hann talar eins og maður geti ákveðið sig í ljósi sann- leikans sem hann hefur hjálpað manni að sjá. Gagnrýni á þessa hagnýtu hlið sannleikans gæti þó verið að sannleikurinn sem Gilbert vísar til og fjallar um í Stumbling on Happiness sé ekki þess eðlis að hægt sé að gefa fólki ráð út frá honum, en hann segir að ekki sé til einföld formúla fyrir hamingju.’' Þá segir hann í bókinni að „hamingja" sé orð sem við getum notað til að vísa til nánast hvers sem við viljum.60 Út frá því mætti álykta að einfaldlega sé eklu hægt að ná tökum á neinu því sem geri fólk almennt hamingjusamt. Ef við tökum þessu í sinni ýktustu mynd væri bók Gilberts væntanlega algerlega til- gangslaust rit og því getur hann varla átt við þetta. Þess í stað kunna niðurstöður vísindarannsóknanna að leiða í ljós landslag hlutfallstalna um hamingjuna. Til að 58 Sbr. Justman (2005: 53). 59 Gilbert (2007: 238). 60 Gilbert (2007: 31).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.