Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 3
í stuttu máli Látum ekki ræna okkur Margir kannast við bréfin frá Nígeríu og fleiri löndum þar sem lofað er ótrú- lega skjótfengnum auði ef viðtakandinn bara sendir ávís- un inn á ákveðinn reikning. Flestir sjá í gegnum þetta og mun Rannsóknarlögreglan eiga bunka af slíkum bréfum sem fólk hefur sent þeim. Það munu þó vera einhverjir sem tapað hafa á þessu. Nú eru öll viðskipti að verða alþjóðlegri og á Netið ekki síst þátt í því, en eitthvað er um að fólk lendi í vand- ræðum eftir viðskipti á netinu. Einnig hafa seljendur vöru og þjónustu (þ.m.t. íjármálaþjón- ustu) erlendis í vaxandi mæli frumkvæði að því að hafa samband, bæði símleiðis og bréfleiðis, við neytendur hér á landi. Það er því full ástæða til að brýna fyrir fólki að sýna varkárni í alþjóðlegum við- skiptum. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga: Treystið ekki að óreyndu til- boðum á Netinu. Misjafn sauður er í mörgu fé og full ástæða er til að grennslast fyrir um viðkomandi fyrirtæki áður en gengið er að tilboði eða jafnvel gefið upp netfang. Þótt viðskipti á netinu séu sí- fellt að verða öruggari og aðilar vfða um heim reyni að halda ósóma í lágmarki er erfitt að koma algerlega í veg fyrir slíkt. Ovænt símtöl frá útlöndum geta verið af ýmsum toga. Ef boðinn er ótrúlega mikill hagnaður af fjárfestingu er rétt að velta því fyrir sér hver sé ástæðan fyrir boðinu. Fyrirtæki sem njóta láns- trausts geta fengið lán á mjög hagstæðum kjörum - því skyldi það þá bjóða þér hærri vexti? Ef þú færð slíkt símtal gætu eftirfarandi spurningar hjálp- að: Hvert er nafn, heimilis- fang, sími og fax hjá viðkom- andi fyrirtæki? Hverjir eru lögfræðingar og endurskoðendur? Hvernig fékk fyrirtækið persónulegar upplýsingar um Þig? Er fyrirtækið í viðskiptum við aðra aðila á Islandi? Hve lengi hefur fyrirtækið starfað (einnig við viðskipti hér á landi)? Sannreynið áreiðanleika fyrir- tækisins hjá opinberum stofn- unum, firmaskrám, verslunar- ráðum eða öðrum aðilum. Varasamt getur verið að gefa upp kreditkortsnúmer símleiðis, sérstaklega ef fyrir- tæki hefur samband að fyrra bragði. Erfitt eða jafnvel ómögu- legt getur reynst að leita réttar síns vegna alþjóðlegra fjár- málasvika. Því skiptir öllu að vera varkár og koma þannig í veg fyrir að vera plataður. Úrskurðarnefndir - fljótvirk og ódýr leið fyrir neytendur Þjónusta iðnaöarmannu og iðnfyrir- tækja: I samvinnu Neytendasamtak- anna, Húseigendafélagsins og Samtaka iðnaðarins. Málskotsgjald: 10.000 kr. Nánari upplýsingar á skrifstofu Neyt- endasamtakanna. Vátryggingar: í samvinnu Neytenda- samtakanna og Sambands íslenskra vá- tryggingafélaga. Málskotsgjald: 3.700 kr. Nánari upplýsingar m.a. á skrifstofu Vátryggingaeftirlitsins og á skrifstofu Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin hafa síðustu ár beitt sér fyrir stofnun úrskurðar- nefnda. Nefndimar úrskurða fljótt og ódýrt um ágreining milli neytenda og seljenda í samtökum sem eru í samvinnu við Neytendasamtökin. Gjald fyrir mál er misjafnt eftir nefndum, en vinni neyt- andi mál að hluta eða öllu leyti fær hann það endurgreitt frá seljanda. Sé neytandi ósáttur við úrskurðinn getur hann alltaf haldið áfram með málið til dómstóla. Þessar úrskurðamefndir em starfandi: Ferðalög: í samvinnu Neytendasamtak- anna og Félags íslenskra ferðaskrifstofa. Málskotsgjald: 3.500 kr. Nánari upplýs- ingar á skrifstofu Neytendasamtakanna. Þvottahús og cfnalaugar: í samvinnu Neytendasamtakanna og Félags efna- laugaeigenda. Málskotsgjald: 1.000 kr. Nánari upplýsingar á skrifstofu Neyt- endasamtakanna. Verslanir: í samvinnu Neytendasam- takanna, Kaupmannasamtaka íslands og Samtaka samvinnuverslana. Málskots- gjald: 1.000 kr. Nánari upplýsingar á skrifstofu Neytendasamtakanna. Fjármálamarkaður: í samvinnu Neyt- endasamtakanna, viðskiptabanka, spari- sjóða og greiðslukortafyrirtækjanna. Málskotsgjald: 5.000 kr. Nánari upplýs- ingar á skrifstofu Sambands íslenskra viðskiptabanka ... og á skrifstofu Neyt- endasamtakanna. NEYTENDABLAÐIÐ - október 1998 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.